Vera - 01.02.1990, Side 3

Vera - 01.02.1990, Side 3
TUNGU- MÁLIÐ Mikið hefur verið skrafað og skrifað um mikilvægi tungumáls- ins, sem undirstöðu menningar og sjálfstæðis einnar þjóðar. En hvern- ig er þetta tungumál okkar notað og hvaða þýðingu hefur það fyrir konur og sjálfstæðisbaráttu okkar? Það er spurning sem verður sífellt áleitnari að minnsta kosti hvað mig snertir. Ef ráða má af allri umræðu, hvort heldur er í dagblöðum eða öðrum fjölmiðlum, þá er þetta samfélag okkar aðeins byggt körl- um. Allt er karlkennt, sífellt er vísað til fólks í karlkyni. Auðvitað er yfirleitt verið að tala um karla og við þá, sem er annar hand- leggur, en er þó bæði orsök og afleiðing af málnotkuninni. Þegar fólk er alið upp við það að öll umræða er í karlkyni þá er alls ekki óeðlilegt að persónurnar sem leitað er til og umræðan snýst um séu af því hinu sama kyni. Flest starfsheiti og orð yfir gerendur eru karlkynsorð, shr. alla stjórana, formennina, fræðingana og ráðherrana. Og vegna þess að nafnorðin eru karlkyns er talað um manneskjurnar á bak við þau í karlkyni. Það er málfræðilega rétt. Þess vegna segir Morg- unblaðið hann um forseta íslands og leyfir ekki að sagt sé t.d. ,,Forseti íslands verður viðstödd ...“ Það telst röng málnotkun og reglur málfræðinnar skulu virtar. En fjölmiðlum, t.d. Ríkisútvarpinu og Morgunhlaðinu, sem orðið hefur tíðrætt um tiltekinn formann sem bjargvætti hafa ítrekað brotið þessar sömu reglur og búið til nýjar. Það liggur auðvitað í augum uppi að ekki er hægt að vísa til mikils metins karlmanns í kvenkyni. Orðið bjargvættur er nefnilega kvenkyns orð. Þá er kyni orðsins einfaldlega breytt. Kannski halda menn almennt að bjargvættur sé karlkyns orð vegna þess að það að vera bjargvættur feli í sér svo karlmannlega eiginleika! Hver veit. En að minnsta kosti ættu málfræðingar að vita betur. Á gamlársdag fór dægurmáladeild Ríkisútvarpsins á stúfana í leit að bjargvætti komandi árs eða áratugar, sem völva hafði spáð að kæmi fram í dagsljósið. Sigurður G. Tómasson, (er hann ekki málfræðingur?) og Stefán Jón Hafstein sögðu dægurmáladeildina hafa leitað að hugsanlegum bjargvætti (í karlkyni!) sem ef til vill gæti leitt j^jóðina á rétta braut. Þegar hér var komið sögu beið ég spennt eftir að heyra hver árangur leitarinnar væri. En vonbrigði mín og gremja voru mikil þegar þeir félagar kynntu þrjá karl- menn úr fjölmiðla- og skemmtanaiðnaðinum sem hugsanlega bjargvætti! Enga konu. Skýringin sem gefin var var sú að sam- kvæmt lýsingu völvunnar væri viðkomandi hár maður og ljós- hærður. Svo er sagt að konur séu líka menn! Er það nokkuð undarlegt að fáum detti til hugar að tilnefna konur í vali um mann ársins, íþróttamann ársins og hvað þetta heitir nú allt, þegar virtir og reyndir málfræðingar og fjölmiðla- menn falla í þessa gröf? Þegar við tölum reynum við auðvitað alltaf að tala rétt mál. En fjölmiðlafólk og annað fólk verður að gera sér grein fyrir því hve tungan og notkun hennar vegur þungt í allri félagsmótun. Hún getur verið og er kúgunartæki. Allir titlar metorðastigans eru karlkyns sbr. forseti, ráðherra, fræðingur og forstjóri. Þeim fylgja þau skilaboð að þann stiga skuli karlkyns manneskjur klífa. En burtséð frá öllum metorðastigum, þá er það sjálfsögð og eðlileg krafa að til fólks sé vísaö eftir líffræðilegu kyni þess frem- ur en eftir kyni orða. Það hve tungumálið, upphygging þess og reglur, getur haft nei- kvæðar og alvarlegar afleiðingar fyrir menningu kvenþjóðarinn- ar og frelsisbaráttu, er flötur á málræktarátakinu sem alveg hefur gleymst í öllum vaðlinum. Kristín A. Árnadóttir. ÖLÉTTA TIL SÖLU 5 KONUR SLÓRA TIL AD GETA SLAPPAÐ AF 6 Breski félagsfræðingurinn Karen Davies gerir grein fyrir kenningum sínum um mis- munandi tímaskyn karla og kvenna. MÖPPULÍF 10 Um nútímamöguleika að hafa stjórn á tíma sínum með hjálp námskeiða og mappa. HEF ALLTAF VERIÐ „LISTAMANNESKJA“ 12 Rætt við Kristínu Björnsdóttur um áhrif móðurhlutverksins á tímann. BLÖNDUN B/ETIR UMHVERFID 13 Frá ráðstefnu um lokaniður- stöður jafnréttisverkefnisins Brjótum múrana. ERU ÞEIR VANDAMÁLID? 15 Rætt við Cynthiu Cockburn, sem hefur kannað viöbrögð karla við kvenfrelsisbaráttunni. FIÐLA - ER ÞAD HLJÖÐFÆRI? 19 Herdís Gröndal segir frá lífi sínu. HADEGI 23 Smásaga eftir Hrafnhildi Schram. UNIFEM 25 TÆKNIFRJÓVGUN 27 Rætt við Sigríði Lillý Baldurs- dóttur um þingsályktunar- tillögu um skýrar reglur varð- andi tæknifrjóvgun. -r* ■■ jjSjL'i lAaw SAMSTARFID 30 Rætt við fulltrúa minnihlutans í borgarstjórn. TOFU 34 Mataruppskriftir! UM BÆKUR 35 3

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.