Vera - 01.02.1990, Page 8

Vera - 01.02.1990, Page 8
af' ‘ — eiga afskaplega fáar svona stundir. í þeim tilvikum sem konur „slappa af“ þá gera þær það oft- ast innan veggja heimilisins, á meðan karlarnir fara oftar út af heimilinu. Þeir fara á fótboltaleik eða á krá, meðan konur liggja lengur í baðkarinu en brýn hrein- lætisþörf krefur, horfa á sjónvarp- ið um leið og þær gera við sokka eða slóra x verslunum ef þær eru ekki með börnin með sér. Konur reyna þannig að skapa sér sinn eigin tíma um leið og þær gera eitthvað nauðsynlegt. Þetta er mjög mikilvæg staðreynd því það hve mikinn tíma við höfum fyrir okkur sjálf er einnig spurning um völd. Við verðum alltaf meira eða minna að semja um það við aðra hvernig við notum tímann; at- vinnurekendur, eiginmenn eða börn. Þegar um er að ræða hjón þá hafa eiginmenn betri mögu- leika til að krefjast þess að geta látið sig hverfa í lengri eða skemmri tíma. Þeir eiga auk þess töluvert auðveldara með að ein- angra sig ,,andlega“ þegar þeir eru heima; að sökkva sér niður í lestur dagblaða eða eitthvað álíka þó svo að börnin séu heima, eða ekki sé búið að ganga frá í eldhús- inu. Þetta er vegna þess að karl- menn líta á tímann sem beina línu sem hægt er að hluta niður í ákveðin hólf. Þeir lesa blöðin í hálftíma, hugsa síðan um börnin í klukkutíma og gera þá ekkert annað á meðan. Konur gera marga hluti samtímis á meðan karlar gera eitt í einu. Þetta getur bæði verið kostur og galli. Kon- um liði ef til vill betur ef þær gætu oftar dregið svona mörk. En það að eiga gott með að einangra sig frá umhverfinu ber einnig vott um takmarkaða ábyrgð. Þegar um ábyrgð á börnum eða fólki al- mennt er að ræða, þá er það spurning um 24 tíma á sólar- hring. Og til þess að geta tekið á sig slíka ábyrgð þarf maður að geta litið á tímann sem hringrás. Þú sagöir áöan aö þegar kon- ur fara út á vinnumarkaöinn séu þœr þvingaöar til þess aö ganga inn í línulegan tíma, metinn í klukkustund- um og mínútum. Getur þaö ekki einnig oröiö á hinn veg- inn þ.e. aö þœr taki meö sér reynslu sína af tímanum sem hringrás — sem síendurtekiö 8 „Slœm staöa kvenna felst að hluta til í því að þeim er þröngvað inn í ákveönar karl- hverfar hugmyndir um tímann. Það hlýt- ur því að vera rök- rétt niðurstaða að kvenfrelsiskonur vinni að því að ríkj- andi hugmyndum um tímann verði breytt.“ ferli — út á vinnumarkaöinn og hafi þannig áhrif á skipu- lagningu hans? Vissulega getur aukinn hlutur kvenna á vinnumarkaðnum haft áhrif á það hvernig vinnumarkað- urinn er skipulagður. Það er mjög margt sem gerst hefur í þjóðfélag- inu sem felur í sér að við verðum að endurskoða hugmyndir okkar um tímann. Iönrekendur sjá æ betur að færibanda- og akkorðs- vinna skilar síður af sér góðum afurðum og fer illa með fólk. Hugmyndir um sveigjanlegan vinnutíma og að einstaklingar fái að bera ábyrgð á sjálfum sér ryðja sér hins vegar til rúms. Nýjar rannsóknir sýna að fólk gerir auknar kröfur um að fá tíma til að njóta fjölskyldulífs. Það er til dæmis orðiö mun algengara en áður að karlmenn í „toppstöð- um“ í þjóðfélaginu dragi í efa að þeir vilji vera öllum stundum í vinnunni; til séu aðrir mikilvæg- ari hlutir í lífinu en að keppast við að vera afkastamikil skynsemis- vera í hefðbundnum skilningi þess orðs. Æ fleiri karlmenn eru farnir að tala um að það að hafa tíma til að taka virkan þátt í upp- eldi barna sinna sé, þegar öllu er á botninn hvolft, mikilvægast af öllu. í dag líður flestum illa vegna streitu og það er hægt að sjá sam- band á milli aukinnar streitu og þess hvernig við erum farin að meta allt í klukkutímum og mín- útum. Það má þó ekki líta svo á að það sé klukkan í sjálfu sér sem þjaki fólk. Klukkan er nauðsynleg til þess að við getum skipulagt líf- ið í eins flóknu samfélagi og við búum við í dag. Vandinn er hins vegar sá hvernig við notum klukkuna. Það sem einkennir þjóðfélagið í dag er að það þurfa allir að vera eins afkastamiklir og mögulegt er. Ekki bara á vinnumarkaðnum heldur einnig innan veggja heim- ilisins og í frístundunum. Við telj- umst afkastamikil ef við gerum mikið af einhverju sem er sýnilegt og það á sem skemmstum tíma. Við fáum samviskubit þegar viö erum heima með börnin án þess að „koma nokkru í verk“. Ef við bökum brauð og snúða, saumum föt á börnin o.þ.h. erum við dug- legar vegna þess að við höfum „gert eitthvað”. Hinar sitja með samviskubit yfir því að gera ekki neitt jafnvel þótt þær hafi gert heilmikið. Ef við búum ekki til eitthvað sýnilegt, þá gerum við ekkert. Þannig verður t.d. það að hafa bein samskipti við börnin sín það sama og að gera ekki neitt. Þetta er hugsunarháttur sem gegnumsýrir allt samfélagið. Við eigum að vera öllum mögulegum stundum eins afkastamikil og hægt er, án þess að sett sé spurn- ingarmerki við það hvað afköst í raun feli í sér. Með hugtakinu af- köst er eingöngu átt við mælan- lega, sýnilega hluti, sem gerast innan ákveðins tíma. Það er með- al annars þetta sem ég á við þegar ég segi að það sé ekki klukkan eða þessi línubundni tími í sjálfu sér sem sé vandamál, heldur það hvernig tíminn er notaður. Ég held að hægt sé að skipuleggja tímann þannig að fólki líði betur. Upplifi maður tímann sem hring- rás gerir maður ekki kröfu til að allt sé mælanlegt. En auðvitað getur upplifun á tímanum sem hringrás eða síendurteknu ferli einnig verið kúgandi. Maður vill alls ekki að hlutir taki endalausan tíma. í bók þinni „Women and Time“ tengir þú hlutastörf kvenna umrœöunni um tím- ann. Já — oftast ráða konur sig í hluta- störf til þess að geta haft meiri tíma fyrir fjölskylduna. Það er mjög áberandi meðal þeirra kvenna sem ég hef rætt við, að þær líta svo á að tíminn sé mikil- vægari en peningar. Með því eiga þær viö að þær vilji ekki eyða öll- um tíma sínum í launavinnu — að þær vilji einnig hafa tíma til ann- ars. Þetta á jafnt við um konur sem vinna við einhæf verksmiðju- störf og þær sem eru í vellaunuö- um störfum og stjórnunarstörf- um. Þær vilja ekki að launavinnan taki svo mikinn tíma að þær geti ekki með góðu móti sinnt neinu öðru. Konum finnst oft að launa- vinna krefjist of mikils tíma, en gagnrýna einnig að þær þurfi að vera mættar til vinnu á ákveðnum tíma, eigi að hætta á ákveðnum tíma, að á þessum tíma eigi að gera þetta og á hinum tímanum hitt. Það er hægt að líta á hlutastörf kvenna sem eins konar mótmæli gegn því að gerast algjör þræll tímans. Konur vilja bæði geta unnið utan heimilisins og sinnt

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.