Vera - 01.02.1990, Page 21

Vera - 01.02.1990, Page 21
Ég er fædd í Reykjavík 1926 og ólst þar upp hjá foreldrum mín- um, Guðrúnu Þorláksdóttur og Guðmundi Laxdal Friðrikssyni. Fjórtán ára að aldri fékk ég berkla og þá umsögn frá læknum að óráðlegt væri að ég settist í fram- haldsskóla. Þetta voru sjálfsagðar varúðarráðstafanir, en þar með var ég komin í hálfgerða einangr- un, allri venjulegri skólagöngu lokið, og ég þurfti að taka svokall- að fullnaðarpróf utan skóla. Á þessum árum teiknaði ég töluvert og málaði og eftir að litið hafði verið á myndirnar mínar fékk ég inngöngu í Handíðaskól- ann þótt ég væri barnung; allir hinir nemendurnir voru fullorðið fólk, komnir yfir tvítugt. En ein- mitt þess vegna taldi Lúðvíg Guð- mundsson skólastjóri ástæðu- laust að meina mér skólavist. Mig minnir reyndar að nemendur hafi verið spurðir hvort þeir óttuðust návist mína. Kurt Zier kenndi teikningu en Þorvaldur Skúlason form og lit. Ég hafði miklar mætur á Þorvaldi og okkur samdi prýðilega. Sam- 20 rí Pv 1 -n i I •: 1 yq* t • ' r. tímis mér í skólanum voru Hörð- ur Ágústsson, María Ólafsdóttir, Karl Kvaran, Einar Baldvinsson, Kristinn Guðsteinsson, Guðrún Sigurðardóttir Urup, Þórunn Guðmundsdóttir ogjóhann Páls- son. Allt þetta fólk reyndist mér sem eldri systkini. Þess má geta að konurnar í hópnum settust allar að í Dan- mörku og lögðu áfram stund á myndlist. Það var talið æskilegt fyrir berklasjúklinga að vera í hreinu lofti, stunda göngur og aðra úti- vist. Þegar ég var sextán ára flutt- um við í sumarbústað við Elliðaár, þar sem ætlunin var að ég næði heilsu. Þrátt fyrir þessa búferla- flutninga var ég komin með grass- erandi berkla tveimur árum síðar, og talin smitberi. Ég var send á Vífilsstaðahæli. Þar var ég blásin sem kallað var, og eftir fáein skipti fór mér að batna. Ég var út- skrifuð alheilbrigð eftir fimm mánuði, en alls var ég blásin í sex ár. Á Vífilsstöðum var ég skyndilega stödd á meðal jafningja. Ég var orðin vön því að fólk væri hrætt við mig, en þarna var ég frjáls og þrátt fyrir allt voru þetta ham- ingjudagar ílífi mínu. Ég kynntist mörgu skemmtilegu fólki, þar á meðal Borgari Grímssyni, bróður Stefáns Harðar, og Olgu Óladótt- ur, en við bundumst órjúfanleg- um tryggðaböndum. Að lokinni hælisvist hefði verið eðlilegast að ég tæki upp þráðinn þar sem frá var horfið í myndlist- inni, en á Vífilsstöðum urðu kaflaskipti í lífi mínu. Ég var orð- in önnur manneskja og fann hvorki þörf né löngun til að sinna myndlist. Næsti vetur var mér erfiður, en kynni mín af skáldum urðu mér ómetanleg. Til að mynda kom Hannes Sigfússon mér í tæri við fagurbókmenntir, ekki síst ljóð. Augu mín opnuðust fyrir gildi ljóða, eins þótt þau flyttu ekki endilega þann boðskap sem ég aöhylltist. En auðvitað er ég hrifnust af þeim ljóðum sem sam- rýmast þjóðfélagslegum skoðun- um mínum. Sumarið virtist ætla að verða tíðindalftið — uns draumurinn vitjaði mín: Ég gat spilað á fiðlu! Ég sem vissi varla hvað fiðla var! Hafði til að mynda aldrei séð fiðluleikara við iðju sína. Ég til- kynnti mömmu strax um morg- uninn að ég ætlaði að læra á fiðlu. ,,Er það hljóðfæri?“ spurði hún. Eina snerting mín við tónlist fram að því var sú að þegar ég fór á Víf- ilsstaði gaf pabbi mér gítar til að hafa ofan af fyrir mér. Ég komst fljótt upp á lagið með hann. En gítar skipti mig aldrei miklu máli. Til að gera langa sögu stutta, þá hafði ég einhverja hugmynd um að sonur nágranna okkar lærði á fiðlu. Þessi átta ára drengur, Árni Arinbjarnarson, varð minn fyrsti kennari. Hann varð síðar og er enn einn af máttarstólpum Sin- fóníuhljómsveitarinnar, ásamt því að vera starfandi organisti í Reykjavík. Fyrstu fiðluna mína keypti ég í hljóðfæraverslun Sigríðar Helga- dóttur. Hún var sögð ítölsk en hafði verið hálfan mannsaldur í Kína, í eigu Ólafs Ólafssonar kristniboða, sem spilaði á hana Ljósmynd: Anna FJóla „Mér til lífsframfœris kom mér til hugar að koma á fót hœnsnabúi, sló minn fyrsta víxil og keypti 250 kjúklinga. Seinna bœffi ég varpöndum í búið, seldi egg og átti skítnóga peninga.“ fyrir ,,heiðingjana“. Pabbi, sem allt vildi fyrir mig gera, útvegaði tilskildar 500 krónur, og fiðian var mín. Um þessar mundir umgekkst ég skáldin mikið, var fastagestur á Laugavegi 11, og í slagtogi við ýmsar listaspírur. Einu sinni heimsóttu þeir mig, Kristján Davíðsson, Hannes Sigfússon, Elías Mar og einhver einn enn sem ég man ekki hver var, til að heyra mig spila á gítar. Ég vildi heldur spila á fiðluna, sem varð svo til þess að Kristján ráðlagði mér að sækja um inngöngu í Tónlistar- skólann, en það hafði ekki hvarfl- að að mér. Sjálfur spilaði hann á fiðlu með þessum líka brúsandi tóni. Kristján hafði alltaf hvatt mig til að halda áfram í myndlist- inni, vildi meira að segja skiptast á myndum við mig, en mér fannst það ósanngjarnt, fannst ekki slíkt jafnræði með okkur að mér væri stætt á því. Þessi heimsókn jieirra félaga varð til þess að á tilsettum tíma trommaöi ég í inntökupróf í Tón- listarskólann, sem þá var til húsa íÞjóðleikhúsinu. Þarvoru mættar allar helstu kempurnar okkar, Páll ísólfsson, Heinz Edelstein, Árni Kristjánsson, Björn Ólafsson, Þorvaldur Steingrímsson, Rögn- valdur Sigurjónsson og Victor Urbancic. Þeir ráku upp stór augu J^egar þessi beinasleggja, stór, ljóshærð og skrítin, birtist með þennan líka undarlega námsferil að baki. Ekki vildu jieir hlusta á mig spila, en jæir prófuðu mig í takti og tónhevrn og stóðst ég prófið. Fyrsta veturinn minn í Tónlist- arskólanum var ég hjá Þorvaldi Steingrímssyni, og jíó að ég segi sjálf frá gekk mér ágætlega. Ann- an veturinn minn tók Björn Ólafs- son við sem kennari minn og kenndi mér æ síðan. Það var engu lagi líkt hversu vel hann hlúði að mér. Ég var óstýrilát og skapstór, en hann taldi það til kosta og hafði lúmskt gaman af. Eftir tveggja ára nám var ég komin í nemendahljómsveit með ýmsum séníum úr skólanum, til að mynda lnga Gröndal, Snorra Þorvaldssyni, Jónasi Dagbjarts- syni, Eygló Viktorsdóttur og Val- borgu Þorvaldsdóttur. Erfitt er að lýsa gleði minni jiegar Björn Ólafsson kom að máli við mig síðla sumars 1950 og spurði: „Fröken, mynduð þér ekki hafa áhuga á að koma í Sin- fóníuhljómsveit?" Rétt er að geta þess að áður en Sinfóníuhljóm- sveitin var formlega stofnuð var hér starfandi útvarpshljómsveit um langt skeið. En það er kostnaðarsamt að gera fullorðið fólk út, því þótt ég væri komin í Sinfóníuhljómsveitina var einungis litið á vinnu mína sem þjálfun, sem hún og var. Ég var byrjandi og þess vegna kaup- laus. Mér til lífsframfæris kom mér til hugar að koma á fót hænsnabúi, sló minn fyrsta víxil og keypti 250 kjúklinga. Pabbi kom mér til hjálpar eins og svo oft áður, og í sameiningu smíðuöum við hænsnahús. Seinna bætti ég varpöndum í búið, seldi egg og átti skítnóga peninga. Gat með öðrum orðum borgað skólagjöld, keypt nótur og bækur og stundað myndlistarsýningar og konserta. En þegar stundir liðu fengu nem- endur lítilsháttar laun fyrir vinnu sína. Hænsnahúsið var ekki eina hús- byggingin á mínum vegum. Að- staða til æfinga var slæm heima, þess vegna byggði pabbi seinna lítinn tveggja herbergja íverustað fyrir mig svo að ég gæti æft mig. í fyrstu óperunni sem sett var upp hér á landi, Rigoletto, sat ég á púlti með Inga Gröndal. Þar með urðu örlög mín ekki umflú- in. Égvarðyfirmigástfangin. Ást- in og tilhugalífið áttu eftir að trufla nám mitt mikið. Björn Ólafsson vildi útskrifa mig úr skólanum, en undir það síðasta fóru að koma í ljós ýmsir tækni- legir erfiðleikar vegna jíess hve seint ég byrjaði að spila. Fullnað- arprófi lauk ég jnátt fyrir það eft- ir níu ára nám 1955- Prófverkefni mín voru fiðlu- Herdís 14 ára í Handíðaskólanum „Sumariö virtist œtla að verða tíðindalítið - uns draumurinn vitjaði mín: Ég gat spilað á fiðlu! Eg sem vissi varla hvað fiðla var... Ég hafði einhverja hugmynd um að sonur nágranna okkar lœrði á fiðlu. Þessi átta ára drengur, Árni Arin- bjarnarson, varð minn fyrsti kennari." 21

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.