Vera - 01.02.1990, Page 30

Vera - 01.02.1990, Page 30
PÓLITÍSKAR ADSTjCDUR EFLA Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn hafa starfað saman af einhug og kappi allt síðasta kjörtímabil. Þó því hafi oft verið haldið á lofti að flokkarnir til vinstri við Sjálfstæðisflokkinn geti ekki unnið saman þá hefur þetta snurðulitla samstarf litla athygli feng- ið frá fjölmiðlum. Og það helsta sem borgarfulltrúarnir sjálfir hafa út á samvinnuna að setja er að persónuleg og pólitísk séreinkenni þeirra hverfi í skuggann fyrir hópnefninu „minni- hlutinn“. Fjárhagsáætlun Rcykjavíkurborgar var lögð fram til fyrri umræðu f borgarstjórn 18. janúar síðastliðinn. Við það tækifæri kusu borgarfull- trúarnir sex sem mynda minnihlutann að tala einni röddu sem svo oft áður og lögðu þeir sameiginlega fram bókun. í henni gagnrýna þeir að rfkidæmi Reykjavfkurborgar sé ausið í glæsihallir og steinsteypubákn á meðan upp- bygging félagslegrar þjónustu, velferð barna og aldraðra og öryggi gangandi vegarenda njóti ekki í sama mæli góðs af framtakssemi og stór- hug meirihluta borgarstjórnar. Þá gagnrýna þeir ólýðræðisleg vinnubrögð Davíðs Odds- sonar borgarstjóra. Aðstöðuleysi og húsnæðishrak Tveimur dögum áður en minniblutinn lagði fram bókun sína sína bittust fulltrúarnir á vinnufundi til að ráða ráðum sínum. — Vertu ekkert að segja frá því hvar við fund- um í kvöld, það gæti farið fyrir brjóstið á ein- hverjum, segir einn þeirra í því að blaðamanni Veru er hleypt inn á fundinn. Vopnaðir vasatölvum hafa fulltrúarnir raðað sér hver í sitt horn, enda eru þeir niðursokknir í að framreikna tölur úr fjárhagsáætluninni til að geta áttað sig á hvernig áætlanir fyrra árs stóðust og hvort einstaka liðir hækka eða lækka í raun. Þeir kvarta yfir að óframreiknaðar tölur villi um og torveldi samanburð á milli ára. Sum- ir liðir eru framreiknaðir að hluta og ganga þarf úr skugga um að hve miklu leyti það hefur verið gert. Karp um hvað vísitölu eigi að nota rýfur vinnufriðinn um stund. — Er nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar borgar- búa eyði tíma sínum í svona handavinnu? Til hvers eru embættismennirnir? — Embættismennirnir gefa okkur í minni- hlutanum iðulega þau svör að þeir hafi ekki tíma til að veita okkur þessa þjónustu eða að biðin eftir svörunum verði of löng, enda eru þeir sjálfir á kafi í vinnu við fjárhagsáætlunina, segir Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins. Sá tími sem við höfum til að skoða fjárhagsáætlunina, móta viðbrögð okkar og semja okkar breytingartillögur er af skorn- um skammti. Raunverulega þyrftum við að eiga greiðan aðgang að þeim starfsmönnum borgar- innar sem eru vel að sér í gerð fjárhagsáætlun- arinnar í einn dag eða eina helgi, en fyrir því er ekkert hugsað. Embættismannakerfið er því miður ekki aðgengilegt fyrir okkur á þeim tíma sem við helst þurfum á því að halda, segir hún. Eina aðstaðan sem borgin veitir minnihlutan- um er eitt lítið herbergi í skrifstofuhúsnæði borgarinnar á horni Austurstrætis og Pósthús- strætis. Þetta herbergi er ætlað þeim öllum sam- eiginlega. Þar er útilokað að funda og því verða fulltrúarnir að hittast ýmist á heimilum hvers annars eða í húsnæði sem til fellur. — Við höfum ekki einu sinni reiknivél, held- ur Sigrún áfram. Við báðum um reiknnivél fyrir tveim árum og fengum eina sem væri best geymd á Árbæjarsafni. Gamalt gargan með sveif, segir Sigrún og sýnir með handsveiflu hvaða möguleika vélin hefur. — Stendur ykkar aðstaða til bóta með nýja ráðhúsinu? — Okkur er ekki ætlað að fá þar inni. Borgar- stjóri hefur sagt að við fáum afnot al' húsnæði skólaskrifstofu Reykjavíkur í Tjarnargötu 12 en það á alveg eftir að koma í ljós. Nei, ráðhúsið er ekki ætlað minnihlutanum. Strákatillögur og stelputillögur Fyrir fundinum liggja tvær tillögur að bókun minnihlutans. Borgarfulltrúarnir kalla þær ,,stelputillöguna“ og „strákatillöguna". Þær eru efnislega samhljóða. Stíll strákanna þykir hvassari og beinskeyttari og eftir að allir hafa lagt í púkk með minniháttar breytingar á strákatillögunni er hún samþykkt samhljóða. Stelpurnar eru þær Elín G. Olafsdóttir frá Kvennalista, Sigrún Magnúsdóttir Framsóknar- flokki og Kristín Ólafsdóttir og Guðrún Ágústs- dóttir, báðar frá Alþýðubandalagi. Strákarnir eru þeir Sigurjón Pétursson Al- þýðubandalagi og Bjarni P. Magnússon Alþýðu- 30

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.