Vera - 01.02.1990, Síða 22

Vera - 01.02.1990, Síða 22
konsertar eftir Mozart og Mendel- sohn, vorsónatan eftir Beethoven og sónata eftir Grieg. Ragnheiður Sveinsdóttir spilaði með mér, en hún var feikilega góður píanisti. Árið eftir prófið giftum við Ingi okkur og unnum bæði áfram í hljómsveitinni. Eftir að ég eign- aðist Guðrúnu dóttur mína 1958 treysti ég mér ekki til að halda heimili og spila jafnframt í hljóm- sveitinni. Sveinbjörn sonur minn fæddist svo hálfu öðru ári seinna. Ég er mjög þakklát fyrir þann tíma sem ég eyddi heima með börnum mínum ungum. Maður- inn minn var tilfinningaheitur hlustandi og kenndi mér best allra að hlýða á tónlist. Hann og Hauk- ur bróðir hans voru einhverjir bestu músiknjótendur sem ég hef kynnst. Ingi lést árið 1986. Ég byrjaði svo aftur í hljóm- sveitinni 1964 og hef unnið þar óslitið síðan, en hljómsveitar- starfið reyndist mér aldrei eins auðvelt eftir að ég byrjaði aftur. Hljómsveitin í dag er gjörólík þeirri hljómsveit sem stofnuð var 1950. Aðeins fjórir hljóðfæraleik- arar eru enn í fullu starfi af þeim sem voru með frá upphafi. Margt var erfitt framan af, laun kannski greidd á tíu mánaða fresti, en hug- sjónin var okkur stöðug hvatning. Núna eru margir afbragðs hljóð- færaleikarar starfandi og margt er vel gert, en stemningin er önnur og viðhorfin breytt. Ég lít á Björn Ólafsson fiðlu- leikara sem föður hljómsveitar- innar. Hann var fágætur maður og leiðari, hafði vald sem enginn fann fyrir og misnotaði það aldrei. Eftirminnilegustu hljómsveit- arstjórarnir eru þeir Olav Kiel- land og Bohdan Wodiszco, sem var aðalhljómsveitarstjóri á sjö- unda áratugnum. Þeir mótuðu og ólu hljómsveitina beinlínis upp. Kielland var aðalstjórnandi á fyrsta skeiði Sinfóníuhljómsveit- ar íslands. Mörg okkar voru hálf- gerðir amatörar, en hann laðaði fram það besta hjá hverjum og einum; konsertarnir voru svo góðir að okkur fannst við vera listamenn. Sjálf er ég sátt við vinnu mína gegnum árin. Starfið hefur veitt mér lífsfyllingu og gefið mér allt sem hægt er að gefa einni mann- eskju. Laufey Sigurðardóttir. Fyrir 40 árum — nánar tiltekið þann 9- mars 1950 — hélt Sin- fóníuhljómsveit íslands sína fyrstu tónleika. Var hljómsveitin þá skipuð 39 hljóðfæraleikurum og þar af voru 2 konur. Nú eru þær þriðjungur hljómsveitarmeð- lima og konsertmeistarinn — full- trúi hljómsveitarinnar og andlit hennar út á við — er Guðný Guð- mundsdóttir. Fjölgun kvenna í hljómsveit- inni hefur gerst hægt og sígandi og mest hefur hún orðið í strengjahljóðfærum. Strengja- deild hljómsveitarinnar skipa nú 22 hljóðfæraleikarar og þar af eru 13 konur. Er strengjadeildinni skipt upp í fimm undirdeildir og leiða konur þrjár þeirra. Guðný konsertmeistari er leiðari í 1. fiðlu, Helga Hauksdóttir leiðir 2. fiðlu og Helga Þórarinsdóttir lág- fiðlu. í viðtali við Gunnar Egils- son skrifstofustjóra hljómsveitar- innar kom fram að konur hafa algjörlega séð um endurnýjunina í strengjunum á undanförnum ár- um og þeir fáu karlmenn sem þar hafa komið við sögu eru flestir út- lendingar. Karlmenn hafa hins vegar verið nær einráðir í blástur- hljóðfærunum ef undan er skilin Lilja Valdimarsdóttir sem spilar á horn. En konur sækja inn á svið karla í hljóðfæraleik eins og víða annars staðar og sagði Gunnar að þær sæktu nú í auknum mæli í blásturshljóðfærin. Sér væri aftur á móti ekki kunnugt um nema einn pilt sem stundaði nám í fiðluleik. Það kom fram hjá Gunnari að þróunin hvað varðar fjölgun kvenna í hljómsveitinni hefði ver- ið brattari hér á landi en víða erlendis. En hver er ástæðan? „Þeir sem leggja fyrir sig hljóð- Sinfóníuhljömsveitin 1953 færaleik hér á landi fara út í það af löngun eða köllun. Það hefur gengið erfiðlega að fá þetta metið sem fullt starf þrátt fyrir að námið sem að baki liggur sé eitthvert dýrasta nám sem um getur. Til að vera liðtækur þarf að byrja að læra um 10 ára aldur og að loknu löngu námi hér á landi tekur við dýrt framhaldsnám erlendis. Þetta fólk þarf þar að auki að kaupa sér hljóðfæri dýrum dómum. Allt á þetta sinn þátt í því að piltar leita inn á önnur svið þar sem tekju- horfur eru meiri. Stúlkur virðast láta sig hafa það þó launin séu lág og láta löngunina ráða.“ En þessu er ekki alls staðar eins farið. Sagði Gunnar aö ýmsar hljómsveitir erlendis hefðu sett sér það markmiö að vera ein- göngu með karlmenn. Ein þeirra er Berlínarsinfónían. Fyrir nokkr- um árum vildi þáverandi stjórn- andi hljómsveitarinnar, Herbert von Karajan, ráða konu í hljóm- sveitina sem þótti mjög efnilegur klarinettuleikari. En þá gerðist það að meðlimir hljómsveitarinn- ar stóðu upp allir sem einn og neituðu að fá konu í hljómsveit- ina. Vakti þetta miklar umræður og gffurlega athygli en af því hljóðfæraleikararnir eiga sjálfir hljómsveitina komust þeir upp með að hafna konunni og halda í þá gömlu og úreltu hefð að vera karlar einsamir. Og það eru þeir enn. Að lokum vildi Gunnar að það kæmi fram að starf í Sinfóníunni væri eitt af fáum störfum þar sem fullt jafnréttrríkti, bæði launalega og starfslega. Sagðist hann ekki vita betur en að hljómsveitarmeð- limum þætti það fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt. — isg. 22

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.