Vera - 01.07.1990, Qupperneq 24
FJÖLMIÐLAR Á
FORSENDUM KVENNA
ÞRJÁR FJÖLMIÐLAKONUR RÆÐA MÁLIN
Hvaö er frétt?
Hvernig er fréttin
matreidd? Eru fjöl-
miölar kvenfjand-
samlegir vinnustaö-
ir? Þetta og margt
fleira ber á góma
hjá Sigrúnu Stefáns-
dóttur, Magdalenu
Schram og Hildi
Jónsdóttur.
Engum heilvita manni dettur í
hug að skrifa grein og taka viðtöl
undir yfirskriftinni Karlar og
fjölmiðlar. Ekkert frekar en að
skrifa um efnið Karlar og atvinnu-
lífið. Á hinn bóginn skýtur við-
fangsefninu Konur ogfjölmiðlar
oft upp. Ástæðan er einföld. A
fyrstu árum kvennahreyfingar-
innar nýju var hlutur kvenna inn-
an fjölmiðlanna ennþá hverfandi
og miklum kröftum var beint að
því að afhjúpa hvaða mikilvæga
hlutverki fjölmiðlar gegndu í því
að viðhalda niðurlægjandi kyn-
hlutverkum kvenna. Konur voru
orðnar leiðar á því að lesa skrif
karla um hvernig konur voru inn-
réttaðar til sálar og líkama, félags-
lega og pólitískt, og hvernig þeim
bar eða ekki bar að vera. Veruleiki
þeirra var annaðhvort ekki á dag-
skrá eða skrumskældur í góðsemi
eða háðungarskyni. Lágmarks-
krafa var að leyfa konum að
minnsta kosti að tala máli sínu
sjálfar. Þá kom að því að konur
knúðu á dyr fjölmiðlanna og
sögðu: Megum við vera með? En
meira hefur gerst. Núna láta þær
sér ekki nægja að biðja leyfis held-
ur fullyrða: Við eigum að vera
með. Bæði sem starfsmenn fjöl-
miðlanna og sem viðmælendur.
Það er af því að konur krefjast
þess af fjölmiðlunum að í staö
þess að endurspegla eingöngu
mismunandi skakka mynd karla
af konum og þeirra raunveru-
leika, ef þeir á annað borð muna
eftir þeim, þá þjóni þeir konum
og þörfum þeirra á lífsins marg-
brotnu sviðum, verði tæki fyrir
konur að skilja sinn eigin raun-
veruleika, þarfir og möguleika.
A síðustu árum hefur fjöldi
kvenna sem starfar við fjölmiðl-
ana farið hraðvaxandi. Sá vísir aö
menntun á sviði fjölmiðla sem
sprottið hefur upp í Háskólanum
og í fjölbrautaskólunum dregur til
sín konur að miklum meirihluta.
Því bendir allt til að hlutur þeirra
haldi enn áfram að vaxa. Eins og
á öðrum sviðum þjóðfélagsins
þar sem karlar hafa samið leik-
reglurnar og gefið spilin reka kon-
ur innan fjölmiðlanna sig á hindr-
anir sem felast í því hvernig vinn-
an er skilgreind og hvaða aðstæð-
ur eru búnar starfsmönnunum.
Um leið og konur og fjölmiðla
ber á góma er stutt yfir í gagnrýni
á ríkjandi fréttamat í fjölmiðlum,
bæði íslenskum og erlendum.
Spurt er Hvað er frétt og líka
Hvernig er fréttin matreidd.
Hverjum er sjálfkrafa gefið um-
boð til að skilgreina og tjá þjóð-
inni hver hagur hennar sé og
hverjar séu þarfir atvinnulífsins
meðan brýnustu þarfir annarra
þegna eiga sjaldan upp á pall-
borðið? Af hverju er næstum hver
tittur í sjó fréttaefni en vellíðan
barna og öryggi þeirra lítt merki-
legt til frásagnar?
Þegar meta á hlut kvenna í fjöl-
miðlum er ein aðferðanna sú að
telja saman hve oft er talað við
konur. í maflok birti Jafnréttisráð
niðurstöður könnunar sem gerð
var í mars á hlutfalli kvenna í við-
mælendahópnum í fréttatímum
sjónvarpsstöðvanna beggja. (Og
þótti ekkert ýkja fréttnæmt í fjöl-
miölum.JHann var 12,5%oghef-
ur tekið litlum breytingum frá því
að mælingar hófust, var reyndar
ívið minni núna en stundum áð-
ur. í mælingavikunni stóðu álvið-
ræður yfir og kann skýringarinn-
ar að vera að leita þar, því konur
eru lítt sjáanlegar í hétpi álfursta,
stjórnmálamanna, hagsmunaað-
ila og annarra þeirra sem glíma
við ,,alvörumálin“ í þjóðfélaginu
eins og þau virðast skilgreind af
fjölmiðlunum En eru ekki alltaf
einhverskonar álmál í gangi? Ef
l|1
■ 1 r aKm i ' ■ * ■ *J
ekki ál þá fiskur, ef ekki fiskur þá
endalausir aðalfundir, ef ekki þeir
þá eitthvað enn annað þar sem
konur eru úti í horni.
Þetta og margt fleira ber óhjá-
kvæmilega á góma þegar þrjár
konur sem allar hafa meira eða
minna starfað á vettvangi fjöl-
miðla hittast til að fjalla um konur
og fjölmiðla. Þær eru Sigrún
Stefánsdóttir doktor í fjölmiðla-
fræðum, dagskrárgerðarmaður
og starfandi fréttamaður á Sjón-
varpinu, Magdalena Scfíram sem
bæði hefur starfað sem blaðamað-
ur, ritstjóri og dagskrárgerðar-
maður og situr núna í útvarpsráði
og Hildur Jónsdóttir fjölmiðla-
fræðingur.
Ómálaefnalegt innskot: Hafið
þið tekið eftir því hvað konur eru
hikandi við að nota titlana sína?
Og að þegar karlar nefna þá er
það oft í háðungarskyni? Skyldi
Sigrún Stefánsdóttir oft hafa
heyrt ávarpið doktor Sigrún í
þeim tilgangi að móðga hana
pent, eins og aðrar konur hafa
sagt frá?
Sigrún hefur sjálf gert svipaðar
kannanir og Jafnréttisráð gerir nú
reglulega á hlut kvenna í viðmæl-
endahópi fjölmiðlanna. Þrátt fyr-
ir niðurstöður síðustu könnunar
finnst henni meiri ástæða til bjart-
sýni nú en nokkru sinni fyrr.
Sigrún: Ég get ekki sagt að
skipulagt átak sé í gangi á mínum
24