Vera - 01.02.1990, Side 17

Vera - 01.02.1990, Side 17
ur meiri, þeim mun meir fjarlægj- ast þær kvennahreyfinguna og verða móttækilegri fyrir viðhorf- um karla. Fleiri aðferðir mætti líka nefna eins og t.d. þá að vera stöðugt að hamra á því á vinnustað eða í verkalýðsbaráttu að kröfur kvenna séu ekki aðalatriðið. Kon- ur eru endalaust minntar á að ,,við erum að berjast fyrir okkar sameiginlega brauði". Þetta er beinlínis notað til að lialda jafn- réttiskröfum og áætlunum niðri. Þá vilja karlar ráða því hvenær konur eru , ,öðruvísi‘ ‘ en karlar og hvenær ekki. Þeir segja gjarnan við konur: ,,Ef þú vilt vera jöfn þá getur þú ekki líka verið öðruvísi." En þegar þeim hentar að konur séu ,,öðruvísi“ þá gegnir öðru máli. Ég get nefnt sem dæmi að konur í fyrirtækinu vildu gjarnan halda sérstakan kvennafund um jafnréttisáætlunina en því var harðlega mótmælt af körlunum að þannig væri staðið að málum. Þeir mótmæltu því á þeim rökum að fyrst þarna ætti að ríkja jafn- rétti skyldi eitt yfir alla ganga. Þeir hafa hins vegar aldrei mót- mælt því eða séð neitt athugavert við það að innan fyrirtækisins eru konur skikkaðar til að vera í pilsi sem undirstrikar auövitað að þær eru ,,öðruvísi“. Liður í því að bæta stöðu Cynthla Cockburn „Kvennahreyfinging verður að passa sig á því að einangrast ekki. Hún verður allt- af að taka mið af því að konur eru mismunandi og ein getur ekki talað fyrir allar. Hún þarf að mynda tengsl við alls konar konur með mismunandi bakgrunn.11 kvenna innan fyrirtækisins var að gefa öllum starfsmönnum þess kost á launalausu leyfi frá störfum eftir barnsfæðingu og vissu fyrir því að þeir gætu gengið að sínum gömlu störfum aftur. Þá voru möguleikar á hlutastörfum og vaktavinnu auknir. Það sem gerð- ist hins vegar var að það voru nær eingöngu konur sem notfærðu sér þessa möguleika. Hlutastörf- um fjölgaði og fleiri voru laus- ráðnar en áður, auk þess sem karl- ar notfærðu sér launalausu leyfi mæðranna og ruku upp starfsstig- ann á undan þeim meðan á fríinu stóð.“ En er þetta þá allt saman von- laust? ,,Nei og ég vil ekki að það sem ég segi hljómi eins og einhver áfellisdómur yfir öllum tilraun- um sem gerðar eru til að bæta stöðu kvenna. Ég hef séð alvarleg- ar og árangursríkar tilraunir gerð- ar, sérstaklega innan ramma sveit- arfélaga, sem sanna að það er ým- islegt hægt að gera. Ég skoðaði einu sinni sveitarstjórn þar sem konur höfðu komist til nokkurra valda, og sá þar m.a. gerðar breyt- ingar á félagsmálaþjónustu þann- ig að hún varð mun vinsamlegri konum en áður. Ég hef líka séð breytingar eiga sér stað í verka- lýðsfélagi sem gerðu það að verk- um að konur áttu auðveldar með að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ég held hins vegar að stórfyrirtæki sem á í harðri sam- keppni á markaðnum sé ekki lík- legt til að umbylta valdahlutföll- um kynjanna. Þeim mun fastmót- aðra sem skipulagið er þeim mun erfiðara er að breyta því. Og ein- mitt þess vegna held ég að það sé auðveldast að eiga við samtök og hreyfingar almennings sem vinna að ákveðnum félagslegum mark- miðum. Þar er farvegur fyrir lýð- ræðislega stjórnarhætti og nýjar hugmyndir um vald eða vald- dreifingu. En við megum ekki gefa okkur það að allar konur vilji jafnréttis- áætlanir. Ég held t.d. að 90-95% kvenna vilji ekki það sem kallað hefur verið „jákvæð mismunun" og vilji ekki komast til áhrifa eða embætta út á slíkar áætlanir. Kon- ur vilja jafnstöðu ef það þýðir að þær eru virtar á eigin forsendum. Þær vilja breyta valdi en ekki bara eignast hlutdeild ívaldi karla. Þær vilja almennt minni samkeppni og ekki láta þrýsta sér nauðugum viljugum inn í einhver hlutverk bara vegna jákvæðrar mismunun- ar.“ Ég gat heilshugar tekið undir allt það sem Cynthia sagði um forsendur kvenna en yfir höfðum okkur sveif spurningin, hvað get- um við gert? Hvernig getum við rofið hina lokuðu hringrás sem valdakerfi karla byggist á? Cynthia sagðist ekki hafa neina lausn á takteinum frekar en ég. Það sem máli skipti væri að konur skipulegðu sig sjálfar, beittu sér fyrir lýðræði og valddreifingu og tækju ævinlega afstöðu út frá þeim sem verst eru settar. Þá sagði hún: „Það sem kvennahreyfingin verður líka að passa sig á er að einangrast ekki. Hún verður alltaf að taka mið af því að konur eru mismunandi og ein getur ekki tal- að fyrir allar. Kvennahreyfingin þarf að mynda tengsl við alls kon- ar konur með mismunandi bak- grunn hvort sem hann tengist þjóðfélagsstétt, þjóðerni, kyn- þætti, trúarbrögðum, fötlun, kyn- hegðun eða öðru. Þetta hefur kvennahreyfingunni mistekist t.d. í Bretlandi og það hefur alið af sér mikla tortryggni milli kvenna, þeim til óbætanlegs tjóns. Við verðum að passa okkur á því að tala ekki alltaf um kvennasamstöðuna, það sem konur eigi sameiginlegt, á sama tíma og við lítum framhjá konum, heyrum ekki í þeim eða jafnvel þöggum niður í þeim af því þeirra orð henta ekki okkar hugmynd- um. „En,“ sagði Cynthia og ég læt það verða lokaorð hennar „allar aðgerðir sem konur grípa til gegn karlveldinu veröa að byggja á samtakamætti þeirra og samstöðu. Einstaklingsuppreisn, hvort sem hún er innan fyrirtækis eða fjöl- skyldu, er alltof dýru verði keypt fyrir konuna ef hún á engan stuðning vísan. Nógu hátt er samt það verð sem konur verða að greiða fyrir að vera þær sem þær eru.“ — *sg- 17

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.