Vera - 01.02.1990, Side 11

Vera - 01.02.1990, Side 11
heiti með? Hvað með mánaðar- áætlanir og ársstundaskrá? Og hvernig á heimilisfangabókin að vera? Er ekki best að fá sér „Enter- taining“ blöð, þar sem ég set inn öll boð sem ég held, hvaða gestir koma og hvað ég gef þeim að borða og drekka? Þá væri sniðugt að kaupa líka blöð til að skrifa inn uppskriftir, það er til í ,,House- hold“ rekkanum (eins gott að kunna ensku til að geta notað þessi kerfi!). Hvað með veitinga- húsablöð? Eða innkaupalista? Ég kaupi hvorki tómstunda- né íþróttaarkirnar, því að ég hef ekk- ert þeirra áhugamála sem þar eru íboði: Vínsmökkun, skák, bridge og fuglaskoðun, en þar er listi yfir •»» 308 mismunandi fugla og á að merkja við hvenær og hvar ég sé hvern, nei ég sleppi því, ég sé hvort sem er bara endur, svani og máfa á Tjörninni. íþróttirnar eru golf, snooker, skíði, veggjatennis, stangveiði, hlaup og seglbretti. Ég kaupi hins vegar „Don’t forget“, afmælisdagablöð (og get þá fært inn úr gömlu afmælisdagabók- intti) og ,,bibliofile“ þar sem á að skrifa inn áhugaverðar bækur undir höfundi, titli, útgefanda og fleiru, svo að ég muni eftir að taka þær á bókasafninu. Einnig er í boði undir persónulegum upplýs- ingum: „Daily Intake Record“, sem er gott fyrir fólk í megrun, en þar á að skrifa inn allt sem borðað er, líklega til að fylgjast með neysluvenjum. Þá er líklega best að kaupa „Megrunar kaloríu telj- ara“ (sem tilheyrir upplýsinga- blöðunum) og fletta þessu upp jafnóðum. Líklega ætti ég að kaupa „kort og gjafa“ blöðin, sem er sex ára plan yfir það sem ég fæ og það sem ég sendi/gef. Heimilisbókhald og ferðaáætlanir er eflaust gott að eiga en hvað með kort og vegalengdir í Evrópu? Kannski væri gagnlegra að rífa bara íslensku vegalengd- irnar úr gömlu vasabókinni og seta í gatapoka? Ætti ég að kaupa sérstakan vasa undir greiðslukort- ið mitt, í hin hólfin get ég sett banka- og sjúkrasamlagskortið? Og hvaða „Professional and business leaves“ á ég að kaupa??? Eflaust væri best fyrir mig að kaupa bæklinginn „Personal Organisation", sem er hluti af Time Manager kerfinu (og kostar ,,bara“ um tvö þúsund krónur), til að átta mig betur á því hvað hentar mér. Valið er erfitt og lík- lega bara best að kaupa „tilbúnar möppur", þ.e. með fyllingu. Eftir heilan morgun á hlaupum milli Pennans og Eymundsson veit ég að: Tóm filofax mappa kostar 1559 krónur, en blöðin kosta frá 150 upp í 840 krónur hver bunki. Filofax mappa fyllt með: Today, address, financial, information, projects, notes, dagbók, heimilis- bókhaldi og neðanjarðarlesta- korti af London, kostar 3130 krónur. Tirne Manager upplýs- ingamappa kostar 2511 krónur, en tóm TM mappa (með skilblöð- um) kostar 4220 krónur. Einnig fást leðurmöppur í tveimur stærðum og sú rninni kostar 11000 krónur. Blöðin í TM möpp- urnar kosta frá 146 upp í 818 krónur búntið. Einnig fást fylltar rnöppur t.d. TM Standard, plast- mappa með skilblöðum, plast- kassi m/innihaldi, plastveski, með símabók, dagbók og tvær kennslubækur, á tilboðsverði í nóv. á 10.840 krónur. TM Special, leðurmappa með sarna innihaldi, kostar tæpar 19 þúsundir og TM Executive er á 22925 krónur. Mér finnst bæði tímafrekt og flókið að setja sig inn í kerfin og því er kannski best að fá þetta beint í æð. Stjórnunarfélag íslands býður upp á tveggja daga námskeið í Time Manager einu sinni á önn. Leiðbeinandi á nám- skeiðinu, sem er það vinsælasta sem Stjórnunarfélagið hefur haldið, er Anne Bögelund-Jensen og kennir hún á ensku. í „Stjórn- unarfréttum" (6. tbl. nóv. 1989) segir að ,,á tveimur hressandi dögum lærir þú m.a. að setja þér markmið og átta þig á því hverju þú vilt raunverulega koma til leið- ar og hrinda hindrunum úr vegi. Þú lærir mannleg samskipti, hvernig þú getur forðast streitu og þreytu, aukið einbeitingu í starfi og hvernig þú getur forðast helstu tímaþjófa." Hljómar vel, ekki satt? Innifalið er kaffi og há- degisverður báða dagana og öll gögn sem fylgja TM kerfinu fyrir 39500 krónur! Fyrir okkur sem getum ekki látið fyrirtækið borga brúsann, borgar sig líklega að eyða nokkrum kvöldum í að lesa okkur til og fylla inn í af eigin hyggjuviti. Yfir 1 % þjóðarinnar liefur farið á námskeið í tímastjórnun, aðal- lega fólk úr atvinnulífinu og sum- ir hafa orðið svo hrifnir að þeir hafa sent makann á næsta nám- skeið. En hentar þetta kerfi öllum, eða er það bara fyrir útivnnandi fólk í „hefðbundnum" störfum sem getur skipulagt tíma sinn í smáatriðum? Eykur þetta afköst okkar og náum við betri tökum á tímanum, eða verðum við bara enn meiri þrælar tímans? Verður öll þess tímastjórnun kanski tíma- þjófur á endanum, það fer jú tími í að fylla út öll blöðin og lesa þau yfir? Hvað með óvæntar uppákomur eins og langt símtal, heimsókn, veikindi, bilaðan bíl eða ástarævintýri? Og hvað gerist svo ef mappan góða týnist? Er kannski vissara að eiga þetta allt í tvíriti? Eru möppurnar komnar til að vera, eða er þessi tímastjórnun kanski bara enn eitt æðið, líkt og fótanuddtækin forðurn, og möppurnar enda inni í skáp hjá öllu öðru sem við kaupum án þess að hafa nokkur not fyrir? Af hverju höfum við þessar áhyggjur af tímanum, úr því að, eins og einn frómur Skaftfellingur sagði, það er nóg til af tímanum, hann verður til jafnóðum. Ragnhildur Vigfúsdóttir. 11

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.