Vera - 01.02.1990, Side 5

Vera - 01.02.1990, Side 5
HÉÐAN OG ÞAÐAIV OLETTA TIL SÖLU Ollu finna þeir upp á í henni Ameríku eða voru það þær sem voru að verki í þetta sinn? Fyrir 545 dollara getur þú keypt þér óléttuupplifun — mekaníska þáttinn. Þú færð bol með þungum brjóstum og vatnsfylltum óléttukvið ásamt fjölmörgum fylgihlutum m.a. mótor sem sparkar, bandi til að reyra þétt undir bringuspalirn- ar og ná þannig fram and- þyngslunum, og öðru bandi með belg sem á að binda fast um kviðarholið neðarlega og þrengja þannig að þvagblöðr- unni og kalla með því fram tíð þvaglát. Til að gera búnaðinn raun- verulegri má hugsa sér að hon- um fylgdu brjóstsviðapillur (takist inn tvo síðustu mánuð- ina eða svo), ógleðipillur (til inntöku a.m.k. fjóra fyrstu mánuðina, alla morgna!) og ef til vill nokkrar geðpillur: þunglyndis-, viðkvæmnis-, til- hlökkunar- og spennupillur til að grípa til á ótrúlegustu tím- um alla níu mánuðina. Not- kunin á pillunum þyrfti að stjórnast af ósjálfráða tauga- kerfinu fremur en því sjálfráða til að ná fram sem bestri eftir- líkingu. En á því hljóta þeir í henni Ameríku að finna lausn. En sumsé; beltið og mekan- ísku fylgihlutirnir eru fáanleg- ir og samkvæmt áreiðanlegum fréttum hefur það haft ,,góð“ áhrif á karla og unglinga að reyna það á eigin kroppi hvernig það er að ganga með barn. Karlarnir skilja betur konur sím»r og unglingarnir átta sig á að auglýsingaímynd- in af sælubrosandi vel til hafðri verðandi móður er kannske ekki endilega rétta myndin. S.L.B. LESEIVDABREF AUOLÝSINO SEM MEIÐIR Meðfylgjandi úrklippu fékk VERA senda frá konu sem býr á Suðurlandi. Sagðist hún hafa rekist á þessa auglýsingu í ,,lokalblaði“ sínu, Dagskránni sem gefin er út á Selfossi. Birt- ist hún í blaðinu í nóvember s.l. Sjálfsagt er þarna um ein- hvern ,,lokalbrandara“ að ræða en þeir sem fyrir honurn standa eru greinilega með heilabúið — og þar með kímnigáfuna — milli fótanna. Slík vansköpun skerðir auðvit- að þroskamöguleika þeirra og er til lítils að gera sörnu kröfur til þeirra og annarra. Ööru máli gegnir um ritstjórn Dag- skrárinnar. Hvernig sem heila- Blómahopnið Austurvegi 21, Selfossi - Sími 21712 Gjafvaxta stúlkur Suðurlandi Hef ákveðið vegna fjölda fyrirspurna að opna nuddstofu að Dísastöðum í Sandvíkurhreppi. Ég verð með slökunarnudd og fótsnyrtingu, hef að vísu ekkert próf í faginu en er afskaplega nærgætinn og fer jafnan mjúkum höndum um stúlkur. Veiti enga afslætti en gæti hugsað mér greiðslur í ýmsu formi! Pen- ingar sem sllkir hafa aldrei heillað mig. Einnig tilvalið fyrir eldri konur, er sérfræðingur I inngrónum nöglum. Pantið tima i sima 21067 eða litiö í heimsókn á Dísastaöi. Hannes Ottesen. búi hennar er farið þá verður hún að axla pá ábyrgð sem blaðaútgáfu fylgir. í þeirri ábyrgö felst nt.a. aö fara að lög- um — líka jafnréttislögum. Þessi auglýsing meiðir konur og á engan rétt á sér. — isg. ATHUGASEMD FRÁ VERU Þó harkið sé mikið á auglýs- ingamarkaðnum þá hefur VERA engu að síður fylgt þeirri stefnu að birta ekki auglýsingar sem misbjóða konum á einhvern hátt eða ala á kynjafordómum. í síð- asta tölublaði birtist auglýs- ing um litlu Ponyhestana og í texta með henni var ein- göngu höfðað til stelpna. VERU-konur þekkja það af eigin raun að margir litlir strákar hafa líka garnan af Ponyhestunum og er engin ástæða til að koma jieirri hugmynd inn hjá þeim eða foreldrum þeirra að slíkt samræmist ekki kynhlut- verki þeirra. Því miður fór texti auglýsingarinnar framhjá okkur sem berum ábyrgð á blaðinu og biðj- umst við velvirðingar á J^essum mistökum. Án efa hefðum við fengið textan- um breytt í góðri samvinnu við auglýsandann. 5

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.