Vera - 01.02.1990, Side 29

Vera - 01.02.1990, Side 29
eftir er rétt að nefna að þannig er búið að Atvinnuleysistryggingasjóði í fjárlögum að fyr- irsjáanlega vantar stórfé til að hann geti gegnt hlutverki sínu. Auk þessa eru fjölda margar smærri upphæð- ir vantaldar og vanáætlaðar. Þetta sýnir að á gjaldahliðinni eru vanáætlanir sem nema 2-3 milljörðum. Kjarasamningar eru nú fyrir dyrum. Því hef- ur verið haldið fram af ráðamönnum að kjara- bætur í beinum launahækkunum komi varla til greina. Raunhæfara sé að bæta kjör með öðrum hætti — lækkun matvöruverðs, jafnvel skatta- ívilnunum. Ég fæ ekki séð að slíkar kjarabætur rúmist innan fjárlaganna. Niðurskurður af handahófi Þegar fjármálaráðherra talaði fyrir frv. til fjárlaga í október hafði hann uppi stór orð um að brotið væri blað í fjárlagagerð, nýr grund- völlur væri að skapast í íslensku efnahagslífi og fjárlögin væru hornsteinn nýrrar efnahags- stefnu og hagstjórnar. Ég fæ ekki séð að ráð- herra hafi rétt fyrir sér. Fjárlög þessa árs eru með sama innbyggða hallanum og fjárlög hafa verið um árabil. Grundvöllur íslensks efna- hagslífs er valtur meðan ekki tekst að ná fjár- magnskostnaði niður og „hornsteinn nýrrar efnahagsstefnu og hagstjórnar", eins og ráð- herra nefndi fjárlögin, eru í engum grundvall- arþáttum öðruvísi en fjárlög áður hafa verið og ekki lfkleg til að verða sá fasti rammi um út- gjöld ríkisins sem ráðherra taldi þau vera. Sú saga er gömul, en virðist þó árlega ný, að nú sé ríkiskassinn tómur og enn þurfi að gæta aðhalds. Ár eftir ár stöndum við frammi fyrir því að stjórnvöld hafa farið ógætilega með sam- eiginlega fjármuni okkar og gert áætlanir sem ekki standast. Þegar líður á árið vakna menn við vondan draum, hefja ákafa leit að nýjum tekjulindum og brýna niðurskurðarhnífinn. Sá niðurskurður getur aldrei orðið annað en handahóf, því menn virðast aldrei sjá fyrr en um seinan í hvert óefni stefnir. Þess vegna næst aldrei sá sparnaður sem stefnt er að. Sá niður- skurður sem fyrirhugaður er á árinu 1990 er meö sama hætti og áður og bitnar verst á þeim sem síst skyldi. Fjárlög næsta árs bera ekki kvenlegt yfir- bragð. Það er andstætt hugsunarhætti kvenna að þrengja að hag barna með þeim hætti sem gert er með niðurskurði í skólakerfinu. Flöf- undar fjárlaganna virðast ekki leiða hugann að því að í skólum landsins eru margir einstakling- ar með fjölbreytilegar þarfir og það getur skipt sköpum um alla framtíð barnanna, hvernig komið er til móts við þær þarfir. Öllum ætti að vera ljóst að ekki er hægt að skera niður án til- lits til þess hvers konar starfsemi fer fram innan veggja hinna ýmsu stofnana. f niðurskurði stjórnvalda til skólakerfisins birtist ljóslega sá skortur á framtíðarsýn sem alltof lengi hefur þjáð stjórn landsins. Sú stöðnun, sjálfvirkni og forgangsröðun sem einkennir fjárlög ársins 1990 er konum engan veginn að skapi. Þar birt- ist ekki stefna hinnar hagsýnu húsmóður, sem á ekkert síður við um meðferð sameiginlegra sjóða okkar allra en fjármuni hvers heimilis. Figi að ná fram raunverulegum sparnaði verður að gera um það vel útfærðar og ígrundaðar áætlanir. Tillögur Kvennalistans Við Kvennalistakonur höfum ekki getað greint stórbreyttar áherslur í þessum fjárlögum né aðra forgangsröðun frá því sem áður hefur verið. Við höfum, eins og áður, litið á máliö frá sjónarhóli kvenna og þeirri sannfæringu að hagur kvenna og þeirra sem í skjóli þeirra standa sé einnig þjóðarhagur. Þess vegna lögð- um við fram nokkrar breytingartillögur við fjárlögin — tillögur sem varða konur. Með þess- um hætti vildum við benda á að konur, kjör þeirra og Jiarfir, eru oftast víðs fjarri í huga þeirra sem málum ráða. Við lögðum til að Byggöastofnun fengi 40 millj. kr. framlag til atvinnuuppbyggingar fyrir konur á lands- byggðinni. Þetta var f framhaldi af frum- varpi sem við höfum flutt um að stofnuð verði deild við Byggðastofnun sem ein- göngu sinni atvinnumálum kvenna á lands- byggðinni. Við lögðum til að hjálparstarfi Sameinuðu þjóðanna fyrir konur í þróunarlöndum, UNIFEM, yrðu veittar rúmar 3 millj. til að sýna samstarfs- hug íslenskra kvenna við stofnunina. Þótt upphæðin sé ekki há gæti hún komið að góðum notum við uppbvggingarstörf. Al- þjóðahjálparstofnanir hafa á seinni árum beint fjárframlögum til þróunarlanda í meiri og meiri mæli til kvennasamtaka þar, vegna þess að talið er að á þann hátt nýtist framlögin betur. Konurnar séu hagsýnni og viti betur en karlar hvar skórinn kreppir og fari betur með fjármuni. Við lögðum til að 200 millj. kr. væri veitt til atvinnuuppbygg- ingar fyrir konur. Nú eru tvöfalt fleiri konur á atvinnuleysisskrá en karlar og brýn þörf að finna þeim verkefni og störf. Konur eru fyrirvinnur engu síður en karlar en öll við- leitni stjórnvalda til atvinnusköpunar bein- ist að fleiri karlastörfum, sbr. álversumræð- una. Hefur J)jóðfélagið efni á því að konur séu atvinnulausar? Við lögðum til að hækkuð yrðu framlög til Kvennaathvarfsins og Samtaka kvenna gegn kynferðislegu of- beldi. Ekki þarf að skýra fyrir konum hversu mikilvæg störf eru unnin af þessum samtök- um og sem betur fer er vaxandi skilningur á þeim bæði meðal almennings og stjórnvalda en betur má gera í fjárframlögum ef duga skal. Við lögðum til að framlag vegna kostnaðar við lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir yrði hækkað um 5 millj. Þessum lagaákvæð- um hefur aldrei verið gefinn teljandi gaum- ur við fjárlagagerð og framlög til að fram- fylgja þeim ekki verið í neinu samræmi við þörf. Úr þessu vildum við bæta. Ekki þarf að orðlengja að allar voru Jíessar til- lögur felldar. Nokkrir Jjingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu og voru röksemdir sumra næsta einkennilegar. Minnisstæðast er mér þó Jiegar önnur þingkona Aiþýðubandalagsins greiddi atkvæði gegn tillögunni um fé til at- vinnuuppbyggingar fyrir konur, á Jieim for- sendum að nú væri búið að koma rekstrar- grunni fiskvinnslunnar í lag, þá væri atvinnu- málum kvenna borgið! Þjóðhagsstofnun spáir erfiðleikum í efna- hagslífinu á þessu ári, aflasamdrætti, atvinnu- leysi og minnkandi kaupmætti. Þá veldur miklu hvernig haldið er á því sem úr er að spila. Kon- ur hafa ekki enn komið svo nálægt rfkiskassan- um að sjónarmið hinnar hagsýnu húsmóður hafi fengið að njóta sín í Jiágu okkar allra og þess gjöldum við nú. Málmfríður Sigurðardóttir. 29

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.