Vera - 01.02.1990, Side 34

Vera - 01.02.1990, Side 34
Á s.l. áratug hefur ný fæðutegund rutt sér til rúms víða á Vesturlönd- um. Það er hið s.k. tofu (doufu upp á kínversku) sem á íslensku mætti kannski kalla baunaysting eða baunaábrystir. Síðara nafnið er ekki fjarri lagi því engin fæðu- tegund líkist hinu austurlenska tofu meir að útliti og ytri gerð en hinir íslensku ábrystir. Fyrir nokkrum árum var tofu illfáanlegt á íslandi en það er kannski tím- anna tákn að nú er nánast hægt að ganga að því vísu í a.m.k. einum íslenskum stórmarkaði — Hag- kaupum í Kringlunni. Þar ættuð þið að finna það í grænmetisborð- inu. Þó tofu sé nýtt af nálinni á Vest- urlöndum þá hefur það verið út- breidd fæðutegund á Austurlönd- um í árþúsundir. Það er búið til úr sojabaunum og er þar af leiðandi ódýrt í framleiðslu, mjög ríkt af prótíni en að sama skapi hitaein- ingasnautt. Það er því kjörin megrunarfæða. Að auki erþað ríkt af vítamínum, steinefnum og járni og — undarlegt nokk — inniheld- ur meira af kalki en kúamjólkin! Er því gjarnan hatdið fram að skál af hrísgrjónum, kryddi og tofu sé hin fullkomna máltíð; hrísgrjónin sjái um trefjarnar, kryddið um bragðlaukana en tofuið um allt annað. Það er því ekki að ósekju sem tofuið hefur verið kallað fæða framtíðarinnar. í þessu sambandi má geta þess til frekari fróðleiks, að land sem notað er til að rækta sojabaunir er talið geta gefið af sér tuttugu sinn- um meira magn af prótíni en jafn- stórt land sem notað er til naut- griparæktar. Svo haldið sé áfram með samanburðarfræðin þá þarf 15 kg af kornprótíni til að fram- leiða I kg af nautakjötsprótíni og ríku þjóðirnar nota jafn mikið af korni til að fæða dýr og hinar fá- tæku til að fæða fólk. Það harm- ræna við sojabaunaframleiðslu víða í heiminum er svo að hún fer til spillis. í Bandaríkjunum t.d. eru baunirnar notaðar til að pressa úr þeim olíu, sem er algerlega pró- tínsnauð, en prótínin sitja eftir í sojabaunakjötinu sem er notað til að fæða nautgripi. En hvernig og í hvað á svo að nota þessa margrómuðu fæðuteg- und? Notkunin ræðst af gerð tofusins en til eru þrjár gerðir sem taka mið af stinnleika þess — mjúkt (silken), venjulegt (regular) og stíft (firm). Mjúkt tofu má nota í salatsósur, ídýfur, sósur og súpur rétt eins og sýrðan rjóma eða majonnes. Venjulegt og stíft tofu er skorið í bita, marinerað, steikt, soðið, bakað eða grillað og ýmist borðað eitt sér með kryddaðri sósu eða notað með grænmeti, kjöti eða fiski. Þeim sem ekki eru vanir tofu finnst það sjálfsagt heldur bragðlítið eitt og sér, en kostir þess eru ekki síst í því fólgn- ir að það dregur mjög auðveldlega í sig bragð af kryddi og öðrum fæðutegundum sem það er eldað með. Það er því upplagt fyrir feita og pattaralega Vesturlandabúa eins og okkur íslendinga að nota tofu til að drýgja kjöt- eða fiskrétti og slá þar með tvær flugur í einu höggi; spara og borða hollan og góðan mat. Það þarf varla að taka það fram að grænmetisæturnar komast vel af með tofu í staðinn fyrir kjöt eða fisk. Hér á eftir fara tvær tofuupp- skriftir sem hvora um sig má nota sem aðalmáltíð. Á önnur þeirra sitthvað skylt við indverska mat- reiðslu en hin er kínversk að upp- runa. Báðar eru þær miðaðar við u.þ.b. 4. En áður en þið byrjið að elda er rétt að benda ykkur á að tofu þarf mjög litla suðu. f rauninni er nóg að það hitni í gegn en það skaðast heldur ekkert af því að malla ein- hvern tíma. Tofu með karrí og sveppum. 2 laukar, skornir smátt 2 hvítlauksrif, marin 2 tsk turmeric 1 tsk chilli-duft 1 tsk salt (má sleppa ef vill) 4 msk olía 1 laukur, skorinn í sneiðar 500 g sveppir, skornir í sneiðar 450 g tofu, skorið í teninga sítrónusafi eða limesafi Hrærið vel saman saxaða laukn- um, hvítlauknum, turmeric, chilli-duftinu ogsaltinu. Hitið olí- una á pönnu og steikið þetta í eina mínútu. Bætið niðursneiddum lauknum og sveppunum saman við og steikið við meðalhita þar til ykkur finnst þetta því sem næst til- búið. Hrærið íþessu á meðan þetta er að mýkjast. Bætið tofutening- unum saman við og steikið í 2-3 mínútur í viðbót. Áður en þetta er borið fram er svolítil sítróna kreist yfir eða — sem ekki er síðra — ör- litlu limedjúsi drepiö á þetta. Með þessum rétti er ágætt að borða soðin hrfsgrjón og mango- sultu (mango chutney). Fiskur meö doufu (tofu) í sterkri súrsœtri sósu. 500 g fiskflök, roðflett og skorin í teninga (best er að nota stórlúðu eða skötusel sem er þéttur í sér en það má vel notast við ýsu eða þorsk) 3 msk sojasósa 4 msk olía 1 púrrulaukur, skorinn í þunnar sneiðar 2-3 sneiðar engiferrót, athýdd og smátt söxuð (Rótin fæst víða þurrkuð en í nokkrum stórmörk- uðum er hægt að kaupa hana ferska og þá er hana yfirleitt að finna í grænmetisborðinu. Þá er rétt að afhýða hana og frysta það sem ekki er notað.) 1 hvítlauksrif, marið 400 g tofu, skorið í teninga 1 tsk salt 2 msk ljóst, þurrt sherrý 1 tsk sykur 1 msk chilli sósa (meira eða minna eftir smekk) 2 msk vínedik 1/2 bolli vatn skreytt með steinselju 1 msk af sojasósu er dreift yfir fiskbitana og þeim leyft að draga aðeins í sig sósuna. 3 msk af olíu eru hitaðar á pönnu, fisktening- arnir settir saman við og brúnaðir. Takið fiskinn af pönnunni og legg- ið hann til hliðar. Hitið það sem eftir er af olíunni á pönnunni. Setjið púrrulaukinn, engiferinn og hvítlaukinn á pönn- una og steikið í örstutta stund. Bætið tofuteningunum saman við og auk þess fisknum, saltinu, sherryinu, sykrinum, því sem eft- ir er af sojasósunni, chilli-sós- unni, vínedikinu og vatninu. Lát- ið suðuna koma upp en sjóðið síð- an við vægan hita í u.þ.b. 10 mín- útur. Berið þetta fram heitt með hrís- grjónum og skreytt með stein- selju. — *sg.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.