Vera - 01.07.1990, Blaðsíða 31
MOUTON /\ L/\ MOUTARDE
D'AMOUR PASSÉ
eöa sinnepslœrí hinnar horfnu ástar
Það fer aldrei svo að ástin
auðgi ekki á einhverju sviði þó
hverful sé. Einu sinni átti ég
elskhuga, afbragðskokk og
ólatan við að gleðja mig með
listilega skreyttum og girnileg-
um réttum sem hann matbjó
einn meðan ég drakk aperatíf-
inn hans, hlustaði á franska
baroktónlist og leiddi hann í
allan sannleika um eðli
kvennakúgunar. Þess má geta
að hann var mér mjög sam-
mála enda kallaði hann mig
Comrade madame í virðingar-
skyni við kvenfrelsishugsjón
mína og siðfágun. Þessi elsk-
hugi minn mun lifa í minningu
minni og fjölskyldu minnar
um aldur og ævi og skipar þar
heiðurssess. Er það fyrst og
fremst vegna uppskriftar einn-
ar sem reyndar átti mörgum ár-
um seinna ekki ómerkilegan
þátt í að núverandi eiginmaður
minn festi hug og hönd á mér.
Þessi réttur er núna uppáhalds
hátíðarmatur fjölskyldunnar
og vegna upprunans gengur
hann undir nafninu Mouton a
la moutarde d’amour passé.
Hlýhugur og vinarþel eigin-
manns míns í garð hins gamla
ástmanns eiginkonunnar flæð-
ir úr hjarta hans í hvert sinn
sem sinnepslæri hinnar horfnu
ástar er á borðum.
Núna er það bara ég sem
elda læriö. Uppskriftin er ein-
hvern veginn svona:
Vel hangið lambalæri
2 dl dijon sinnep
2 rif hvítlaukur
1 tsk engifer
1 msk soya
2 msk ólífuolía
grasakrydd, t.d. timiam og
rósmarín
Sinnepið er sett í litla skál,
hvítlaukurinn pressaður út í,
engiferinu og soyasósunni
bætt í og hrært saman. Ólífu-
olían þeytt við í dropatali og
grasið sett í síðast. Smurt yfir
allt lærið og látið bíða f allt að
tvo tíma uppi á eldhúsborði.
Steikt síðan við fremur hægan
hita. Það fer þessari uppskrift
mjög vel að léttsteikja kjötið.
Brún sinnepsskán myndast á
lærinu og finnst sumum gott
að borða hana, aðrir skilja
hana eftir. Safinn er mjög góð-
ur í sósu.
Létt hrásalat er afbragð með
sinnepslæri. Sjálf geri ég alltaf
salat úr salatblöðum, rifnum
gulrótum og rófum, jafnvel
radísum, sker appelsínu í bita
og læt út í ásamt rúsínum ef til
eru og sítrónusafa. Punkturinn
yfir i-ið eru ristuð sólblóma-
fræ. Sett er botnfylli af sól-
blómafræjum á pönnu og ekk-
ert annað og ristað þar til fræin
eru orðin dökk. Látin kólna
aðeins og stráð loks yfir salat-
ið.
Gangi ykkur vel í ástalífinu!
H.J.
Hvaða smáhlutir geta verið hættulegir börnum?
ÖLL BÖRN
KYNNAST HEIMINUM IGEGNUM
■ ■ ■ ■ | ^| ■ | Hafðu vaðið fyrir neðan þig og mældu stærð hlutanna sem barnið leikur sér með.
IWl I ■ um 11WÍ mw Hverfi hluturinn ofan í kokhólkinn getur hann verið hættulegur smábörnum.
Kokhólkurinn svarar til koks í 3ja ára barni,
hann fæst hjá Rauða krossi íslands
og kostar kr. 260,-.
31