Vera - 01.02.1990, Síða 9

Vera - 01.02.1990, Síða 9
Ljósmynd: Per Lindström fjölskyldunni, en þær vilja ekki að það þurfi að fela í sér þann þrældóm klukkunnar sem það gerir í dag. Ég lít á hlutastörfin sem andspyrnu kvenna gegn þessum þrældómi. Það er ljóst að slæm staða kvenna felst að hluta til í því að þeim er þröngvað inn í ákveðnar karl- hverfar hugmyndir um tímann. Það hlýtur því að vera rökrétt nið- urstaða að kvenfrelsiskonur vinni að því að ríkjandi hugmyndum um tímann verði breytt. Að við lyftum af okkur oki tímans, látum hann vinna með okkur en ekki á móti. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir. P.S. Hafi einhver áhuga á að kaupa bók Karin Davies „Women and Time. Weaving the strands of everyday life“ sem kom út 1989 þá er hægt að panta bókina beint frá: Karin Davies, Lunds universi- tet, Soeiologiska institutionen, Box 114, 221 00 Lund, Sverige. Bókin kostar u.þ.b. 1000 ísl. kr. NÚARNIR OO TÍIVIINN ... Meðal Núa í A-Afrfku þekkist ekkert hugtak sem nær yfir það sem við köllum ,,tíma“. Þar af leiðandi geta þeir ekki talað um tíma sem eitthvað sem líð- ur, hægt er að spara, eyða, sóa, nýta o.s.frv. Þeir eiga því hvorki í baráttu við tímann, né eyða tíma í að skipuleggja hann. Núar hafa tvenns konar tímaskyn, annars vegar er vist- fræðilegur tími sem endur- speglar sambandið við um- hverfið og hins vegar ,,form- gerðartími" sem endurspeglar sambandið milli einstaklings og félagsgerðarinnar (bernska, æska, vígsla, gifting o.s.frv.). Þeir geta einungis rakið sögu sína hundrað ár aftur í tímann því það klippist alltaf aftan af tímanum og bætist framan við. Tími þeirra er því hringlaga og tengist frekar félagslegum að- gerðum heldur en árstíðum. The Nuer, E.E.Evans- Pritchard, fyrst gefin út 1940. TIMALEYSI KVENNA — PÓLITÍSKT IVIÁL Ef marka má nýjustu útgáfur erlendra kvennabókaforlaga þá eiga hverskyns rannsóknir á tíma- skynjun kvenna og tímaskipulagi samfélagsins mjög upp á pall- borðið um þessar mundir. Til marks um það má nefna bók Karenar Davies sem vísað er til hér annars staðar íblaðinu. Á fjör- ur VERU hefur einnig rekið bók frá bókaútgáfunni Pergamon Press sem heitir „Taking Our Time. Feminist Perspectives on Temporality“ (Tökum okkur tíma. Kvennapólitísk sjónarhorn á tímann). Bókin inniheldur fimmtán fræðilegar greinar um tímann eftir jafnmargar konur, sem allar nálgast efnið út frá sínu fræðasviði en eiga það þó sam- merkt að hafa hina kvenlegu sýn að leiðarljósi. Leita höfundar víða fanga s.s. í bókmenntum, heim- speki, sögu, stjórnmálum, goð- sögnum og daglegum veruleika kvenna. Niðurstaðan er þó víðast sú sama þ.e. kvennahreyfingin þurfi að fara að líta á tíma kvenna, eða öllu heldur tímaleysi þeirra, sem pólitískt mál og gefa því auk- ið vægi í baráttu sinni. EG ER NY KONA... „Þegar ég var 36 ára byrjaði ég að fá það á tilfinninguna að ég væri að verða gömul. Þetta var áður en ég ákvað að byrja aftur í námi. Náin tilfinningasam- bönd höfðu gleypt það sem ég átti af sjálfri mér og mér fannst ég ekki hafa þá sjálfsstjórn sem ég þurfti til að skilja það sem liðið var og setja stefnuna fyrir framtíðina. Mér fannst fortíðin eins og kviksandur og framtíð- in eins og göng sem ég væri í þann veg að ganga inn í og um tíma voru þau mjög dimm. Ég byrjaði að efast um allt í lífi mínu og til að gera það enn verra, ég hafði sterklega á til- finningunni að tíminn væri að hlaupa frá mér. Ég fylltist skelf- ingu. Fyrir hvatningu skólafél- aga míns valdi ég skyndilega að fara í öldungadeild til að athuga hvort ég kæmist ekki yfir þetta. Eftir fyrstu önnina var ég alls ekki viss um hvort þetta yrði til bóta eða til að gera vont verra. En nú þegar ég hef lært að meta það sem ég hef til brunns að bera ... hefur tíminn opnast mér aftur, loks- ins án þess að ég væri haldin þeirri tilfinningu að fortíðinni væri kastað á glæ. Nú sé ég að það sem ég er og verð, svo lengi sem ég er starfhæf, ræðst af því sem ég hef verið og var. Ég er ný kona.“ 39 ára gömul kona sem stundar nám í öldungadeild. Úr bókinni ,,Taking our time“. Pergamon Press. 9

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.