Vera - 01.02.1990, Page 26
hún dvelji oft lengi að heiman
vegna starfs síns. Asiyo er hávaxin
og glæsileg kona sem flytur mál
sitt af festu og yfirvegun, hún
hækkar þó aldrei róminn heldur
eins og hvíslar. Hreyfingar hennar
eru hægar og lausar við fát og það
er einhver undarlegur seiður í
allri hennar framkomu.
„Eins og siður er heima meðal
míns fólks var ég gefin manni án
þess að hafa nokkuð um það að
segja — en ég var svo lánsöm að
hann er góður maður og hefur
ætíð virt mig og mínar langanir.
Við eigum fjögur uppkomin
börn, tvær dætur og tvo syni sem
öll hafa gengið menntaveginn,
önnur stúlkan er tölvufræðingur
en hin er læknir. Ég lagði áherslu
á að þær fengju þá menntun sem
hugur þeirra stefndi til ekki síður
en drengirnir. Ég hef alla tíð verið
virk í allskyns félagsstarfi og
hreifst snemma með í baráttu
landa minna fyrir sjálfstæði. Við
vorum saman konur og karlar í
fjölmennri grasrótarhreyfingu, ég
hafði engan áhuga á að vera í far-
arbroddi en mikla þörf fyrir að fá
að vera með og leggja mitt af
mörkum. En konurnar hvöttu
mig og undan því varð ekki vik-
ist.“
Phoebe Muga Asiyo var fulltrúi
Kenya á þingi Sameinuðu þjóð-
anna á árunum 1966-1971 þar
26
Phoebe
Muga Aslyo
„Vatnsburöur er
þrœldómur. Konurn-
ar þekkja ekkert
annað, en það er
stórkostleg upplifun
að vera með þeim
þegar okkur hefur
tekist að aðstoða
þœr við að létta
þeim daglegu störf-
in. Oft þarf svo lítið
til að gera stórvirki."
sem hún sat meðal annars í nefnd
sem átti að vinna að bættri stöðu
kvenna. 18. desember 1979 var
svo samningur um afnám allrar
mismununar gagnvart konum
undirritaður á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna. íslending-
ar urðu raunar ekki fullgildir aðil-
ar að þeim samningi fyrr en 18.
júní 1985, eða fimm og hálfu ári
síðar hvernig sem á því stendur. í
samningnum stendurm.a.: ,,Mis-
munun gagnvart konum brýtur í
bága við grundvallarreglur um
jafnrétti og virðingu fyrir mann-
gildi, hindrar þátttöku kvenna á
jafnréttisgrundvelli í stjórnmála-,
félags-, efnahags- og menningar-
lífi í löndum þeirra, hindrar
aukna hagsæld þjóðfélags og fjöl-
skyldu og veldur því að örðugra
er fyrir konur að notfæra sér til
fulls möguleika sína til þjónustu
fyrir land sitt og mannkynið.“
Árið 1979 var Phoebe Muga
Asiyo kjörin á þing í Kenya og sat
þar allt til ársins 1988 en tók sér
þá hlé frá þingstörfum til að
gegna starfi sem sérstakur sendi-
fullrúi UNIFEM.
UNIFEM er sjóður sem hefur
það hlutverk að aðstoða konur í
þróunarlöndum Suður-Ameríku,
Afrxku og Asíu við ýmiskonar
þróunarstörf. Hann var stofnaður
á allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna árið 1976 í upphafi
kvennaáratugar. Lögð hefur verið
áhersla á að lána fé fremur en að
veita styrki úr sjóðnum og reynsl-
an hefur verið sú að konurnar
standa nánast undantekninga-
laust í skilum. Yfirleitt er um lágar
upphæðir að ræða á vestrænan
mælikvarða en þó nægilega háar
til að valda straumhvörfum í lífi
þessara kvenna.
Sjóðurinn fær ekki fastar fjár-
veitingar frá Sameinuðu þjóðun-
um heldur renna til hans frjálsir
styrkir frá ýmsum aðildarlönd-
um, ýmist frá ríkisstjórnum land-
anna eða félagasamtökum en víða
hafa verið stofnuð UNIFEM félög
sem sérstaklega safna fé til sjóðs-
ins.
„Okkur er orðið ljóst að konum
er sýnt um að sjá um fjármálin.
Þær eyða öllum sínum peningum
í fjölskylduna og afkoma heimil-
anna hefur batnað. Konur standa
fyrir 80% búa í Afríku og u.þ.b.
60% búa í Suður-Ameríku. Karl-
arnir eru oft langdvölum fjarri
heimilunum við launavinnu, það
er því x verkahring kvennanna að
sjá um allan daglegan rekstur og
vinnudagurinn er oft langur — 16
klst. alla daga vikunnar er ekki
óalgengt. Vatn er víða af skornum
skammti þannig að sumar kvenn-
anna þurfa að ganga allt að 15 km.
vegalengd til að sækja vatn. Einu
sinni las ég skýrslu vestræns fé-
lagsfræðings um störf kvenna í
Afríku þar sem hann segir m.a. frá
þessum vatnsburði þeirra sem
hann taldi félagslega jákvæðan
því konurnar hittust við vatnsból-
in og hefðu augljóslega af því
nokkra ánægju. Ég fylltist reiði
þegar ég las þetta, mér fannst vera
í því slík lítilsvirðing við þessar
konur sem nauðbeygðar ganga til
þessa verks. Vatnsburður er þræl-
dómur. Konurnar þekkja ekkert
annað, en það er stórkostleg upp-
lifun að vera með þeim þegar
okkur hefur tekist að aðstoða þær
við að létta þeim daglegu störfin.
Oft þarf svo lítið til að gera stór-
virki.
Víða í Afríku fara konur með 5-
7 stundir á degi hverjum í að
þreskja og mala korn fyrir fjöl-
skyldur sínar. UNIFEM hefur nú
aðstoðað konur í nokkrum þorp-
um í Gambíu við að koma upp
einföldum myllum þar sem sama
verk tekur 5 mínútur. Konunum
er kennt að annast allar viðgerðir
á tækjunum sem skiptir miklu
máli eins og dæmin sanna. Þær
borga fyrir að fá kornið malað en
á móti fá þær tíma til að sinna
öðru m.a. til að rækta meira en
sem nemur því sem fjölskyldan
þarf, umframræktunina geta þær
svo selt. Myllurnar mala þvíbæði
tíma og peninga fyrir þessar kon-
ur og skapa þeim þannig grunn til
að byggja á nýtt, sjálfstætt líf.
,,Nú hef ég tíma til að láta mig
dreyma og tíma og peninga til að
láta þá drauma rætast“ sagði ein
þeirra eitt sinn við mig og það eru
orð sem þessi sem knýja mig
áfram í starfi mínu fyrir
UNIFEM,“ sagði Phoebe Muga
Asiyo. S.L.B.
UNIFEM á fslandi hefur pósthólf
nr. 353/270 Mosfellsbæ. Þær sem
vilja gerast félagar eða fá upplýs-
ingar geta lagt þar inn beiðni eða
sótt framhaldsstofnfund sem
haldinn verður í byrjun apríl n.k.
Fundurinn verður auglýstur í
dagblöðum.