Vera - 01.02.1990, Blaðsíða 27

Vera - 01.02.1990, Blaðsíða 27
TÆKNIFRJOVGUN: KALLAR Á SIÐFERDI- LEGAR VANGAVELTUR Það hefur aukist nokkuð á síðustu árum að konur hafi farið í svokallaðar tækni- frjóvganir. Á þann hátt hefur mörgum auðnast sú mikla hamingja að eignast af- kvæmi sem ekki hefðu orðið hennar að- njótandi ella. Það eru tveir möguleikar á tæknifrjóvg- un fyrir hendi, annars vegar frjóvgun í legi, tæknisæðingar, og hins vegar frjóvg- un utan legs, glasafrjóvganir. Tæknisæð- ingar hafa verið gerðar hér á landi síðan 1979 og hafa þær verið greiddar af sjúkra- samlagi á sama hátt og aðrar læknisað- gerðir. Konur sem hafa ætlað í glasa- frjóvgun hafa hins vegar þurft að leita til Englands. Nú stendur til að hefja glasa- frjóvganir á Landspítalanum og er gert ráð fyrir 3,75 nýjum stöðugildum við Landspítalann í fjárlögum ársins 1990 vegna þessa. A síðustu starfsdögum Alþingis fyrir jól var eftirfarandi þingsályktunartillaga um tækni- frjóvganir samþykkt: ,,Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni aö leggja hið fyrsta fyrir Alþingi frumvarp til laga um tæknifrjóvganir, m.a. að því er varðar réttarstöðu og tryggingamál þeirra sem hlut eiga að máli.“ Það var Sigríður Lillý Baldursdóttir sem flutti tillöguna, en hún kom inn á þing í nóvember í fjarveru Þórhildar Þorleifsdóttur. F.n livers vegna er þörf á sér- stakri lagasetningu unt tæknifrjóvganir? ,,í landinu í dag er fjöldi barna sem hafa orðið til við tæknifrjóvgun. Réttarstaða þessara barna er óljós þvf samkvæmt íslenskum lögum er eigin- maður konu skráður faðir barns hennar nema það sé véfengt og annað sannað. „Feður" þess- ara barna gætu því hugsanlega firrt sig öllum skyldum við þessi börn sín sfðar ef t.d. til skiln- aðar kæmi, á þessu þyrftu lög unt tæknifrjóvg- anir að taka. Ennfremur má búast við að með tilkomu glasafrjóvgana hér á landi verði til um- fram fósturvísar og það eru engin lög til í land- inu sem kveða á um meðferð þeirra.“ sagði Sigríður Lillý. „Tæknifrjóvganir kalla á ýmsar siðfræðilegar vangaveltur. Við tæknisæðingar er yfirleitt not- að aðfengið sæði, fengið frosið frá Danmörku, konan sem gengur með barnið verður erfða- fræðileg móðir þess en skráður faðir hins vegar ekki erfðafræðilegur faðir þess. Ýmsir hafa velt fyrir sér hvort ekki sé rétt að barnið fái að vita um faðernið. f Svíþjóð hefur barnið rétt á því en það hefur leitt til þess m.a. að erfitt er orðið að fá þar sæði til tæknisæðinga. Þá hafa ýmsir bent á að ekki sé rétt að setja þessi börn í þá að- stöðu að eiga tvo feður, félagslegan og erfða- fræðilegan. Þá sé það einnig ótækt að karlar sem aðstoða pör, sem geta ekki átt börn, með því að gefa þeim sæði sitt séu settir í þá aðstöðu að mega síðar ef til vill mörgum áratugum síðar eiga von á að fá upphringingu frá þessum börn- um. Þetta er því m.a. spurning um ábyrgð sæð- isgjafans. Glasafrjóvganir eru hins vegar yfir- leitt einungis framkvæmdar með eggi og sæði félagsforeldra og þannig skapast venjulega ekki vandamál af þessu tagi þegar glasafrjóvganir eru framkvæmdar. En tæknilega er hægt að nota aðfengið egg jafnt sem aðfengið sæði til glasa- frjóvgana. Það eitt kallar á nýtt orð í orðaforð- ann: mæðrun.“ Geturðu útskýrt það nánar? „Kona sem gengur með barn þarf ekki að vera erfðafræði- leg móðir þess, hún gæti hafa fengið egg frá annarri konu. Og þá koma upp sömu vandamál og með aðfengið sæði. Ýmsir hafa viljað flokka meðgöngu með aðfengnu eggi í tvo flokka, annars vegar er talað um leigumeðgöngu og hins vegar staðgengilmeðgöngu. í báðum til- vikurn er notað aðfengið egg. Fyrir leigumeð- göngu er greitt en ekki fyrir staðgengilmeð- göngu. í hvorugu tilvikinu yrði konan sem gengur með barnið félagsleg móðir eftir fæð- ingu barnsins. Þá má einnig hugsa sér að kona fengi egg annarrar konu, gengi með fóstrið og gerðist félagsleg móðir eftir fæðingu. Það ligg- ur því ekki endilega ljóst fyrir lengur að sú kona sem fæðir barnið sé um leið erfðafræðileg móð- ir þess. Því má tala um að börn séu rnæðruð þ.e. ákvarðað urn móðerni þeirra líkt og nú er talað urn að feðra börn.“ Þú minntist áðan á að það gætu orðið til um- fram fósturvísar við glasafrjóvgun, nú geta komið upp ýmsar spurningar varðandi þá t.d. um eignarhald og varðveislu. , Já það er rétt að í hvert sinn sem glasafrjóvgun stendur fyrir dyrum ganga konur í gegnum hormónameð- ferð til að fjölga þeini eggjurn sem losna. Fjöldi eggjanna getur orðið mjög mismunandi en ekki er óalgengt að þau verði fimm eða sex. í sér- hverri meðferð eru aldrei notaðir meira en þrír fósturvísar en hinir geymdir frosnir til síðari meðferða sem gætu þá orðið einfaldari og ef til vili skilað betri árangri. Tilvist þessara umfram fósturvísa og að það sé hægt að geyma þá hlýtur að kalla á sterkar tilfinningar og blendnar hjá öllum, sem í alvöru leiða hugann að því, og spurningarnar hrannast upp: Hver á fósturvís- ana? Hver á að eiga þá? Er eðlilegt að líf sem til er stofnað fái ekki að dafna fyrr en löngu síðar, jafnvel áratug síðar? Er hægt að korna í veg fyrir að óprúttnir vísindamenn taki sér fósturvísa og geri á þeint alls kyns tilraunir? Má búast við að foreldrar eða jafnvel samfélagið velji og hafni einstaklingnum frekar en orðið er ? Höfurn við yfirleitt nokkurn rétt á að velja okkur afkvæmi? Og til hvers rnundi slíkt geta leitt okkur? Sumir nefna í þessu sambandi að með því einu að leggja verulegt fé í tæknifrjóvganir á norður- hveli jarðar á sama tíma og konur í svokölluð- um j^róunarlöndum eru hvattar til að fara í ófrjósemisaðgerðir, þá séum við að velja. Einn- ig er bent á það val sem vitað er að fram fer í mörgum ríkjum Asíu og víðar þar sem stúlku- fóstrum er frekar eytt en karlkyns fóstrum. Hver er kominn til með að segja hvaða eigin- leikar séu eftirsóknarverðir og hverjir ekki í fari fólks? Og höfum við yfir höfuð nokkurn rétt til að setja okkur í slíkt dómarasæti? Við þessum spurningum þurfum við að finna svör sem við geturn sætt okkur við, það er ekki verjandi að víkjast undan því.“ Nú eru það ný tækni og framfarir í vísindum sem gera það kleift að framkvæma tæknifrjóvg- anir, þú nefndir ýmsar spurningar sem hafa komið upp í umræðunni um þetta mál. Hver getur borið ábyrgð á að ekki verði um misnot- kun eða einhvers konar misferli að ræða þegar tæknifrjóvganir eru framkvæmdar? „Fram til þessa hefur það nánast verið í höndum lækn- anna sem framkvæma tæknifrjóvganir hverjir fá meðferðina og með hvaða hætti hún er fram- kvæmd. Ég tel það óelilegt að þessi ábvrgð hvíli á þeim, stofnanir samfélagsins eiga að axla hluta hennar. Þannig finnst mér nauðsynlegt að Alþingi setji lög sem duga og þar með m.a. sið- ferðismörkin. Það er ekki einfalt verk, ég geri mér grein fyrir því, en það er verk sem þarf að takast á við.“ sagði Sigríður Lillý að lokum. Það er von Kvennalistakvenna að vinnu við gerð frumvarps um tæknifrjóvganir verði hrað- að án þess þó að kastað sé til þess höndunt, það er mikið í lnifi og til þessa verks verður að vanda. Æskilegt er að frumvarp um tækni- frjóvganir verði lagt fyrir Alþingi ekki síðar en næsta haust. SJ 27

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.