Vera - 01.07.1990, Page 3

Vera - 01.07.1990, Page 3
EITTHVAÐ í ÞESSA VERU Þegar komið var að máli við mig og ég beðin að skrifa eitthvað f þessa Veru var ég á kafi í prófum, eins og svo margir aðrir. Mér fannst því liggja beint við að fjalla örlítið um próf og það sem þeim fylgir. Hver er tilgangur prófa? Þjóna þau tilgangi sínum? Eru próf nauðsynleg? Þessar spurningar eru fljótar að skjóta upp kollinum þeg- ar hugsað er um próf. Þeim er ekki auðsvarað en sjálfsagt er að velta þeim fyrir sér. Tilgangur prófa gæti verið að fá nemendur til að festa sér námsefnið betur í minni. Það er í sjálfu sér raunhæfur möguleiki, en ég held þó að eftir próflestur sé það skamm- tímaminnið frekar en langtímaminnið sem hefur fengið sinn skammt af námsefni. Tilgangur prófa gæti einnig verið að sjá til þess að aðeins þeir gáfuðu geti stundað nám, en eru próf rétti mælikvarð- inn á gáfur fólks? Eða skyldi tilgangur prófa vera að halda skólaæsku landsins sem mest innan dyra til að viðhalda hinum hvíta húðlit landsmanna? Þeirri kenningu hallast ég helst að þessa stundina. Niðurstaða þessara vangaveltna virðist vera eftirfarandi: Próf eru vopn skólayfirvalda í hinni miklu baráttu gegn ógnvöldum námsmanna, vori og upplyftingu. En svona einfalt er þetta víst ekki. Til að fá marktækar niðurstöður úr vangaveltum sem þessum verður að líta á málið frá fleiri en einni hliö, hlið föls og niðurdregins nem- anda í próflestri. Prófum fylgir mikil streita og að vissu leyti má segja að í 9. bekk gangi nemendur ekki eingöngu í gegnum sam- ræmd próf, heldur einnig samræmt streitutímabil. Próf eru þó alltaf eitthvað sem fólk ber virðingu fyrir og góðar ein- kunnir hafa alltaf sitt að segja. Próf eru eitthvað sem stefnt er að og oft hvati að betri ástundun við nám yfir veturinn. Því má að vissu leyti segja að próf haldi nemendum að náminu og séu því réttlætanleg. Svör við spurningunum sem varpað var fram í byrjun hljóta að finnast einhversstaðar, einhver ástæða hlýtur að vera fyrir því að próf hafa verið þreytt svo lengi sem elstu menn og konur muna, eða hvað? Eða er hægt að gera þetta öðruvísi? í vor lætur nærri að helmingur íslensku þjóðarinnar leggist í prófdvala ýmist sem kennarar eða nemendur. Vinna um það bil 100.000 íslendinga, í heilan mánuð, á há- bjargræðistíma ársins fer í próf sem kannski hafa lítinn sem engan tilgang. Finnst ykkur þetta nokkurt vit? Eða hvað? Erla Skúladóttir, nemandi I VERU IVUIW: lofsöngur TIL LÍKAMANS 4 Björg Árnadóttir segir frá því hvernig mígren hefur opnað henni nýja sýn á líkama sínum. MÍGREN - FÖTLUN SEM SKERÐIR LÍFSGETU 6 Helgi Valdimarsson, prófessor í ónæm- isfræði fjallar um sjúkdóminn. mígren er eins og farg yfir ÖLLUM LÍKAMANUM 9 Rætt við Normu E. Samúelsdóttur, for- mann Mígrensamtakanna. hvað er að gerast í hlað- VARPANUM? 16 »AD er hægt ad breyta STJÖRNUM STÉTTAFÉLAGA 19 Rætt við Sigríði Kristinsdóttur, for- mann Starfsmannafélags ríkisstofnana. SUM SYNGJA EKKI UPPHÁn EN SYNGJA ÞÓ 12 Sigríður Pálmadóttir, tónlistarkenn- ari, í Veruviðtali um tónlistaruppeldi. HLUTLEYSI FJÖLMIÐLA ER BLEKKING 20 FLJÓÐAFÆÐ í FJÖLMIDLUM 21 FJÖLMIÐLAR Á FORSENDUM KVENNA 24 Sigrún Stefánsdóttir, Magdalena Schram og Hildur Jónsdóttir ræða um konur og fjölmiðla. HUGUR EINN ÞAÐ VEIT 28 Smásaga eftir Sólveigu Einarsdóttur. LITIÐ YFIR ÞINGSTÖRFIN 32 SIGRÚN ÁSTRÓS 38 Hugleiðingar um leikritið. HÉDAN OG ÞAÐAN 39 3

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.