Vera - 01.07.1990, Blaðsíða 2

Vera - 01.07.1990, Blaðsíða 2
TÍMARIT UIVI KONUR OG KVENFRELSI K ona nokkur var um daginn kölluð í fréttaviðtal. Einmitt þann dag hafði hún höfuðverk. Dúndr- andi hausverk og honum fylgdi óskýr hugsun og orð í feluleik. Æ, samstarfsmenn mínir geta farið, hugsaði hún, karlarnir eiga yfirleitt auðvelt með að tala. En þá minntist hún þess hve konuandlit eru fáséð á skerminum í fréttatímum. Svo hún reis úr rekkju og dreif sig í viðtalið. Af efni þessarar Veru er það tvennt sem er mest áberandi. Það er sjúkdómurinn mígren, sem er mjög algengur einkum meðal kvenna. Ogþað er umfjöllun um konur og fjölmiðla — hvaða mynd fjölmiðlar gefa af konum og hvern- ig það er fyrir konur að vinna við fjölmiðla. Oft er sagt að fréttirnar séu spegill samfélagsins. En ef svo er — ef fréttirnar eru bara speglar — þá eru þær pínulitlir handspeglar sem er brugðiö fyrir andlit strák- anna sem stjórna landinu. Það vantar stóra spegla sem ná öllum þjóðarlíkamanum. Það vantar í fréttirn- ar spegilmynd af konum. Systur, það er okkar höfuðverkur. B.Á. ESTER BLENDA NORDSTRÖM Þegar sænska blaðakonan Ester Blenda Nordström var nýbyrjuö að vinna við Sænska Dagblaðið árið 1914 fékk hún sumarleyfið sitt í maí. Þar sem maí- mánuður þótti vonlaus sumarleyfismánuður ákvað hún að ráða sig sem vinnukonu á bóndabæ einn í Sörmlandi. Þetta átti bara að vera Iítið ævintýri, en varð upphafið að frægðarferli hennar og ef til vill má rekja upphaf nýrrar greinar blaðamennsku til þessa ævintýris hennar. Þegar Ester Blenda Norström mætti til vinnu eftir fríið kallaði aðstoðar- maður ritstjóra í hana og spurði: — Hvað gerði fröken Nordström í leyfinu? Fröken Nordström sagði frá því og hann fékk áhuga. — Þér fáið auka sumarleyfismánuð, ef þér skrifið um þetta. Og það gerði fröken Nordström. Daginn sem fyrri heimsstyrjöldin braust út birtist fyrsta grein hennar um líf og kjör vinnukvenna í Sænska Dagblaðinu. Henni var slegið upp á opnu með tveimur myndum af höfundi í hlutverki vinnukonu. Þetta var ákaflega óvenjulegt blaðaefni á þessum tíma þegar flestar greinar voru stuttar og skrifaðar í ópersónulegum stíl. En Ester Blenda hristi aldeilis upp í blaðaheiminum með jiví að lýsa eigin reynslu, sem var svo venjuleg að hún varð framandi. Hún lýsir sænsku atvinnulífi innan frá, og með nákvæmum umhverfislýsingum, samtölum og sínum persónulega stíl býöur hún lesanda í feröalag um veruleikann. En jafnframt gerir hún grein fyrir eigin hugsunum, tilfinningum og skoðunum. Hún færir veruleikann í skáldlegan búning án þess að úr verði bókmenntir. Þessi tegund blaðamennsku sem nú á dög- um birtist í hverju einasta blaði var að fæðast. Ester Blenda skrifaði níu greinar um vist sína á bænum. Ófegraðar lýsingar á atvinnuástandi vinnukvenn- anna vöktu mikla athygli mitt í ógn heimsstyrjaldarinnar. Þessar konur unnu frá hálf fimm á morgnana til níu á kvöldin alla daga ársins, en fengu nokkurra klukkustunda frí um helgar. Ester Blenda dró þó ekki ein- göngu upp svarta mynd af Iífi þeirra, heldur lýsir hún lífsgleðinni og kraftinum sem hún kynntist í |)eirra hópi. En bóndinn sem hún kallar Berg fær slæma útreið. Eftir aö greinarnar birtust reyndi hann að ná sér niðri á þessari „sígarettureykjandi Stokkhólmsdömu" með því að leigja penna lil að skrifa hana niöur. Sú tilraun mistókst og greinar Esterar Blendu komu út í bókarformi, sem seldist í fimmtán upplögum. Ester Blenda Nordström fæddist árið 1891. Eftir stúdentspróf fór hún í læri á Sænska Dagblaðinu, þar sem hún fékk að skrifa stuttar greinar um hefðbundin kvennamál. Á þessum tíma voru dagblööin að opna dyr sínar fyrir kvenkyninu. Ester Blenda skrifaði um stúlknakóra og skátamót, en hún skrifaði öðruvísi en áöur hafði veriö gert. Hún notaði t.d. viðtalsformið, sem þá var óalgengt og henni tókst að nálgast viðmælendur sína og draga upp heilsteyptar myndir með fáum orðum. Eftir að Ester Blenda sló í gegn sem vinnukona fékk hún viðameiri verkefni. Hún ferðaðist um, setti sig inn í aðstæður fólks og skrifaði um það með hjartablóði sínu. Hún lýsti mótorhjólaferð um Smálönd, fylgdist með mótmælaaðgerðum bænda og réðst sem kennari til Samabyggða í Norður-Svíþjóð og Finnlandi. Þar klæddist hún búningi Sama, læröi finnsku og skrifaði sitt heilsteyptasta greinasafn. Bækur hennar voru mikið lesnar og hún varð fyrirmynd annarra blaðakvenna. Konur í blaðamannastétt voru flestar af góðum ættum og dreymdi um að verða rithöfundar. Ester Blenda átti sér líka þann draum. Hún skrifaði barnabók um munaöarlausa stúlku sem ekki lét sér allt fyrir brjósti brenna. Hin fræga Lína langsokkur sótti ýmislegt til þessa fyrirrennara síns. Þegar hér var kfjmið sögu var Ester Blenda ekki í fastri vinnu. En hún stundaði skemmtanalífið samvisku- samlega og áfengisfíkn gerði að lokum út af við hana, bæði sem skrifandi og lifandi manneskju. Þó átti hún eftir að ferðast um heiminn og skrifa athyglisverðar ferðabækur og gel'a út fleiri bækur um formóöur Línu langsokks. Arið 1936 fékk hún heilablóðfall og lifði ósjálfbjarga í umsjá bróður síns þar lil að hún dó árið 1948. Þá var hún gleymd af samtíð sinni, en í huga Iesenda lifir þessi brautryðjandi í blaðamennsku ennþá. 3/1990 - 9. árg. VERA Laugavegi 17 101 Reykjavík Útgefendur: Samtök um Kvennalista og Kvennaframboö í Reykjavik. Sími: 22188 Mynd á forsíöu: Anna Fjóla Gísladóttir Ritnefnd: Elísabet Þorgeirsdóttir Ragnhildur Vigfúsdóttir Anna Ólafsdóttir Björnsson Sigrfður Lillý Baldursdóttir Ingibjörg Sólrún Gfsladóttir Hildur Jónsdóttir Björg Árnadóttir Starfskonur Veru: Kicki Borhammar Ragnhildur Vigfúsdóttir Vala Valdimarsdóttir Útllt: Kicki Borhammar Ábyrgö: Björg Árnadóttir Setning og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Prentberg Bókband: Bókagerðin Plastpökkun: Vinnuheimilið Bjarkarás. Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki cndilega stcfna útgefenda. 2

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.