Vera - 01.02.1990, Page 32
áttum. Sigrún Magnúsdóttir segir að verulegur
hluti gagnrýni þeirra beinist að því í hverra
þágu framkvæmdaseminni er beitt og að starfs-
háttum borgarstjóra.
— Dæmin um kaup borgarinnar á Broadway
og Vatnsenda sýna svo ekki verður um villst að
borgin getur á einum eftirmiðdegi hent út 100
til 200 milljónum án þess að til málefnalegrar
umræðu kjörinna fulltrúa komi. Kannski er
þetta dæmi um stórhuginn sem Davíð er eign-
aður. Ef hægt væri að hrista 20 til 30 þjónustu-
íbúðir fyrir aldraða fram úr erminni jafn átaka-
lítið þá væri ég tilbúin til að taka mér orðið stór-
hugur í munn, en fyrr ekki, segir Sigrún.
Elín G. Ólafsdóttir varpar fram enn einu ný-
yrðinu í hinu pólitíska tungutaki.
— Reykjavík er umbúðaborg. Það skiptir ekki
máli hve falleg að ytri gerð hún er ef mannlíf
þar fær ekki þrifist og hluti íbúanna líður sáran
skort, eins og gildir um marga aldraða og fé-
lagslega illa stadda. Við í minnihlutanum erum
vissulega stórhuga. Stórhugur okkar beinist
bara að allt öðrum verkefnum. Hann mælist
ekki í steypurúmmetrum heldur í aukinni vel-
ferð borgaranna.
Borgin hefur sjaldan eða aldrei haft eins mik-
ið fé til ráðstöfunar, bendir Guðrún Ágústsdótt-
ir á.
— Hér hefur ríkt góðæri og skatttekjur hafa
aukist til muna, segir hún. Fullfrískt fólk á besta
aldri, 20 til 30 ára, hefur í stórum stíl flust til
borgarinnar. Þetta fólk er virkt í atvinnulífinu
og greiðir skatta. Það íþyngir ekki borginni eins
og oft hefur verið látið að liggja. Þvert á móti
fær hvorki það né aðrir eðlilega félagslega
þjónustu fyrir skattpeninga sína.
Stjórnað í þágu hinna sterku
Davíð Oddsson hefur nýlega tekið fyrstu
skóflustunguna að íbúöum fyrir aldraða ofan
Skúlagötu. Guðrún Ágústsdóttir tekur fram að
hún fagni því en ítrekar að það sem af er þessu
kjörtímabili hafi ekki ein einasta þjónustuíbúð
fyrir aldraða verið byggð á félagslegum grund-
velli.
— Allar íbúðirnar sem borgin hefur byggt
fyrir aldraða á þessu kjörtímabili hefur hún selt
þeim sem eiga fé til að greiða þær. Og þeir eru
margir í hópi aldraöra sem hafa ekki efni á slík-
um íbúöum. Borgin hefur látið hjá líða að nota
góðærið til að taka myndarlega á félagslegum
Kristín Ólafsdóttir
32
Elín G. Ólafsdóttir
réttlætismálum sem hafa setið á hakanum árum
saman. Borgin getur látið stóra drauma rætast,
en til þess að svo verði þarf hún að láta af þeirri
stefnu sem best er lýst með orðunum: hinir
sterkustu skulu lifa.
I fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir 15 mill-
jón króna framlagi til að bæta aðgengi fatlaðra.
Guðrúnu finnst þetta bera vott unt tvískinn-
ung.
— f fyrra felldi meirihlutinn tillögu frá mér
um að borgin setti niður nefnd til að kanna í
heild aðgengi fatlaðra og húsnæðismál þeirra í
því skyni að semja síðan ítarlega framkvæmda-
áætlun til úrbóta. Þetta 15 milljón króna fram-
lag er auðvitað af hinu góða en það dugir ákaf-
lega skammt, í mesta lagi fyrir 2 til 3 lyftum. Og
það er alls ekki nóg, segir Guðrún.
Minnihlutinn hefur farið hörðum orðum um
svokölluð gæluverkefni Davíðs, en það eru
framkvæmdir við ráðhúsið, snúningshúsið á
Öskjuhlíð, Borgarleikhúsið og Viðeyjarstofu. Á
vinnufundinum er dæmiö reiknaö til enda og
útkoman er að á þessu kjörtímabili hafi um fjór-
ir milljarðar farið í þessi fjögur hús sé miðað
við núgildandi verðlag. Þar af er áætlað að nota
tæpan milljarð á þessu ári. Ráðhúsið eitt losar
um 1,7 milljarð það sem af er framkvæmdum
og samkvæmt mati minnihlutans stefnir í að
það muni fullbúið kosta urn 3 milljarða.
Til samanburðar má geta þess aö allar fram-
kvæmdir við skólabyggingar í borginni munu á
þessu ári nema um 450 milljónum og til æsku-
lýðsmála verður varið 3 milljónum. Til dag-
heimila, leikskóla og gæsluvalla verður í heild
varið rúmum 150 milljónum á þessu ári.
Sameiginlegt framboð
Hvað fellir íhaldið?
Hugmyndin um sameiginlegt framboð
minnihlutaflokkanna hefur verið að gerjast allt
síðasta kjörtímabil. Hún hefur tekið á sig ýmsar
myndir, en að baki liggur sú skoðun að sameig-
inlegt framboð sé rökrétt framhald á góðu sam-
starfi minnihlutaflokkanna og besta leiðin sem
völ er á ef takast eigi að fella íhaldið í borgar-
stjórn.
Framsóknarflokkurinn gat fellt sig við að
sameiginlegt framboð yrði með þeim hætti að
flokkarnir sjálfir stæðu að því og fengi hver tvo
fulltrúa á sameiginlegum lista. Aðrir flokkar
höfnuðu þessu formi og dró Framsóknarflokk-
urinn sig þá í hlé frá þessum viðræðum.
Sigrún Magnúsdóttir er andvíg framboði sem
byggjast myndi á því aö flokkarnir drægju sig í
hlé og gengju hugsanlega til samstarfs um lista
þar semóflokksbundnirgætu einnigátt sæti, en
sú hugmynd nýtur fylgis innan Alþýðuflokks,
Alþýðubandalags og Birtingar.
— Mér finnst við ekki hafa leyfi til að leggja
niður flokkinn og auglýsa að við séum ekki
lengur til, segir Sigrún. Við erum skuldbundin
okkar kjósendum. Það myndi reynast mjög
erfitt að kalla sitt fólk heirn aftur ef við höfum
áður leyst flokkinn upp sem sjálfstætt afl í borg-
arstjórn.
Kristín Ólafsdóttir er þeirrar skoðunar að
markmið stjórnmálabaráttunnar hljóti að vega
þyngra en þau skipulagslegu tæki sem mynduð
hafa verið í kringum þessi markmið.
— Við erum að fást við pólitík til að ná fram
pólitískum markmiðum, segir Kristín. Og þá
hljótum við að spyrja okkur hvernig viö helst
getum gert það. Eins og staðan í borgarmálun-
um er í dag er forsenda þess að ná árangri sú að
íhaldið fari frá og ég held ekki að það fari frá
nema til einhverskonar samfylkingar annarra
afla konti. Helst vildi ég sjá alla minnihluta-
flokkana saman, segir Kristín.
Kvennalistinn hefur hafnað hugmyndinni
urn sameiginlegt framboö. Vitað er að skoðanir
innan Kvennalistans eru skiptar, en meirihlut-
inn telur að með þátttöku í sameiginlegu fram-
boði væri tilverugrundvelli Kvennalistans
stefnt í hættu.
— Ég tel að kvennapólitíkin verði undir í
slíku sameiginlegu framboði, segir Elín G.
Ólafsdóttir. Við höfum haldið fram rétti okkar
til að taka á málum á forsendum kvenna, en sá
réttur gæti tapast ef við leggjum niður sérstakt
framboð kvenna. Ég efast Ifka um að allir kjós-
endur Kvennalistans myndu kjósa slíkan lista.
Við yrðum einfaldlega búnar að vera sem sjálf-
stæða pólitísk kvennahreyfing.
— En er þá að þínu mati aldrei réttlætanlegt
aö samfylkja með öðrum stjórnmálaöflum í
kosningum?
Guðrún Ágústsdóttir