Vera - 01.02.1990, Page 38
Eva Luna
Isabel Allende
Þýðandi: Tómas R.
Einarsson
Mál og Menning, 1989
Ný bók eftir Isabel Allende, í ís-
lenskri þýðingu, er gleðifregn í
augum þeirra sem vilja stíga inn í
framandi veröld og njóta góðrar
sögu. Því þessi rithöfundur segir
góðar sögur sem spinna sig áfram
eins og sjálfkrafa, að áliti lesand-
ans sem hér skrifar, og þótt ýms-
um sögum fari fram samtímis
stefna þær allar að sama punkti og
fléttast saman að lokum.
Líf Evu Lunu kviknaði þegar
móðir hennar bjargaði indíána af
Luna-ættflokknum frá bráðum
bana slöngubits með blíðu sinni.
Hún gaf nýfæddri dóttur sinni
nafnið Eva til þess að hana myndi
ekki skorta lífslöngun. Og Eva átti
svo sannarlega eftir að þurfa á
henni að halda.
Sagan hefst á sögu móður henn-
ar, Consuelo, sem kom skríðandi
alls nakin og skitug á fund trúboða
sem ólu hana upp þar til þeim
fannst kominn tími til að senda
hana í klaustur. Með dyggri aðstoð
ímyndunaraflsins lifði frumskóga-
barnið af innilokun klausturveggj-
anna og síðar vistina hjá prófess-
ornum með sín einstæðu læknis-
störf. í húsi hans fæddist Eva
Luna. Fregnir af því sem gerðist
utan hússins trufluðu ekki þá sem
þar bjuggu og virðist Eva lítið hafa
þurft á heimsviðburðum að halda
á meðan hún naut óþrjótandi
sagna móður sinnar og bóka pró-
fessorsins sem opnuðust á kvöldin
og hleyptu persónununt út svo
þær mættu lenda í nýjum og nýj-
um ævintýrum. En Eva var ekki
lengi í Paradís. Eitt jólakvöldið
þegar hún var á sjöunda aldursári
stóð kjúklingabein fast í hálsi
móður hennar og lést hún
skömmu síðar. Eftir það var hún í
umsjá guðmóður sinnar og stytti
karlægum prófessornum stund-
irnar uns hann lést. Við lát hans
hrundi sá heimur sem hún hafði
lifað í, frjáls og örugg. Þá gat guð-
móðir hennar ekki séð um hana
lengur, þá var hún orðin stór, átti
að fara að vinna og fá kaup og
verða sterk, því þannig á það að
vera, sagði guðmóðirin. Eva Luna
var sjö ára.
Á meðan á þessum kafla í lífi
Evu Lunu stóð ólst upp í Austur-
ríki lítill drengur, Rolf Carlé, átta
árum eldri en hún. Uppvaxtarsaga
hans er scigð í öðrum kafla bókar-
innar og lýkur þeim kafla á vísun
til þess að einhvern tr'ma löngu
seinna eigi líf þeirra tveggja eftir
að fléttast saman. Framan af bók-
inni er saga þeirra sögci til skiptis
án þess þó að leiðir þeirra liggi
saman. Þannig hjálpar saga Rolfs
til j^ess að halda athygli lesandans
óskertri því þó að líf Evu sé auð-
ugra en margra að forvitnilegum
persónum og atburðum, og í raun-
inni nægur efniviður í sögu, Rolf-
laust, eykur biðin eftir því ac5 hann
gangi inn í líf hennar enn á eftir-
væntingu lesandans. Hún ruglar
líka aðra ástarsögu Evu og vekur
lesandanum ýmsar hugsanir, ekki
bara um ástina heldur einnig um
uppreisnir og örlög þeirra sem
taka að sér hreingerningar í samfé-
laginu, auk þess sem hún undirbýr
rómantískan endi og trú á sam-
band tveggja elskenda rnitt í allri
ringulreiclinni.
Eva merkir líf segir mamma
hennar og líf hennar er viðburða-
ríkt. Sjö ára gömul er hún ráðin í
vist og fær kaup sem guðmóðirin
sækir tvisvar í mánuði. Sagan
greinir líka frá lífi hennar ctg
óblíðum örlögum. í vistinni leitar
Eva Luna skjóls undir verndar-
væng eldabuskunnar Elvíru ctg
þótt leiðir þeirra skilji þegar Eva
er rekin úr vistinni finna þær hvor
aðra síðar með ævintýralegum
hætti.
í millitíðinni flýr F.va húsmóður
sína og kynnist götustráknum
Huberto Naranjo. Hann tilkynnti
henni strax að hann væri ekki með
stelpum en bauð henni svo vin-
áttu sína fyrir söguna sem hún
sagði honum. Það var hvorki í
fyrsta né síðasta sinn sem hún
gladdi einhvern mee) sögum sín-
um eða bjargaði sjálfri sér, því hún
fékk sagnagáfuna — eða eigunt
við að segja sagnarandann — að
erfclum frá móður sinni.
Þegar Eva lenti svo á gcötunni
öðru sinni kom Huberto Naranjo
henni fyrir í húsi gleðinnar þar
sem hún dvaldi ígóðu yfirlæti uns
Uppreisn hóranna batt enda á
dvöl hennar þar. Eftir j">að var gat-
an heimili hennar dögum saman
eða þar til tyrkneskur kaupmatlur
tc'tk hana upp af götu sinni og fór
með hana í jiorpið sitt þar sem
hún átti að veita konu hans félags-
skap, vera henni eins konar dóttir.
Mörgunt árum seinna kvaddi hún
tyrkjann með söknuði ástfanginn-
ar konu.
Og Eva byrjar nýtt líf, kynnist
nýju fólki og endurnýjar gömul
kynni. Hún hittir Huberto
Naranjo aftur og upp frá því snýst
Iíf hennar um heimsóknir hans.
En það gerist ýmislegt fleira og
Eva Luna blandast inn í ýmsa at-
burði. Hún hittir klæðskiptinginn
Melecio úr húsi gleðinnar sem nú
er kynskiptingurinn Mímí og
fleira fólk sem allt er einstakt á
sinn hátt en jx') jafnframt kunnug-
legt stundunt.
í þessari bók leiöir Isabel
Allende lesandann inn í töfrandi
veröld sem á hverja hans taug og
j)að reyndist undirritaðri erfitt að
leggja bókina frá sér fyrr en síð-
asta blaðsíðan var lesin. Þýðingin
þótti mér afar læsileg, án þess að
hafa þá nauðsynlegu forsendu til
að dæma hana: að geta lesið frum-
textann. Eitt orð fór þó í taugarnar
á mér þegar sagt var frá dansmeyj-
um sem skóku sig í löngum röðum
eftir kúbönskum og jamaískum
„ryþmum". Mér fannst einhvern
veginn ae) í stað ,,ryþma“ hefcli
mátt nota orðiel ,,hljómfall“.
Kannski eru taugar mínar bara
svona viðkvæmar. Og ég lét þetta
eina orci heldur ekki skemma fyrir
mér auðugan ævintýraheim Evu
Lunu.
Sonja B. Jónsdóttir.
Ég og lífiö
Guörún Ásmundsdóttir
Inga Huld Hákonardóttir
Vaka—Helgafell, 1989
Það hefur víst örugglega ekki fáricl
framhjá neinum að ævisögur eru
tískuvarningur og eins og gildir
um annan tískuvarning eiga þær á
hættu að úreldast næstum því jafn-
óðum og þær eru settar á markað,
því eins og frómur maður sagc>i:
„Tískan er svo hallærisleg aö það
verc>ur að breyta henni á j)riggja
mánaða fresti.“ í slíkum varningi
er glingric’i og prjálið ríkjandi og
vinnubrögðin flaustursleg. Ég
ætla þc') ekki að halda því fram aö
glingur og prjál, eða eintóm yfir-
borðsmennskan, einkenni bókina
um Guðrúnu Ásmundsdóttur.
Þvert á mc')ti: Gucirún virðist segja
sögu sína af fyllstu einlægni. En
vinnubrögðin eru svo flaustursleg
að lesandinn fer ósjálfrátt að velta
j)ví fyrir sér hver J)eirra sem stóðu
að útgáfu bókarinnar hafi ætlaci að
ná sér í skjótfenginn pening.
Skyldi það vera blessaður bókaút-
gefandinn, eru bókaútgefendur
ekki alltaf að tala um hvac'i útgáfan
sé erfið? Spyr sá sem ekki veit.
í eins konar formála að bókinni
skýrir ævisöguritarinn form frá-
sagnarinnar. „Gunna segir: Mig
Prentmn
stórt
sem
smátt
PRENTBERG HF
AUÐBREKKU 4
200 KOPAVOGI S/M/ 45333
38