Vera - 01.02.1990, Blaðsíða 16
hefðbundna hlutverk. Ég hef í
sjálfu sér ekki skoðað þetta, en
engu að síður get ég á mínu
áhugasviði, sem er vinnustaður-
inn, séð ákveðin dæmi um við-
brögð karla við aukinni út-
breiðslu kvennapólitískra hug-
mynda. Ef jafnréttisáætlun er í
gangi í tilteknu fyrirtæki þá sjá
karlmenn gjarnan kvenfrelsis-
konuna holdi klædda í jafnréttis-
ráðgjafanum. Þessi afstaða er líka
heimfærð upp á þær konur sem
sækjast eftir því að komast áfram
innan fyrirtækisins, óháð því
hvort þær hafa hana eða ekki.
Þetta er bara lítið brot úr þeirri
mynd sem sýnir okkur hvernig
samfélag karla bregst við kvenna-
baráttu tveggja undangenginna
áratuga."
Og hvernig er svo sú mynd
spurði ég Cynthiu, rétt eins og
hún væri við blasandi? Ef svo væri
þyrfti tæpast rannsóknir eins og
þær sem Cynthia vinnur að enda
sagði hún ,,pú ha“, hallaði sér aft-
ur á bak í stólnum og tók um enn-
ið., ,Jæja,‘ ‘ sagði hún íþeim tón að
ætla mátti að nú hæfist löng og
flókin saga, og bætti svo við:
„Mér finnst sumir karlmenn vera
mjög hjálpsamir, veita konum
góðan stuðning og gera sitt besta.
Þetta er satt,“ sagði hún, rétt eins
og hún væri því vönust að þessari
staðhæfingu væri mótmælt. ,,Ég
hefði átt að segja þetta í erindinu
mínu en ég gerði það ekki.
Ég get tekið sem dæmi forstjór-
ann í því fyrirtæki sem ég hef ver-
ið að skoða. Hugmyndin um jafn-
réttisáætlunina kom upphaflega
frá honum og mér finnst hann
gera sitt besta til að hrinda henni
í framkvæmd og breyta fyrirtæk-
inu, en auðvitað á hann þar í
höggi við valdakerfi karla sem
hann hefur ekki nema takmark-
aða stjórn á. Hann verður að
reyna að vinna þetta verk í sæmi-
legri sátt við alla viðkomandi og
það felur líka í sér sátt við stjórn
fyrirtækisins sem er skipuð körl-
um. Viðbrögð annarra karlmanna
x fyrirtækinu við áætluninni hafa
dálítið mótast af því hvar þeir eru
sjálfir staddir. Karlar sem vinna
við lögfræðideild fyrirtækisins
hafa fyrst og fremst áhyggjur af
því að ekki sé farið að lögum og
vilja ekki að fyrirtækið taki neina
áhættu. Þeir sem vinna í starfs-
mannahaldinu vilja að stöðuveit-
ingar taki fyrst og sfðast mið af
16
menntun og starfsreynslu og eru
ekki sáttir við að þær séu vilhallar
konum. Þeir sem stjórna flutning-
unum vilja helst ekkert jafnrétti
heldur fá að notast við karla hér
eftir sem hingað til. Þó sumir séu
hlynntari jafnréttisáætluninni en
aðrir þá virðast þeir allir sammála
um að hún geti ekki orðið víðtæk-
ari en hún er þ.e.a.s. þeir vilja ekki
gefa færi á neinum umræðum um
að breyta eðli vinnunnar, breyta
eðli valdsins, tengslum vinnu og
heimilis, tengslum karla og vinnu
o.s.frv. Þessar umræður vekja
engan áhuga. En þó skoðanir séu
skiptar innan fyrirtækisins um
ágæti áætlunarinnar, þá verður
því ekki á móti mælt að vegna
hennar hefur fyrirtækið á sér
mjög gott orð og það hefur fengið
mikla ókeypis auglýsingu út á
hana.“
En hvað með þá karla sem eru
almennir launamenn í fyrirtæk-
inu og eiga enga aðild að stjórn
þess, hver eru þeirra viðbrögð?
Cynthia sagðist reyndar ekki
hafa rannsakað það sérstaklega en
viðbrögð þeirra væru einstakl-
ingsbundin eins og hinna sem
stjórna. „Sumir eru mjög opnir
fyrir breytingum og sjá í því
ákveðin lífsgæði fyrir sig að breyt-
ing verði á samskiptum og stöðu
kynjanna. En í þessum hópi eru
líka karlar sem eru óhugnanlega
fordómafullir gagnvart konum.
Þeir lifa einfaldlega lífi þar sem
vald þeirra sem karlmanna er
aldrei dregið í efa og þeir líta
hreinlega á konur sem eitthvað
holdlegt og fremur ógeðfellt.“
Það sem mér datt helst í hug
þegar ég velti fyrir mér viðbrögð-
um karlanna var að þeim mun of-
ar sem dregur í valdapýramídanu-
m, þeim mun frekar telji karlar sig
„hafa efni á“ að vera umburðar-
lyndir og jafnvel jákvæðir gagn-
vart jafnréttisáætlunum. Þeirsem
eru á toppnum hafi engu að tapa,
þeir sem eru fyrir miðju missi
hugsanlega af stöðuhækkun en
þeir á gólfinu skynji einhverja
hættu á því að missa vinnuna.
Þetta kemur kannski heim og
saman við það að í því fyrirtæki
sem Cynthia rannsakaði, þrefald-
aðist fjöldi kvenna í miðju og efri
lögum fyrirtækisins fyrstu þrjú ár-
in. Sjálfur toppurinn var ósnort-
inn og ekki fylgir sögunni hvað
gerðist með gólfið. Ég bar þessa
kenningu mína undir Cynthiu.
„Hugmyndin um
jafnréttisáœtlunina
kom upphaflega frá
forstjóranum og mér
finnst hann gera sitt
besta til aö hrinda
henni í framkvœmd,
en auðvitað á hann
þar í höggi við
valdakerfi karla sem
hann hefur ekki
nema takmarkaða
stjórn á.“
„Nýju tœknikratarn-
ir viija að konur séu
„kynferðislega
frjálsar11. í þeirra
augum felst jafnrétt-
ið í því að konur
kippi sér ekki við tví-
rœðar sögur og
brandara þó hvort
tveggja sé sagt á
kostnað kvenna.11
„Já en það er ekki víst að það
gildi um allar jafnréttisáætlanir.
Það fer eftir því hversu víðtækar
þær eru. Ef þær miða aðeins að
því að koma fleiri konum í deild-
arstjórastöður þá eru það bara
karlar í millistöðum sem verða
fyrir barðinu á þeim. Þegar nær
dregur toppnum fara karlar þar að
skynja aukið vald kvenna sem
ógnun við sig líka. Og ég held satt
að segja að það sé að ágerast. Ég
held líka að konur verði fyrir
meiri áreitni af hálfu þeirra sem
völdin hafa en margur telur og
það má segja að það sé liður í því
að hafa ákveðna stjórn á hegðun
kvenna. Halda þeim við efnið.“
En svo hreyft sé við þeirri spurn-
ingu sem vikið var að í upphafi
þessa viðtals, þ.e. hvort og þá
hvernig karlveldið endurfram-
leiði sjálft sig, þá var enginn efi í
huga Cynthiu um að svo væri. En
með hvaða aðferðum þá? Hún
nefndi ýmsar og minntist t.d. á
það sem ég vil kalla kynferðislega
stjórnarhætti, þ.e. þegar kynferð-
ið er notað sem stjórntæki. Kyn-
ferði karla á að stjórna, kynferði
kvenna að lúta stjórn. „Konur
geta ekki verið kynverur á eigin
forsendum. Vilji þær ná áfrarn 1'
atvinnulífinu verða þær að halda
kynferði sínu niðri. Það er vissu-
lega liðin tíð að karlar umgangist
konur eins og framandi verur —
gömlu gentilmennirnir sem opn-
uðu hurðir, hjálpuðu konum í
yfirhafnir og töldu að þær ættu að
vera heima og gæta bús og barna
eru óðum að hverfa. En í staðinn
eru komnir nýju tæknikratarnir
sem vilja að konur séu „kynferð-
islega frjálsar“. í þeirra augum
felst jafnréttið í því að konur
kippi sér ekki upp við tvíræðar
sögur og brandara þó hvort
tveggja sé sagt á kostnað kvenna.
Þær sem bregðast illa við slíku eru
stimplaðar leiðinlegar og gamal-
dags. Þeir vilja ákveða hvernig
konur eigi að vera og móta af-
stöðu þeirra til sjálfra sín. Karlar
nota t.d. hugtakið „kvenréttinda-
kona“ (les: rauðsokka) á nei-
kvæðan og móðgandi máta og
þ.a.l. þora margar konur ekki að
Iýsa því yfir að þær séu fylgjandi
kvennabaráttu. En á móti má líka
segja að konur láti allt of mikið
stjórna viðhorfum sínum, þær
gefast upp. Mín reynsla er líka sú
að eftir því sem frami þeirra verð-