Vera - 01.07.1990, Blaðsíða 16

Vera - 01.07.1990, Blaðsíða 16
„Konur, kaupum þessi hús. Látum drauma okkar rœtast," meö þessa áskorun gengu konur fyrir fimm árum þegar hlutabréfaloforöum var safnaö vegna kaupa á húsunum viö Vesturgötu 3, sem seinna hlutu nafnið Hlaövarpinn, Og þaö tókst aö kaupa húsin sem kostuöu 9.5 milljónir króna. Bjartsýnustu vonir stóöu til þess aö meö sölu hlutabréfa yröi hœgt aö greiöa húsin upp á einu ári, en sala þeirra nœgöi aöeins til aö greiöa 3.5 milljónir. Milli 2.200 og 2.300 konur keyptu bréf, frá einu upp í tuttugu, en hvert bréf kostaði 1000 krónur. Afganginn þurfti aö fá aö láni á erfiöum tímum og enn fer mikil orka í aö borga af þeim. Nœr ekkertfé hef- ur fengist til aö gera endurbœtur á húsunum og láta draumana raunverulega rcetast. Endurbœturnar sem geröar voru í upphafi voru allar unnar í sjálfboöavinnu og sums staöar þurfti virkilega aö taka til hendi t.d. aö þrífa 100 ára gamalt ryk í kjallara bakhússins. Nýlega þurfti aö end- urnýja raflagnir í húsunum og kostaöi þaö tvcer milljónir. Til þess verks tókst aö safna 350 þúsund krónum hjá hlut- höfum. En hverjir voru draumarnir? Hvaöa vcentingar höföu ís- lenskar konur til þessara húsa og hafa þcer rcesf? Hvaöa starfsemi hefur veriö þarna þessi fimm ár? Vera fór í göngufúr um húsin meö þeim Helgu Thorberg stjórnarformanni Hlaövarpans og Jónu Siguröardóttur framkvcemdastjóra. HVAÐ ER AÐ GERAST í HLAÐVARPANUM? Vera fer í göngu- ferö um húsin meö Helgu Thorberg og Jónu Siguröar- dóttur. Við byrjuðum í kjallara bakhúss- ins þar sem Sigríður Sigurðardótt- ir var í óða önn að skapa mynd- listarsýningu. Sigríður fékk styrk frá Hlaðvarpanum í formi mánað- arleigu og þann tíma hafa sprottið fram úr fingrum hennar ýmsar furöuverur, en sýningin byggir á þjóðsögu frá indjánum í Kól- umbíu og verður opin í allt sumar. Þetta er fyrsta myndlistarsýn- ingin í kjallaranum en þar hafa verið settar upp fjórar leiksýning- ar og haldnir tónleikar. Eftirspurn eftir þessum sal hefur verið rysj- ótt, en draumurinn hljóðar upp á krá! Þar strandar hins vegar á pen- ingum til að uppfylla hinar ströngu kröfur heilbrigöiseftirlits um hreinlætisaðstöðu og eldhús. í kjallara bakhússins er sýning Slgríöar Siguröardóttur 16

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.