Vera - 01.02.1990, Page 31
V
flokki.
Elín Ólafsdottir er ekki í vafa um að það hafi
mikil áhrif á starfsstfl minnihlutans að konur
eru þar fleiri en karlar.
— Mér finnst sú staðreynd að konur eru í
meirihluta í okkar hópi hafa gert það að verk-
um að fundir eru mun afslappaðri en annars
væri. Við eigum gott með að vinna saman. Það
er mín reynsla, til dæmis úr kjarabaráttunni, að
karlmenn séu gjarnir á að festast í sínum mál-
flutningi. Þeir lenda oft þversum í vörn fyrir sig
og sinn flokk eða málstað og allt situr fast. Þetta
gerist síður þar sem konur eru. Þetta á að mínu
mati drjúgan þátt í hve samstarfið í minnihlut-
anum hefur gengið vei, segir Elín.
Sigrún Magnúsdóttir tekur í sama streng.
— Eg veit ekki hvort þessi góða samvinna
okkar stafar af því að konur eru í meirihluta eða
af því að strákarnir eru báðir ljúfmenni og vanir
atkvæðamiklum konurn. En ég hiýt að viður-
kenna að við konur erum vanari því að vinna
saman. Við berum okkur undir aðra í meira
mæli en karlmenn gera og við búum við annan
arf úr uppeldinu. ( borgarmálaráði Framsókn-
arflokksins sitja eingöngu karlar að mér frá-
taldri og ég finn vissulega mun á starfsandanum
fyrir vikið, segir Sigrún.
Enginn málefnamunur
Borgarfulltrúarnir höfðu skipt með sér verk-
um fyrir vinnufundinn og er hver með sinn
málaflokk sem hann rýnir sérstaklega í. Þegar
búið er að reikna út hvernig fjárhagsáætlun
Davíðs lítur út færð til núgildandi verðlags er
næsta skrefið að móta breytingartillögur minni-
hlutans. Annað mikilvægt atriði sem þarf að
skoða af gaumgæfni snertir tekjur borgarinnar.
Þeirrar tilhneigingar hefur gætt við gerð fjár-
hagsáætlunar að vanmeta áætlaðar tekjur borg-
arinnar.
Kristín Ólafsdóttir útskýrir þá venju minni-
hlutans að leggja aldrei fram neinar tillögur um
aukin útgjöld án þess að benda á um leið hvað-
an þeir penignar eiga að koma.
— Við erum mjög ábyrg í þessum efnum, seg-
ir Kristín. Þingmenn á Alþingi gætu margt af
okkur lært hvað þetta varðar en einmitt vegna
þess að við erum mjög ábyrg liggur geysileg
vinna að baki tillögunum okkar.
Kristín veifar digrum stafla af pappírum.
Þetta eru sameiginlegar tillögur minnihlutans
fráárunum 1987, 1988 og 1989, hennar eintak.
Þær skipta mörgum tugum. Við hverja tillöguna
á fætur annarri hefur Kristín párað orðin ,,frá-
vísun Sjálfstæðisflokks 9/6". Tölurnar vísa til
hvernig atkvæði féllu í borgarstjórn.
— Hvaða tilfinning fylgir því að mega sí og æ
búast við að hvaðeina sem minnihlutinn leggur
til sé fellt?
— Auðvitað grípur mann sú tilfinning að
maður sé í fullkontlega tilgangslausum störf-
um, segir Kristín. Við höfum oft lagt mikla
vinnu í rökstuðning og tillögugerð og verðum
oft vonlítil þegar talað er fyrir daufum eyrum.
Oft finnst mér að ég gæti alveg eins gengið nið-
ur í Ánanaust og flutt hafinu og vindinum til-
lögur mínar. En dropinn holar steininn. Það er
draugagangur í borgarstjórn. Með því á ég við
að tillögurnar okkar ganga stundum aftur. Það
gerist þegar Sjálfstæðisflokkurinn bvrjar á að
fella okkar tillögu en flytur hana svo lítið sem
ekkert breytta nokkru síðar. Og tekur heiður-
inn að sjálfsögðu. Þetta gerðist til dæmis hvað
snertir sundlaugin uppi í Árbæ sem Sjálfstæðis-
flokkurinn felldi árið 1988 en lagði svo sjálfur
til ári seinna. Þrátt fyrir allt sér maður stundum
að góð mál ná fram að ganga og tekst því að
halda sér uppi í andlegum skilningi.
Borgarfulltrúarnir eru sammála um að þessar
pólitísku aðstæður þjappi þeim saman og hafi
þannig þau óbeinu áhrif að efla samstarf minni-
hlutans. En borgarfulltrúarnir telja líka að
meira sameini þá en sundri þegar einstök mál
eru skoðuð.
— Þó að vissulega sé margt sem aðgreini okk-
ur pólitískt þá höfum við meðvitað reynt að ýta
því til hliðar. segir Elín G. Ólafsdóttir. Það er af
hinu góða að reyna að fylkja sér saman góðum
málum til framdráttar í stað þess að einblína á
það sem við erum ósammála um. Það er meira
sem sameinar okkur en sundrar. En auðvitað
hefur þetta orðið til þess að kvennaröddin hef-
ur ekki heyrst sem skyldi. Ég sem borgarfulltrúi
Kvennalistans hef stundum orðið að halda aft-
ur af mér til að vernda samstarfið. En málefna-
munur í einstökum nválum er yfirleitt lítill sem
enginn.
Með myndina að vopni
Kristín Ólafsdóttir fær grænt ljós hjá fundar-
mönnum á að halda áfram leit að myndlistar-
manni sem minnihlutinn ætlar að fá til sam-
starfs.
— Við höfum sett okkur það markmið að
reikna nákvæmlega út hvernig Reykjavíkurborg
liti út ef tillögum okkar á þessu kjörtímabili
hefði verið fylgt, útskýrir Kristín. Hvar nú
væru öruggar félagslegar þjónustuíbúðir fyrir
aldraða og hve margar og hvar risið hefðu
hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Hversu mörg
börn væru nú komin inn á dagheimili og hve
mikið biðlistarnir hefðu styst. Hvar nú væru fé-
lagsmiðstöðvar fyrir unglinga sem einungis
hafa götuna fyrir sig í dag. Hvar betri aðstaða
fyrir gangandi vegfarendur væri í borginni og
líka til almennrar útiveru. Og auk þess að sýna
svart á hvítu með tölum og útreikningum
hversu miklu betri borg Reykjavík þá væri fyrir
íbúa hennar ætlum við að fá myndlistarmann til
að teikna fyrir okkur þessa borg. Við ætlum að
láta myndina tala og draga skýrar og einfaldar
línur.
Umbúðaborg og skortur
Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins benda
oft á þann stórhug og framkvæmdasemi sem að
þeirra mati einkennir stjórn Davíðs Oddssonar
á borginni.
— Minnihlutinn liggur undir því ámæli að
vera smár í hugsun og úrtölufólk. Hver eru ykk-
ar viðbrögð við því?
Þessi spurning vekur hörð andsvör úr öllum
31