Vera - 01.02.1990, Blaðsíða 33
ELÍN G. ÓLAFSDÓTTIR VID AFGREIÐSLU FJÁRHAGSÁÆTLUNAR:
VIÐ SJÁUM HÆTTUMERKI
Sigrún Magnúsdóttir
— Ef þú átt við að taka sæti á sameiginlegum
framboðslista þá er ljóst að um það yrði að
fjalla innan Kvennalistans á hverjum tíma hvort
liverfa eigi af þeirri leið sem mörkuð var með
stofnun Kvennaframboðsins á sínum tíma.
Hver og ein í okkar hópi yrði að gera það upp
við sig sjálf hvort hún tæki sæti á slíkum lista.
Kvennalistinn hefur tekið þá ákvörðun núna að
það sé ekki tímabært að hann sem slíkur taki
þátt í að hrinda slíku framboði af stokkunum.
Sú afstaða er alveg ljós, segir Elín.
Þessi afstaða Framsóknarflokksins og
Kvennalistans ætti ekki að þurfa að koma í veg
fyrir að tilraunum til að finna grundvöll að
sameiginlegu framboði verði haldið áfram, að
mati Kristínar Ólafsdóttur og hún telur ekki
útilokað að takast megi að bjóða fram sameigin-
lega í næstu sveitarstjórnarkosningum. Guðrún
Agústsdóttir er ekki eins bjartsýn.
— Eins og málum er nú háttað er erfitt að
þoka þessari hugmynd áfram, segir Guðrún. En
hún hefur tvímælalaust skotið rótum og ég tel
óumflýjanlegt að haldið verði áfram að reyna.
Og ef aðstæður í borgarstjórn á næsta kjörtíma-
bili verða líkar því sem nú er þá tel ég það ekki
aðeins óumflýjanlegt heldur lífsnauðsynlegt.
Hrópandi í eyðimörk
Seinni umræðu um fjárhagsáætlun Reykja-
víkur sem fara átti frarn 1. febrúar hefur verið
frestað til 15. febrúar, þar sem enn er verið að
breyta niðurstöðutölum vegna virðisauka-
skattsins. Minnihlutinn hefur fylgt þeirri venju
að flytja ekki breytingartillögur sínar fyrr en
við seinni umræðu og fær því að þessu sinni
meiri tíma þeim til undirbúnings en áður. En
alveg án tillits til þess hversu vel undirbúnar og
ígrundaðar þær tillögur kunna að verða hafa
þær pólitísku aðstæður sem minnihlutinn býr
við ekkert breyst; enn má búast við að talað
verði fyrir daufurn eyrurn.
Kristín Ólafsdóttir og félagar hennar í minni-
hlutanum geta þá haldið áfrarn að pára „Frávís-
un Sjálfstæðisflokks 9/6" við tillögubunkann
vða farið niður í Ánanaust og flutt hafinu og
vindinum tillögurnar eins og hrópandi í eyði-
mörk.
,,Við sem skipunt minnihlutann höfum allt
þetta kjörtímabil sameinast urn tillöguflutning
sem miðar að bættu mannlífi í borginni okkar.
Á bak við okkur eru þúsundir manna sent
styðja okkur í því. Þessum starfsháttunt höld-
um við einnig nú.
Oft höfum við orðið að sæta því að vera köll-
uð glundroðaöfl af andstæðingum okkar hér í
borgarstjórn.
Það hendir suma í nauðvörn að beita blekk-
ingunt til að klekkja á andstæðingunt sínum,
hnika til sannleikanum og reyna þannig að villa
fólki sýn.
Sannleikanum og skynseminni er fórnað í til-
raun til að breiða blekkingarhulu yfir eigið
stjórnarfar. Stjórnarfar sem ræðst af yfirgangi
og ofríki er andstætt hugmyndum alls þorra
fólks um frelsi og sjálfsforræði.
Öll skynsemi niælir með því að samráðs-
stjórn sé æskilegri kostur en ráðstjórn eða ein-
ræði. Þeir stjórnarhættir samræmast ekki hug-
myndum nútfmafólks, eins og nýleg dæmi
sanna. Fólk krefst þess að eiga rétt á eigin skoð-
unum, að viðhorf þess séu virt og jafn rétthá
annarra. Allur þorri fólks skynjar jafnframt að
það er jákvætt að skoðanir geti verið mismun-
andi; jiað sé einungis af hinu góða en að jafn-
framt beri að virða allar skoðanir.
Fólk á t.d. rétt á að skipa sér í hópa um hug-
sjónir eða hagsmuni, þess vegna marga hópa
með mismunandi afstöðu innbyrðis til ein-
stakra mála.
Það reynir bæði á sjálfstæði og samstarfs-
hæfni að jturfa að sammælast um sameiginlegar
niðurstöður. Það er jtví afar nauðsynlegt í
frjálsu samfélagi að geta tekist á við mismun-
andi skoðanir og vilja en samt unnið saman að
því sem sameinar. í samráðsstjórn reynir á
þetta, þetta er enda undirstöðuatriði hins svo
kallaða lýðræðis. Okkur í minnihlutanum hefur
tekist jtetta.
Við í minnihlutanum höfurn mismunandi
viðhorf og afstöðu til ýmissa atriða. Við lútum
ekki einum vilja; við búum ekki við einræðis-
stjórn þar sem einn vilji ræður. Við vinnum
okkur út úr skoðanamun með samstarfi sem
styrkir okkur sem stjórnmálafólk og vonandi
einnig sem persónur. Vilji sem brýtur alla aðra
undir sig með valdi er hættulegur frelsi og lýð-
ræði. Þegar svo er kornið að jafnvel vilji fjöld-
ans er virtur að vettugi er hætta á ferðum og
nauðsyn á endurskoðun.
Við sjáum þessi hættumerki hér í borgar-
stjórn. Ráðstjórnar- og einræðisstíllinn birtist í
ofríki sem oft hefur brotist frarn og barið niður
eindreginn vilja rnjög margra. Við sáum þetta
síðast í Fæðingarheimilismálinu þar sem öll rök
og skynsemi viku fyrir skammsýnum vilja
fárra; vilja sem knúinn var fram á kostnað fjöld-
ans. Þetta ofríki er öllu venjulegu fólki, öllum
þessurn þúsundum manna óskiljanlegt og
óásættanlegt.
Þetta ofríki birtist m.a. í áherslum þessarar
fjárhagsáætlunar.''
snorum
Prentþjónustan hefur, eins og nafnið bendir til, sérhæft sig í undirbúningsvinnu
fyrir prentun, þ.e. í litgreiningu, ljósmyndun, filmuvinnu og setningu. Þar með er
___ þó ekki öll sagan sögð. Við í Prentþjónustunni crum í góðu
% samstarfi við auglýsingastofur, prentsmiðjur og bókbands-
^ vinnustofur og kappkostum að leita hagstæðratilboða, þér
II I að kostnaðarlausu, í útlitshönnun, prentun, bókband og
▼ 1 raun a"a þá þætti sem við framkvæmum ekki sjálfir.
kTil að spara þér sporin á milli
prentsmiðja, auglýsingastofa
og filmugerðarstofa,
í leit að hagstæðu verði
I ^ og sem mestum gæðum, þá er bæði ódýrara og þægi-
Ivgra að snúa sér beint til manna sem hafa góða yfirsýn
■■ I og þekkingu í veröld prentiðnaðarins. Á því sviði tekur
I'JL. Prentþjónustan hf. allar áhvggjur af viðskiptavinum sínum.
sporin..-..-..-
Bolholti 6 — Sími 687760
Hildur Jónsdóttir.
33