Vera - 01.02.1990, Side 25
*
*
>>
>
SJÓÐURINN SEM
LÆTUR DRAUMA
KVENNA
RÆTAST ...
Snemma í vetur var stödd hér á
landi Phoebe Muga Asiyo til að
vekja athygli á starfsemi UNIFEM
og hvetja fólk til að styrkja það
starf sem þar fer fram. Hún virðist
hafa haft erindi sem erfiði því á
fjárlögum fyrir árið sem nú er að
hefjast er gert ráð fyrir einnar
milljón króna framlagi til sjóðsins
og 18. desember síðastliðinn var
stofnað styrktarfélag UNIFEM á
íslandi.
Þó viðdvöl Asiyo hafi verið
stutt gaf hún sér tíma til að spjalla
við VERU um UNIFEM, sjálfa sig
og hvað varð til þess að hún hóf
afskipti af málefnum kvenna.
„Þegar ég var að alast upp var yf-
irleitt ekki ætlast til að stúlkur
lærðu annað en það sem viðkom
heimilishaldi, en ég átti tvo bræð-
ur sem gengu í skóla og lærðu þar
m.a. bæði ensku og stærðfræði.
Ég stalst til að lesa lexíurnar
þeirra og fékk að gangast undir
próf. Mér gekk vel, líklega mun
?etur en ella þar sem ég var með
^essu að sanna fyrir sjálfri mér,
:kki síður en öðrum, að konur
»ætu þetta ekki síður en karlar og
agði mig því alla fram. Ég gerðist
œnnari því það var óhugsandi
fyrir konur á þessurn tíma að
menntast til að verða annað en
kennarar eða hjúkrunarkonur.
Móðir mín var ljósmóðir og for-
eldrar mínir voru bæði mjög
hlynnt því að við fengjum mennt-
un, en synirnir gengu fyrir."
Þannig lýsti Phoebe Muga
Asiyo aðstæðum sínum þegar hún
var að alast upp við Viktoriavatn
í Kenya, en í Kenya á hún enn
heimili með eiginmanni sínum þó
25