Vera - 01.02.1990, Page 12

Vera - 01.02.1990, Page 12
HEF ALLTAF VERIÐ MANNESKJA" Kristín Björnsdóttir er rekstar- hagfræðingur og tók við stöðu markaðsstjóra Plastprents eftir að hún lauk mastersgráðu í markaðs- málum frá Colorado State University árið 1985- Síðan gerð- ist hún framkvæmdastjóri bóka- klúbbsins Veraldar og þegar íslenski bókaklúbburinn var stofnaður tók hún við fram- kvæmdastjórn hans. En fyrir tæpu ári urðu umskipti í lífi hennar þegar sonurinn Björn Óli fæddist og hún hætti að mestu að vinna utan heimilis. Enn sem fyrr kenn- ir hún þó með öðrum störfum sínum, í Tækniskólanum og Við- skiptaskólanum. Hvað finnst henni um hugmyndir um mis- munandi tímaskyn kvenna og karla? Ég er ósammála því að það sé svo mikill eðlismunur á tímaskyni kvenna og karla. Það er fyrst og fremst munur milli einstaklinga og svo hlýtur fordæmi og uppeldi að skipta miklu máli. Ég er alls 12 „Ég er alls ekki sam- mála því sem svo oft er sagt að konurséu óskipulagðar. Þvert á móti held ég að þœr skipuleggi tíma sinn off miklu betur en karlar.“ ekki sammála því sem svo oft er sagt að konur séu óskipulagðar. Þvert á móti held ég að þær skipu- leggi tíma sinn oft miklu betur en karlar. Þegar ég var í háskólanum var þar töluvert af konum sem voru með fjölskyldur, börn, en luku náminu samt á eðlilegum tíma. Þær stóðu sig mjög vel og það finnst mér til marks um gott skipulag. En finnur þú fyrir mun á því hvernig þú skipuleggur tíma þinn nú þegar þú ert heima- vinnandi móðir, og þegar þú varst í stjórnunarstarfi sem menn tengja yfirleitt tíma- skipulagi? Ég hef alltaf verið „listamann- eskja‘ ‘, það er að segja ég hef gert lista yfir það sem ég þarf að gera og fengið mikið út úr því að geta krassað yfir það sem ég er búin að gera. Ég skrifaði lista þegar ég var tólf ára að fara í fullnaðarpróf og núna skrifa ég lista yfir það sem ég þarf að gera á heimilinu. Auð- vitað getur verið erfitt að skipu- leggja tíma sinn nákvæmlega þeg- ar maður er með lítið barn, en þessi aðferð hefur dugað mér mjög vel. Ég notast við dagbók alveg eins og þegar ég var útivinn- andi, munurinn er bara sá að nú stendur á listanum: skúra, setja í þvottavélina o.s.frv. Þótt einhver úti í bæ sjái ekki að búið sé að ryk- suga og þvo þvottinn, þá verður þessi vinna á vissan hátt sýnileg þegar ég er búin að strika yfir á listanum. En þetta þykir mannin- um mínum mjög fyndið... Helduröu aö karlmenn myndu gera slíka lista? Kannski ekki, enda eru það sjald- an þeir sem sinna þessum störf- um. Sennilega fer það mest eftir því hvað þeir hafa fyrir sér í upp- eldinu. Sumar mæður gera allt sjálfar og aðrir koma ekki nálægt þeirra verkum, annars staðar hjálpast öll fjölskyldan að við heimilishaldið. En hvaö segir þú um að konur eigi léttara með að vinna mörg störf í einu en karlmenn og getur vinnumarkaðurinn kannski eitthvaö lœrt af því vinnulagi? Sennilega er eitthvað til í því, konur eru vanar að þurfa að hafa margt í takinu í einu. En þetta fer auðvitað mikið eftir störfum, ein- hæf störf byggjast á línulegum tíma, maður gerir eitt á eftir öðru, en önnur störf, til dæmis stjórn- unarstörf krefjast þess að hugsað sé um margt í einu. Oft þarf að halda fjölbreyttu starfi gangandi þannig að þau tvinnist vel saman og tíminn nýtist til hins ítrasta. En hvaö segir þú um þessa sí- felldu endurtekningu og ósýnileik sem sagt er aö ein- kenni störf kvenna ó heimil- um? Það er alveg rétt að það sést ekki alltaf hvort starfið er unnið eða ekki og það er mikið um endur- tekningu, en jafnvel í endurtekn- ingunni getur verið fjölbreytni frá degi til dags. Og heimilisstörf eru fjarri því að vera einu störfin sem eru þessu marki brennd. Það eru fastir punktar í flestum störfum, verk sem þarf að vinna aftur og aftur. Ég geri ráð fyrir að um sex- tíu prósent af starfi mínu hjá íslenska bókaklúbbnum hafi ver- ið síendurtekið ferli, verk sem þurfti að vinna á hverjum degi eða í hverjum mánuði en þau tóku þó sífellt breytingum eins og vinnan heima. Ertu sammála því aö konur „slóri“ stundum til aö eiga stund meö sjálfum sér? Ég veit ekki hvað skal segja, ég myndi frekar segja að þær finni sér tíma til að slaka á meðan þær eru að gera eitthvað annað og að því leyti eru j:>ær kannski ólíkar karlmönnum, þótt ég endurtaki að á þessu er fyrst og fremst ein- staklingsmunur. Finnst þér umönnun barns hafa breytt hugmyndum þín- um um tíma? Já, ég skil miklu betur nú en áður hvers vegna móðir getur ekki hugsað sér að mæta til vinnu ef barnið hennar er veikt. Mér finnst þetta líka eiga við marga unga feð- ur. Umhyggja fyrir ættingjum hvflir fyrst og fremst á konunum, karlar á miðjum aldri koma þar varla nærri en þeir yngri og eldri frekar. En ég vil fara varlega í að telja þetta eðlislægt. Það eru ýms- ir karlmenn, meðal annars kolleg- ar mínir, sem öfunda mig af því að vera löglega afsökuð og geta tekið mér tíma í að annast barnið mitt, ég held þeir vildu gjarnan vera í mínum sporum. aób.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.