Vera - 01.07.1990, Blaðsíða 26

Vera - 01.07.1990, Blaðsíða 26
í þokkabót. En ég hef tekið eftir annarri ánægjulegri breytingu. Ég verð æ oftar vitni að því núna á allra síðustu árum að þegar frétta- kona gerir tillögu um umfjöllun- arefni af því að henni finnst það fréttnæmt, þá fær hún oftar stuðning frá karlkyns kollegum sínum en fyrir bara örfáum árum. Hildur: Þetta er þá spurning um að konum innan fjölmiðlanna fjölgi? Magdalena: Það er úrslita- atriði. En þá komum við að fjöl- miðlunum sem vinnustöðum. Þeir eru mjög mismunandi góðir út frá hagsmunum kvenna. Þau sem vinna í daglegu fréttunum á útvarpi, sjónvarpi og á dagblöð- unum eru yfirleitt undir miklu álagi. Vinnutíminn er oft langur, erfitt er að skipuleggja hann til hlítar og vinnan þarf að ganga fyr- ir öllu öðru. Karlar geta hringt heim og sagt að þeir þurfi að vinna lengur, en konur sem eru kannski háðar barnapössun og þvíumlíku eiga sjaldan einhvern bakhjarl stm reddar málunum í fjölskyldunni. Eða — ef þeir eiga slíkan bakhjarl, fá sig ekki til að ofgera honum. Hildur: Þar sem ég þekki til er- lendis er meiri skipting á milli vakta í daglegum fréttum og í fréttum eða greinaskrifum sem mega taka langan tíma í vinnslu. Algengt er að frétta- eða blaða- maður sé einfaldlega settur í mál og honum eða henni sagt að kafa ofan í það þangað til hann er kominn með eitthvað bitastætt. Fréttamaður er kannski bara stuttan tíma í einu á fréttavakt daglegu fréttanna. Fréttastofur útvarps og sjónvarps vinna þar mun meira dagskrárefni en bara fréttatímana sjálfa, alls kyns heimildaþætti og fréttatengda þætti sem hér virðast bæði af skornum skammti og oft unnir sem aukavinna utan venjulegs vinnutíma fréttamanna. Magdalena: Hér á landi hefur enginn fjölmiðill í daglegu frétt- unum bolmagn til að búa starfs- mönnum sínum þessar aðstæður nema ef vera skyldi Morgunblað- ið. Og hér er örugglega að finna skýringuna á því að konur eru frekar starfandi við helgarblöðin og tímaritin. Þar fær blaðamaður- inn (kannski) dágóðan skilafrest og getur skipulagt vinnu sína með tilliti til þess. Sigrún: Vinnutíminn á mínum vinnustað er mjög erfiður fyrir konur. Til dæmis lýkur vöktum ekki fyrr en eftir kvöldfréttir. Fréttastofan er þar að auki svo fá- liðuð að það er pressa á manni að vinna ekki bara fullt starf held- ur meira en það. Hafi maður dragnast með barn á dagheimili klukkan átta að morgni, þurft að ráða manneskju til að sækja það siðdegis og sér barnið svo kannski ekki fyrr en upp úr klukkan níu á kvöldin dögum saman, þá er nærtækt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort starfið sé virkilega þess virði. Við það bæt- ist að það er mjög erfitt að segja nei þegar þú ert beðin um að koma á aukavakt, til dæmis á helg- um. Ég kaus að láta mig hafa þetta, en ég lái ekki þeim konum sem finnst það ekki þess virði. En svo við snúum okkur aftur að hlut kvenna í viðmælendahópnum, eða viðtalsklúbbnum sem ég kalla oft svo, þá finnst mér ég ekki geta tekið svo sterkt til orða að full- yrða að rýr hlutur kvenna í frétt- um stafi af einhverri sérstakri meinsemd gagnvart konum í sjálfu sér. Fleira kemur til. Lítill mannafli og tímaskortur skiptir þar mestu. Magdalena: í útvarpsráði er að sjálfsögðu oft rætt um hvernig megi bæta fréttirnar. Það strandar alltaf á spurningunni um kostnaö. Og umræðan þar er ekkert sér- staklega tengd því að það þurfi að sinna konum betur og breyta inn- taki fréttanna til að koma til móts við þær. Það er rætt um að bæta fréttirnar, en hvernig á að gera það er ekki eins ljóst. Hildur: Hvernig mynduð þið lýsa því fréttamati sem ríkir í ís- lenskum fjölmiðlum? Sigrún: Það er fiskur, það eru atvinnumálin, það eru fréttir sem berast frá fyrirtækjum, stofnun- um og hagsmunasamtökum. Aö- alfundavertíðinni er nýlokið og það er samviskusamlega greint frá því sem þar gerist. Það er ríkjandi samkomulag um að þetta séu al- vörufréttir. Það segir sig sjálft að persónurnar á sviði þessara frétta eru karlar. Magdalena: Ég er sammála þessu. En mér finnst mikil þver- sögn ríkjandi í þessu landi þegar þetta fréttamat er réttlætt með því að þjóöfélagið sé svo lítið að fjár- magn skorti til að rækta annars „Veldi ég alltaf þá sem koma fyrst upp í hugann í tengslum við fréttir, vœru viö- mœlendurnir allir karlar. Það þart að leggja sig fram og það þart að hafa tíma til þess, en sá tími er ekki alltaf fyrir hendi. í þeim tilvikum er einhverj- um karli kippt upp og hann spurður.11 „... þessar fréttir eru yfirleitt unnar þannig að boðleiðin í fréttamiðluninni er yfirleitt bara á einn veg. Það er sífellt verið að segja frá þeim sem valdið hafa og taka ákvarðanirnar, en síður leitað þangað sem þolendur þess- ara ákvarðana eru og afleiðingarnar koma í ljós.“ konar fréttamat. Smæð þjóðfé- lagsins getur einmitt verið mikill kostur. í smáu þjóðfélagi ætti hið mannlega að vera nærtækara. í smáu þjóðfélagi ber meira á fram- taki einstaklinga og þar ættu stór- fyrirtæki, stjórnmálaflokkar og öflug hagsmunasamtök ekki að yfirskyggja allt annað eins og ger- ist hjá stórþjóðum. Konur í þessu landi eru alls staðar eitthvað að gera, en það gerist bara ekki á vettvangi þessara stóru aðila og þykir því síður fréttnæmt. Hildur Ef ríkjandi fréttmat er gagnrýnt segja menn gjarnan að þessar fréttir varði þjóðarhag eða atvinnulífið og snúist því beint eða óbeint um hagsmuni kvenna því þær vinni í fiskinum svo dæmi sé tekiö. En þessar fréttir eru yfir- leitt unnar þannig að boðleiðin í fréttamiðluninni er yfirleitt bara á einn veg. Það er sífellt verið að segja frá þeim sem valdið hafa og taka ákvarðanirnar, en síður leit- að þangað sem þolendur þessara ákvarðana eru og afleiðingarnar koma í ljós. Þetta er eitt af því sem að mínu mati gerir hlut kvenna minni. Magdalena: Gott dæmi um þetta eru fréttir af lúsarhækkun- um á barnabótum og meðlags- greiðslum. Yfirleitt er engin til- raun gerð til að leita uppi konur sem virkilega þurfa að reka heim- ili fyrir jjessa peninga og spyrja þær hvernig þær fara að. Sigrún: Það er ríkjandi slag- síða í fréttum og allri fjölmiðlun á íslandi sem lýsir sér í því að talaö er við stjórnendur en ekki starfs- menn, höfuðborgarbúa en ekki dreifbýlisfólk, foringja en ekki venjulegt fólk. Þetta er slagsíöa sem bitnar ekki bara á konum, heldur einnig á þessu svokallaða venjulega fólki um allt land. í sjónvarpi er ekki hægt að leysa málin með því einu að ráða fleiri fréttamenn. Það þarf meiri tækja- búnað til vinnslu fréttanna því sá sem fyrir er annar ekki meiru og er reyndar löngu sprunginn. En fámennið eitt hefur þau áhrif að skyldufréttirnar gleypa næstum alla orku. Það gefst sjaldan tími til að taka frumkvæði að annars kon- ar fréttum. Tillagan liggur kannski á borðinu en ýtist stöð- ugt aftur fyrir skyldufréttirnar og fréttir sem þrýst er á um að séu unnar og að lokum dettur hún upp fyrir. 26

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.