Vera - 01.02.1990, Síða 15

Vera - 01.02.1990, Síða 15
Ljósmynd: L. Gabrielsen K • A* R* L-M-E-N *N*I*R*N*I*R ERU ÞEIR VANDAMÁLIÐ? Cynthia Cockburn rannsakar karlmenn og viöbrögö þeirra viö kvennabaróttu. En hvers vegna? „Vegna þess aö mér viröist sem þeir séu meginvandamáliö." Ein af þeim sem hélt erindi á loka- ráðstefnu Bryt-verkefnisins var Cynthia Cockburn frá Bretlandi sem um nokkurt skeið hefur rannsakað viðbrögð karla í verka- lýðshreyfingunni og á vinnustöð- um við sérstökum aðgerðum í þágu kvenna. í erindinu ræddi hún sérstaklega um rannsóknir sínar á bresku stórfyrirtæki sem hefur hrint af stað áætlun um að fjölga konum og svörtum í stjórn- unarstöðum. Þetta tiltekna fyrir- tæki rekur keðju af stórverslunum um allt Bretland og er með 30.000 manns í vinnu. Viðfangs- efni Cynthiu var ekki síst að nota þetta tiltekna dæmi til að skoða hvort og hvernig karlveldið end- urframleiðir sjálft sig þrátt fyrir atlögur gegn því. Ekki beinlínis uppörvandi rannsóknarefni! En hvers vegna valdi hún það og að hverju hefur hún komist? Eru atlögurnar fyrirfram vonlaus- ar? Blasir kannski við okkur — eins og ágæt kona orðaði það — ,,að í hvert skipti sem við konur teljum okkur hafa fundið lykilinn að jafnréttinu er skipt um skrá.“ VERA ræddi þetta og sitthvað fleira við hana og birtist sumt af því hér. En bara sumt því allt sem okkur fór á milli á ekki erindi við lesendur af þeirri einföldu ástæðu, að Cynthia var sjálf svo spurul að hlutverk snerust stund- um við, hún spurði og útsendari VERU sat fyrir svörum. Cynthia, sem er menntuð sem prentari, á að baki tuttugu ára feril við rannsóknir á ýmsum félags- legum þáttum en undanfarin níu ár hefur hún fyrst og fremst feng- ist við að skoða karlmenn og við- brögð þeirra. Hvers vegna? „Vegna þess að mér virðist sem þeir séu meginvandamálið" sagði hún og við hlóum báðar samsær- ishlátri. ,,Hér í eina tíð var ég sannfærður sósíalisti og fyrir mér voru stjórnmál stéttastjórnmál og stéttaskiptingin sú aðgreining í lxfinu sem mestu máli skipti. Mér, eins og öllum öðruiti, varð það ljóst á áttunda áratugnum að þessi kenning gekk ekki upp, hún dugði ekki. Það var t.d. alls ekki hægt að nota kenningar um stétta- samstöðu til að útskýra aðgerðir karlmanna í prentiðnaðinum á þeim tíma. Þeir voru í raun og veru að berja á konum sinnar eig- in stéttar með því að láta það við- gangast að þeim væri sagt upp störfum og fengju ekki þau störf sem voru á lausu. Þá var ég sjálf að læra prentiðn og ég fékk að finna fyrir því að það væri ekki vel séð að ég tæki með þessu móti vinnu frá karlmanni. Þetta varð til þess að ég fór að leita að öðru valda- kerfi sem væri að verki. Ég held að með nýju kvenna- hreyfingunni hafi runnið upp nýtt skeið í tengslum og samskipt- um kynjanna og að við þurfum að velta ákveðnum hlutum fyrir okk- ur í því sambandi. Sumar konur segja að aukið ofbeldi gegn kon- um hafi einkennt þetta skeið og ef svo er gæti það átt sér rætur í djúpstæðri reiði hjá körlum yfir því að konur vilji ekki leika sitt 15

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.