Vera - 01.02.1990, Síða 6

Vera - 01.02.1990, Síða 6
r i kapphlaupiö við tímann - þaö aö fiyta sér - vera oröin of sein? Þegar orðið tími nefnt dettur flestum í hug streita og tímaskortur. getur þaö veriö aö konur upplifi tímann á allt ann- an hátt en karlar? Aö konur og karlar hafi mismun- andi aögang aö tímanum? Aö nútíma hugmyndir um tímann geri héfðbundin störf kvenna ósýnileg? Aö hlutastörf kvenna séu mótmœli gegn ríkjandi hugmyndum um tímann? Aö tími kvenna sé fyrst og. fremst tími annarra? KONUR * TIL /\0 GETA SLAPPAÐ /\F Karen Davies er breskur félags- fræðingur sem starfar við Lundar- háskóla í Svíþjóð. Hún hefur fengist við kvennarannsóknir og hefur meðal annars rannsakað hagi atvinnulausra kvenna. Það var þá sem henni varð ljóst hve tíminn, eða öllu heldur tíma- skortur, var ofarlega í huga kvenna. Það varð til þess að hún fór að skoða þetta fyrirbæri — tímann — og þau áhrif sem hann hefur á líf okkar. Karln Davies nefnir tvenns konar hugmyndir sem fólk hefur um tímann. Annars veg- ar aö tíminn sé hringrás eöa síendurtekiö ferli (cyclical/ process time). Hins vegar aö 6 tíminn sé óbrotin bein lína (linear time). Þeir sem upplifa tímann sem hringrás vinna yfirleitt störf sem tengjast nánasta umhverfi þeirra og gangi náttúrunnar. Þetta eru störf sem fela í sér stöðuga endur- tekningu á núinu; störf sem stjórnast ekki af klukkunni held- ur af þeim verkum sem þarf að sinna hverju sinni. Daglegt líf margra kvenna stjórnast til dæmis mjög af verkum sem krefjast sx- felldra endurtekninga, verkum sem taka mislangan tíma frá degi til dags. Þetta getur verið matseld, innkaup, bleyjuskipti — eða yfir höfuð að sjá til þess að þörfum allra fjölskyldumeðlima sé sinnt. Fyrr á tímum var það mun algeng- Ljósmynd: Per Lindström ara að fólk — karlar sem konur — lifði samkvæmt þess konar tíma. Línubundinn tími vísar hins vegar til þess að litið er á tímann sem beina og óbrotna línu sem teygir sig frá fortíðinni gegnum nútíðina og inn í framtíðina. For- tíðin er nokkuð sem maður segir skilið við fyrir fullt og fast og framtíðin teygir sig inn í óþekkta eilífðina. Þótt báðar þessar að- ferðir við að líta á tímann séu til staðar í dag, þá er hugmyndin um tímann sem beina óbrotna línu ráðandi; tímann sem ég kalla einnig karlhverfan tíma. Þessi tími er tákn breytinga fremur en stöðugleika og felur í sér hug- myndir um að tímann sé hægt að hluta niður eða hólfa, og meta ná- kvæmlega. Ég vil halda því fram að ríkjandi hugmyndir um tím- ann hafi orðið til fyrir tilstilli karla. Ekki allra karla, heldur þeirra sem hafa haft völdin í þjóð- félaginu á hverjum tíma. Þaö hefur stundum veriö sagt aö konur hugsi í hring en karl- ar í beinni línu. Hefur þaö eitt- hvaö aö gera meö mismun- andi upplifun kynjanna ó tímanum? Það er erfitt að segja. En sé það rétt að konur hugsi meira í hring en karlar þá stafar það af því að það tilheyrir daglegu lífi kvenna að hugsa um síendurteknar þarfir annarra. Daglegar kröfur sem gerðar eru til kvenna hafa í för með sér að þær verða að hugsa öðruvísi en karlar og nota tímann öðruvísi en þeir. Þrátt fyrir að konur hugsi vitaskuld fram á við þá hugsa þær mjög mikið um nú- tíðin og um nákomna framtíð. Það er þó ekki hægt að segja að allir karlar upplifi tímann sem beina línu og allar konur upplifi tímann sem hringrás. Svo einfalt er það ekki. Bæði karlar og konur upplifa tímann bæði sem hringrás og sem línu. En konur — vegna reynslu sinnar af umönnunar- störfum alls konar, bæði innan og utan heimilisins — upplifa tím- ann mun sterkar en karlar sem sí- endurtekið ferli, sem hringrás. Hvaöa áhrif hefur aukin úti- vinna kvenna á upplifun þeirra af tímanum? Hún hefur þau áhrif að konur stjórnast æ meira af klukkunni og þá verða átökin hvað áþreifanleg- ust á milli þessara tveggja tíma. Flestar mæður sem þurfa að vera mættar til vinnu á ákveðnum tíma að morgni kannast við hve erfitt það getur verið að áætla þann tíma sem það tekur að sinna and- legum og líkamlegum þörfum barnanna. Það tekur mislangan tíma að gefa börnunum að borða, klæða þau og koma þeim á dag- heimilið. Börnin krefjast ekki sömu umönnunar frá degi til dags; þau eru ekki alltaf jafn fljót að borða, það tekur mislangan tíma að klæða þau, einn daginn vilja þau sitja í kerrunni, næsta dag vilja þau fá að ganga sjálf og svo framvegis. Og þau eiga erfitt með að skilja að það geti skipt höfuð máli hvort þau leiki sér fimm mínútunum lengur eða skemur áður en lagt er af stað. En það eru mínúturnar sem reka „Konurreyna aö skapa sér sinn eigin tíma um leiö og þœr gera eitthvaö nauö- synlegt. Þetta er mjög mikilvœg staö- reynd því þaö hve mikinn tíma viö höf- um fyrir okkur sjólf er einnig spurning um völd.“ okkur áfram hvað sem hver segir. Mannleg samskipti eru hins vegar þess eðlis að það er ekki hægt að skipuleggja þau í klukkutímum og mínútum svo vel fari. Þetta gildir ekki síst um börn og gamal- menni; þá hópa sem Iáta ekki stjórnast svo auðveldlega af klukkunni. Öll mannleg sam- skipti og öll störf sem krefjast um- önnunar og tilfinninga eru þess eðlis að það er ekki hægt að ákveða fyrirfram með neinni ná- kvæmni hvenær þau eigi að byrja og hvenær þeim á að ljúka. Þú hefur haldiö því fram aö þaö aö líta á tímann sem beina línu hafi haft í för meö sér aö heföbundin kvenna- störf, umönnun og heimilis- störf hafi oröiö ósýnileg. Já það er rétt, því að í þjóðfélag- inu í dag er tíminn metinn í pen- ingum. Allt sem gert er á að vera hægt að mæla, en mörg hefð- bundin kvennastörf eru þess eðlis að það er ekki hægt að mæla þau, hvorki í tíina né peningum. Því verða þau ósýnileg. Þaö hefur stundum veriö sagt aö tími kvenna einkennist mjög mikiö af tíma annarra. Maður hugsar oft þannig um tím- ann að allir hafi jafnan aðgang að honum, að tímanum sé jafnt skipt og allir geti ákveðið hvernig þeir noti hann. Þetta er hins vegar mis- skilningur. Tími kvenna fer að stórum hluta í að sinna þörfum annarra einstaklinga. Að fara með börnin til læknis, í afmæli, sinna veikum foreldrum, skipuleggja fjölskylduboð, sinna eiginmann- inum og svo framvegis. Þetta hef- ur í för með sér að konur hafa lít- inn tíma fyrir sig sjálfar. Það er einnig stór munur á þeirri aðstöðu sem karlar og konur hafa til þess að slappa af, að loka sig af um stund frá öllu öðru. Sé maður í launavinnu þá hefur maður selt hluta af tíma sínum til atvinnu- rekanda. En ef við skoðum þann tíma sem eftir er að loknum vinnudegi blasir við okkur mjög kynbundinn veruleiki. Karlar eiga mun auðveldara með að ,,loka sig af“ — að gera nákvæm- lega það sem þá lystir án þess að þurfa að hafa áhyggjur af öðrum. Konur — bæði vegna þess um- önnunarhlutverks sem þær gegna, en einnig vegna þess að þær láta ekki eftir sér að „loka sig

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.