Vera - 01.02.1990, Blaðsíða 39

Vera - 01.02.1990, Blaðsíða 39
langar svo að hafa einhver samtöl. '’kki að ég sitji alltaf eins og trúuð kona og með sjal að úthella visku niinni." Þessa löngun Guðrúnar finnst mér að þær hefðu mátt ræða betur og skoða kosti og galla formsins. Að mínu viti trufla inn- skot ævisöguritarans frásögn Guð- fúnar, sérstaklega sögurnar af því hvað þær hafi verið uppteknar, sjaldan haft tíma til að hittast og vinna almennilega. Guðrún hafi talað inn á segulband, þær hafi tal- að saman í síma og farið saman út að viðra tfkina Söndru. Hvers vegna í ósköpunum biðu þær þá ekki eftir því að tími gæfist til þess að vinna bókina skikkanlega? Guðrún er enn á besta aldri, en þar sem það er engin trygging fyrir meiri tíma seinna, hugsar maður sem svo að það hefði verið óvit- laust að byrja rólega að ,,safna“ efninu og gefa það svo út þegar svo vel hefði verið að verki staðið að ekki þyrfti að afsaka tímahrak- ið á annarri hverri blaðsíðu. Og svo eru það samtalsbrotin. Mér fannst þau hindra eðlilegt flæði frásagnarinnar, til dæmis samtalsbrotið um unga fólkið og hjónabandið og hlutverkaleikinn. Kannski eru þetta bara tiktúrur í mér, kannski er ég bara þreytt á þessari umræðu eða þreytt á leikn- um — nenia hvort tveggja sé ... En án gríns: Ég les ævisögur vegna þess að mér þykir manneskjan sem á viðkomandi ævi á einhvern hátt athyglisverð og fæ nóg af því forrni, sem er á þessari bók, í tíma- riturn og spjallþáttum plássfreks fjölmiðlafólks. Og nóg um það. Saga Guðrúnar er vissulega athyglisverð svo langt sem hún nær. Guðrún segir hrein- skilnislega frá lífi sínu og virðist ekki draga rnikið undan, hvorki góðar né sárar stundir. Og það finnst mér einmitt vera styrkur frásagnarinnar. Einhvern tíma eig- um við öll slíkar stundir þótt það tíðkist ekki í okkar samfélagi að hafa hátt um það sem særir okkur. Guðrún segir lfka frá því hvernig hún vann úr sínum sárasta vanda, hún leitaði sér hjálpar og ég held að margir gætu lært af því. Stund- um vaxa erfiðleikarnir okkur svo yfir höfuð að við þurfum hjálp til þess að sjá smáskímu í svartnætt- inu en það eru ekki allir tilbúnir til að sækja hjálpina. Guðrún er nógu stór til þess. Frásögn Guörúnar af barnæsku sinni snart mig líka, leitin að per- sónu móður sinnar, lífið með pabbanum og bróðurnum og leik- húsið á Laugaveginum. Guðrún var greinilega einbeitt lítil stúlka og vissi fljótt hvað hún vildi. Leik- húsið er líka spennandi heimur að skyggnast inn í og frásögnin af Göggu I.und og viðhorfi hennar til listarinnar og listamannsins er yndisleg. Trúin skipar stctran sess í huga Guðrúnar og fróðlegt er að lesa um það hvernig trú hennar þróaðist og bænirnar breyttust. Saga Guðrúnar Ásmundsdóttur er sem betur fer ekki hefðbundin afrekaskrá. Mér virðist hún vera sagan um það sem mestu máli skiptir í lífi hennar og það sem — þegar á öllu er á botninn hvolft — skiptir mestu máli í lífi okkar allra. Mér virðist hún segja sögu sína af hjartans einlægni og samkvæmt því er hún vissulega manneskja sem vert er að kynnast. Sonja B. Jónsdóttir. LEIÐRÉTTING í viðtali við Rögnu Stein- unni Eyjólfsdóttir í 4. tbl. VERU varð henni það á að rugla saman þeirn stöllum Helgu Sigurjónsdóttur og Ólafsdóttur. Segir hún í við- talinu frá Rauðsokkufund- um vestur íbæ í kjallaranum hjá Helgu Sigurjóns en átti þar við Helgu Ólfsdóttur. Eru lesendur og þær sem málið snertir beðnar vel- virðingar á þessu. ATH. Áskrifendunt Veru er bent á að nú er hægt að greiða áskrift blaðsins með greiðslukortum — Visa—Eurocard—Samkort. Hringið í síma 22188 og fáið nánari upplýsingar. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS ÁSKRIFTARTÓNLEIKAR - SÍÐARA MISSERI ÁSKRIFTARTÓNLEIKAR 8. febrúar Stjórnandi: Osmo Vanska Einleikari: Martial Nardeau, flauta Mozart: Posthorn Serenade Porkell Sigurbjörnsson: Tilbrigdi um silfur Sibelius: Tapiola ÁSKRIFTAKTÓNLEIKAR 5. apríl Stjórnandi: Eri Klas Einsöngvari: Jaakko Ryhánen, bassi Arvo Párt: I minningu B. Brittens Sjostakovitsj: Sinfónía nr. 13, Babi Jar Eduard Tubin: Sinfónía nr. 5 ÁSKKIFTARTÓNLEIKAR ÁSKRIFTAKTÓNLEIKAR 22. febrúar 26. apríl Stjórnandi: James Lockhart Stjórnandi: Karsten Andersen Einleikari: Selma Gudmundsdóttir, píanó Einleikari: Arnaldur Arnarson, gítar Khatsaturian: Píanókonsert Páll P. Pálsson: Konsert fyrir hljómsveit Schubert: Sinfónía í C-dúr nr. 9 Rodrigo: Concierto de Aranjuez ÁSKRIFTARTÓNLEIKAR ÁSKRIFTARTÓNLEIKAR 33. mars 3. maí Stjórnandi: Petri Sakari Stjórnandi: Jorma Panula Einleikari: Arto Noras Einleikari: Matti Raekallio, píanó Sibelíus: Náttreið og sólaruppkoma Sibelius: En Saga Haydn: Sellókonsert í C-dúr Prokofieff: Píanókonsert nr. 5 Sallinen: Sellókonsert nr. 2 Tsjajkovskij: Sinfonía nr. 4 Ravel: Rhapsody Espagnol ÁSKKIFTARTÓNLEIKAR ÁSKRIFTARTÓNLEIKAK 29. mars 17. maí Stjórnandi: Páll P. Pálsson Stjórnandi: Petri Sakari Einleikari: Ernst Kovacic, fiðla Puccini: Óperan Turandot Sibelius: Oceanides Hindemith: Metamorphosen Brahms: Fiðlukonsert TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Á ÞÁ TÓNLEIKA SEM ÞIÐ VILJIÐ HLUSTAÁ GIMLI, Læjargötu 3 sími 91-62 22 55 TÓNLEIKAR UTAN ÁSKRIFTAR 9. mars Afmælistónleikar Stjórnandi: Petri Sakari Einsöngvarar: Signý Sæmundsdóttir, sópran, Rannveig Bragadóttir, mezzósópran Kór: Kór íslensku óperunnar Jón Nordal: Nýtt verk Mahler: Sinfónía nr. 2 TÓNLEIKAR UTAN ÁSKRIFTAR 20. apríl Stjórnandi: Muit>' Sidlin Einsöngvarar: J.J. Leeds, sópran, og James Javore, bariton Verk eftir John Williams, George Gershwin, Aaron Copland, Sondheim/Knight, Leigh/Hayman, Cole Porter og Rogers/Hammerstein Opið alla virka daga frá kl. 9-17

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.