Vera


Vera - 01.02.1990, Qupperneq 10

Vera - 01.02.1990, Qupperneq 10
-> TIMASTJORN-TIMASKORTUR- TÍMASPARNADUR- tImaþjófur-tímaþröno MÖPPU LIF hverjum á að borða hádegisverð, hvar, hvenær og hvað á að ræða, hvaða leiksýningar á að sjá, hve- nær og með hverjum, kvöldverð- arboð, fyrirlestra, saumaklúbba, árshátíðir, o.s.frv. o.s.frv. Nú eru töfraorðin Filofax eða Time Manager. Með því að koma sér upp öðru hvoru kerfinu eru öll vandamálin leyst, við skrifum bara allt niður sem við þurfum að (eða viljum) gera. „Hálfnað verk þá hafið er“ fær nýja merkingu: „Hálfnað verk þá skrifað er“. í stað þess að leggja allt á minnið, tökum við upp (smörtu) möpp- una og flettum upp í henni og sjá- um í sviphendingu hvað á að gera í dag: Mæta á fund í vinnunni klukkan níu, hitta Gunnu systur í hádeginu og fara á skattinn, klipping klukkan tvö, þvo þvott, þrífa íbúð og sameign, kaupa inn, fara í leikfimi klukkan fimm og halda tólf manna matarboð klukkan átta. Hvort skal kaupa Time Manager eða Filofax kerfið? Það er um að gera að athuga verð og gæði áður en lagt er í þessa fjárfestingu og sem betur fer er stutt á milli þeirra verslana sem selja kerfin og því „Hálfnaö verk þá skrifað er.“ í sfaö þess aö leggja allf á minniö, fökum viö upp (smörfu) möppuna og fleffum upp í henni og sjáum í svip- hendingu hvaö á aö gera í dag. í stað þess að gera eins og hún amma mín heitin sagði, þegar við kvörtuðum yfir tímaskorti, að vinna minna og kaupa minna, þá eru lausnarorðin í dag: Skipulag og tímastjórnun. Með því að nýta hverja mínútu þá komumst við yfir allt sem við þurfum að gera og meira til, og höfum auk þess tíma fyrir tómstundir. Við eigum að hætta þessu voli um tímaskort og skipuleggja tíma okkar betur. Það er ýmislegt til sem á að hjálpa okkur til að nýta tímann skyn- samlega. Við getum valið um ýmsar stærðir og gerðir af dag- bókum, dagatöl á skrifborð, minnistöflur uppi á vegg og sér- stakt „Note Pad“ í tölvuna (fyrir nú utan öll tímasparnaðartækin). Litlu vasabækurnar duga skammt, því að plássið fyrir hvern dag er of lítið miðað við allt það sem við verðum að gera. Vasabókin dugði á meðan við þurftum bara að skrifa niður tíma hjá tannlækni eða í hárgreiðslu, en lífið er orðið flóknara en svo. f dag þarf að koma fleiru fyrir: Leikfimistím- um, hver sækir börnin, klukkan hvað og hvert og fer hvert með þau og gerir hvað með þeim, með hægt að ganga á milli og bera sam- an. Bæði Filofax og TM byggjast á möppum með margvíslegum eyðublöðum til að hjálpa notand- anum að skipuleggja líf sitt. Þú getur valið um mismunandi stærðir, liti og efni þannig að þú getur fengið möppu sem passar í litakortið þitt. Filofax hefur meira úrval hvað þetta varðar og ég ákveð eftir mikla umhugsun að velja úr hópi 14 mismunandi mappa „Slimline" úr grænu kálfs- leðri (en litirnir eru sjö), enda passar hún í jakkavasa (innan- verðan) eða í kvenveski. Þrautin er ekki unnin því aö nú þarf ég að velja arkir sem henta mér. Auðvitað kaupi ég dagbók, heimilisfanga- og símabók (j)ó ég J eigi eina ágæta heima, þá er þægi- legra að hafa þetta allt á sama stað), og rúðustrikuð og auð blöð (til í 15 litum). En hvernig á dag- bókin að vera? Vil ég hafa dag- setningar? Tvær vikur á blaðsíðu, eða eina viku á hverri síðu? Er betra að kaupa blöð þar sem deg- inum er skipt niöur í hálfar klukkustundir, eða nægir mér að hafa einn dag á hverri síðu? Skyldi vera betra að hafa erlend daga- 10

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.