Vera - 01.02.1990, Blaðsíða 35

Vera - 01.02.1990, Blaðsíða 35
Lífsbók Laufeyjar Höfundur: Ragnheiöur DavTösdóttir Útgefandi: Frjólst framtak 1989. Það er búið að skrifa bók um hana Laufeyju — ömmu í Grjótaþorpi. Það finnst kannske einhverjum að ekki sé eyðandi í hana pappír. Hana Laufeyju sem er vinkona gleðikvenna og róna, refsifanga og drukkinna unglinga, örvasa gamalmenna og okkar í kvenna- hreyfingunni. En Lífsbók Laufeyj- ar er komin á prent og það er þakkarvert. Það leiðréttir söguna að innan um aragrúa bóka af þekktu milli- stéttarfólki skuli vera skráð saga þessarar konu. Við lestur bókar- innar skýrist jiað hvernig erfið lífsbarátta hefur mótað Laufeyju til þeirra verka sem hún er þekkt- ust fyrir. Laufey fæddist að Bóndastöð- umvið Seyðisfjörð árið 1915. Hún er dóttir hjónanna Þuríðar Björns- dóttur frá Snotrunesi í Borgarfirði eystra og Jakobs Sigurðssonar frá Unaósi. Er Laufey næstyngst sex barna þeirra hjóna. Þegar Laufey var mjög ung flutt- ist fjölskyldan að Baldurshaga rétt austan við Reykjavík. Voru það fyrstu flutningar Laufeyjar milli landshorna en sannarlega ekki þeir síðustu. í Baldurshaga réðust örlög þessarar fjölskyldu. Foreldr- arnir skildu, einstæða móðirin átti engra kosta völ og börnunum var dreift á fimm staði. Laufey hefur mátt teljast ,,hepp- in“ því hún fylgdi þó móður sinni lengst af. Hún fór með henni og yngsta bróður sínum austur að Snotrunesi. Þaðan fór móðir hennar svo til Reykjavíkur að leita fyrir sér um afkomumöguleika fyrir sig og börn sín. Líklega hefur Laufey verið u.j?.b. tvö ár hjá ömmu sinni og afa fyrir austan, en tímasetningar vantar að mestu í bókinni. Lýsingarnar á þessum horfna heimi eru eftirminnilegar. Það virðist svo ótrúlegt að ein af stelp- unum í Kvennahúsinu skuli hafa yljað sér á hlóðasteininum í hlóðaeldhúsi ömmu sinnar, að hún hafi fengið lýsisbræðing út á soðninguna og að henni hafi þótt hnossgæti að stinga uppí sig soð- inni loðnu, halda í hausinn og tlraga síðan hryggbeinið út á milli tannanna. Móðir Laufeyjar gerðist ráðs- kona að Neistastöðum í Flóa og var Laufey send til hennar átta ára gömul. Þó þar hafi verið nóg að bíta og brenna var Laufey ekki hamingjusöm og var oft send á aðra bæi sem matvinnungur. Má segja að þá strax hafi hún verið orðin að þeirri farandverkakonu sem hún hefur síðan verið allt fram á síðustu ár. Uppvaxtarárin einkenndust af vinnu, fátækt og flækingi en lítið fór fyrir skólagöngu. Það hlýtur þó að hafa verið lærdómsrfkt að þeytast svona Iandshorna á milli þótt skólinn hafi verið harður. Bónda sínum Magnúsi Finn- bogasyni kynntist Laufey árið 1933- Þau hjónin eignuðust átta börn, þar af fimrn þeirra á sjö ár- um. Þau bjuggu víða með krakka- skarann sinn, eltandi þá vinnu sem bauðst. Blómatími fjölskyld- unnar mun hafa verið í Hvera- gerði. Þangað fluttust jiau árið 1943 og bjuggu þar í tíu ár. Laufey þakkar forsjóninni barnalán þeirra hjóna, en börn jíeirra eru; Edda, Inga, Erlendur, Elín Björg, Sigurbjörg, Helga, Jakob og Þor- leifur. Inn í frásögnina af uppeldi barnanna er fléttað lýsingu á því hvernig fátækt fólk bjargaði sér í þá daga. Þegar börnin voru komin til manns jókst sá tími sem Laufey hafði fyrir sjálfa sig og hugðarefni sín. Síðustu kaflarnir í bókinni fjalla um lífssýn Laufeyjar og áhugamál. Þótt Laufey sé ekki langskóla- gengin lærði hún það sem fleiri mættu tileinka sér. Hún lærði að bera virðingu fyrir öllu lífi. Þann- ig varð Laufey sjálfskipaður mál- svari allra þeirra sem aðrir útskúf- uðu. Ekki bara manna heldur líka dýra. í Hveragerði fóðraði hún rotturnar í kringum húsið sitt og var stærsta rottan sem hún kallaði Guddu gömlu í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Virðist þessi lífssýn Laufeyjar ganga eins og rauður þráður í gegnum líf hennar og reka hana enn áfram fullorðna og slitna í baráttunni fyrir þá sem engir aðrir sinna. Fyrri hluti bókarinnar sem segir frá uppvexti Laufeyjar er framlag til kvennasögunnar. Þar er sagt frá fæði, klæðunt og húsakosti sem við síkvartandi nútímakonur get- um varla ímyndað okkur. Kjörum ekkna, einstæðra mæðra og kvenna almennt. Þessir þættir í lífi Laufeyjar hafa augljóslega gripið skrásetjara sögunnar og hún kent- ur j)eim til skila. Þegar sagan er svo komin inn í samtímann og skuggahliðar hans er eins og Ragnheiður eigi erfiðara með að grípa upplifun Laufeyjar á þessum veruleika. Eða teygir svo mikið úr honum að athygli lesand- ans dvínar. Þarna er þó Ragnheið- ur að skrifa um hluti sem hún þekkir vel sem fyrrverandi lög- reglukona. Annað sem ekki er nógu vel gert; það eru æði margir nefndir til sögunnar, skrítið fólk og for- vitnilegt og ætti að geta kryddað frásögnina, en þessu fólki er lýst í svo fáum orðum að það nær ekki að lifna fyrir hugskotssjónum les- andans og truflar frekar en hitt. Það má sjálfsagt setja út á ýmis- legt fleira í bókinni. Hitt finnst mér þó mikilvægara að sjaldan hefur verið jafn lærdómsríkt fyrir ungt fólk að hlusta á gamla fólkið og það er í dag. Síðan elsta núlif- andi kynslóðin var ung, hefur nefnilega orðið lífsháttabylting á íslandi og fróðleikurinn sem hún býr yfir um „gömlu dagana“ því ómetanlegur. Þessi bók er þess virði að lesa hana. Takk Laufey fyrir að gefa okkur af þér og takk Ragnheiður fyrir að skrásetja. Guðrún Jónsdóttir Ég heiti ísbjörg, ég er Ijón. Höfundur: Vigdís Gríms- dóttir. Útgefandi: löunn 1989. í síðasta jólabókarflóði var Ég heiti ísbjörg, ég er Ijón eftir Vig- dísi Grímsdóttur eitt helsta um- ræðuefnið. Til að lýsa henni voru notuð orð eins og „hrikaleg" og „grípandi'* og mörgum fannst erfitt að átta sig á hvort hún væri góð eða vond. Ég heiti ísbjörg er tvímælalaust hrikaleg, grípandi og jafnvel ónotaleg skáldsaga. Með því að sýna okkur sögu aðalpersónunnar birtir bókin all nöturlega lýsingu á íslensku samfélagi og það sem meira er afskaplega trúverðuga. Ástæða jtess að erfitt er að fella af- gerandi dóm um skáldsöguna er að þó að gerðar séu athyglsiverðar tilraunir með byggingu og frá- sagnarhátt, jiá ganga þær tilraunir misjafnlega vel upp. Áður en ég fer lengra út í þá sálma er gott að átta sig á meginefninu. f stuttu máli fjallar Ég heiti /s- björg, ég er Ijóti um stúlku sem í upphafi sögunnar er í fangelsi. Hún segir sögu sína lögfræðingi (karlkyns) sem hefur gefið henni 12 tíma til þess að játa eða skýra verknaðinn sem leiddi til þess að hún var lokuð inni. Bókin öll er frásögn stúlkunnar sem kemur minningum sínum í orð, allt frá barnæsku til þeirrar stundar þegar hún er fangelsuð, tuttugu og eins árs gömul. í sögunni er ábyrgð einstakl- ingsins nokkur. Þó er mest áhersla lögð á að uppeldi ísbjargar, sem er sýnt sem afleiðing bágrar samfé- lagsstöðu, á mesta sök á hvernig komið er fyrir henni. Af þessu mætti halda að Vigdís sé að skrifa vandamálasögu í stíl samfélags- raunsæisbókmennta sem voru af- gerandi upp úr 1970 en sú er ekki raunin. Ég heiti ísbjörg, ég er Ijón er auðvitað ekki ofurraunsæ vanda- málaskáldsaga sem sýnir fyrst og fremst samfélag óvinveitt ein- staklingnum. Það sem gerir sögu ísbjargar svo sterka, hrikalega og ekki síst dálítið óþægilega, er að hér er verið að taka á samfélags- vandamáli sem er svo óþægilegt að aðeins örfá ár eru síðan byrjað var að ræða opinskátt um það. í sögunni er einstaklingurinn líka settur í þá stöðu að taka ábyrgð á sjálfum sér og kemur það best fram í lýsingum á foreldrum ís- bjargar. Höfundur gerir ýmsar spenn- andi tilraunir með formið sem oft fellur mjög vel að efninu og kemst þá saga ísbjargar nær kviku les- andans. Bestu dæmin um þetta eru úr bernsku stúlkunnar þegar hún lýsir samskiptum sínum við for- eldrana og reynir að skilja gerðir þeirra. ísbjörg reynir hér að átta sig á föður sínum sem lokar sig inni í þunglyndiskasti: ...ég ligg á huröinni og vonast til aó hann heyri í mér hjartslátt- inn. Ég heyri til hans. Heyri líka þungan andardrátt hans. Og stunumar. Grátinn. Ekkasogin. Og þar sem ég stend heiti ég mér því að segja aldrei þeim manni setn fyrirlítur grenjuskjóður að ég viti að hann gráti oft mikið sjálfur. (bls. 37) Stelpan reynir að vernda og hlífa föður sínum og gera honum lífið auðveldara þrátt fyrir hið dulda ofbeldi sem hún er beitt. Fyrir utan ísbjörgu sjálfa eru for- eldrar hennar þær persónur sem sterkast er lýst. Næmi barnsins og sakleysi er valið til þess að lýsa liðnum atburðum. ísbjörg segir frá bernsku sinni í nútíð og lifir hana upp aftur eins og sést í til- vitnuninni hér á undan. Foreldrar hennar eru næstum því eina fólkið

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.