Vera - 01.07.1990, Blaðsíða 32

Vera - 01.07.1990, Blaðsíða 32
LITIÐ YFIR ÞINGSTÖRFIN Þá er komið að því að taka saman af- rakstur starfs Kvennalistans á Alþingi að loknu 112. löggjafarþingi. Við höfum átt fulltrúa á Alþingi síðan 1983 eins og alkunna er og nú er aðeins einn vetur eftir af yfirstandandi kjörtímabili. Hvað hefur áunnist er áleitin spurning sem við spyrjum okkur eflaust allar. Svörin eru vitanlega misjöfn og fara eflaust eft- ir því hvaða hugmyndir hver og ein hafði í upphafi um möguleika okkar til að ná árangri og hversu langan tíma við þyrftum til að koma kvenfrelsissjónar- miðum okkar í framkvæmd. Snúum okkur þá að fyrrnefndu 112. löggjaf- arþingi. Á fyrsta degi þess, þann 10. október lá fyrir bréf frá Kristínu Halldórsdóttur, þing- konu Kvennalistans, Reykjanesi þar sem hún tilkynnti að hún segði af sér þingmennsku í samræmi við yfirlýsingar Kvennalistans fyrir kosningar. Við sæti hennar tók Anna Ólafsdótt- ir Björnsson. Hin varaþingkona kom inn á þing fyrir Kvennalistann sl. vetur, en það var Sigríður Lillý Baldursdóttir úr Reykjavík. En fyrir hvað verður þessa þings minnst? Frá okkar bæjardyrum séð var þetta þing fremur rislítið, það gafst lítill tími til vandaðrar um- fjöllunar um mál eins og umhverfisráðuneyti, virkjanir vegna nýs álvers, fiskveiðistjórnun og viðræður EFTA og EB. Öll voru þessi mál af- greidd og þá eftir höfði stjórnarherranna, önn- ur sjónarmið komu fram en breyttu litlu sem engu. Á þau var ekki hlustað. Hvað með Kvennalistann, náðum við okkar málum fram? Vitanlega hefðum við viljað fá öll okkar mál samþykkt og getað sagt að þingi loknu að staða kv'enna á íslandi hefði stórbatnað, miklar fram- farir hefðu orðið í skólamálum, heilbrigðismál- um, atvinnumálum, tryggingamálum, efna- hagsmálum og svo mætti lengi telja. En við er- um því miður í stjórnarandstöðu ennþá en kannski breytist það eftir næstu kosningar. Hins vegar reyndum við hvað við gátum og lögðu kvennalistakonur fram 14 lagafrumvörp og voru fjögur þeirra afgreidd, 1 samþykkt og þrem var vísað til ríkisstjórnarinnar. Við lögð- um fram 16 þingsályktunartillögur og voru 9 afgreiddar, 7 samþykktar og tveim var vísað til ríkisstjórnarinnar. Það er rétt að taka það fram að þó að málum sé vísað til ríkisstjórnarinnar er alls ekki þar með sagt að þau nái fram að ganga. Loks eru það fyrirspurnirnar, en kvennalistakonur voru iðnar við að leggja fram fyrirspurnir í vetur. Urðu þær alls 62 og snerta hin fjölbreytilegustu málefni eins og t.d. grunn- skóla, nýtt álver, glasafrjóvganir, vernd barna og ungmenna, húsnæðismál, virðisaukaskatt, leikskóla, atvinnumál kvenna og stöðu jafnrétt- ismála. Frumvörpin Eins og fyrr segir þá voru fjögur frumvörp frá Kvennalistanum afgreidd si. vetur. Þrem var vísað til rfkisstjórnarinnar. í fyrsta lagi frum- varpi um umönnunarbætur til handa Jteim sem annast elli- eða örorkulífeyrisþega í heimahús- um. í öðru lagi frumvarpi um að nemendum grunnskólanna verði gefinn kostur á að kynn- ast menningarstarfsemi af ýmsu tagi, t.d. með því að sækja listsýningar og heimsækja söfn. í þriðja lagi var frumvarpi okkar um að einstæð- um foreldrum verði heimilt að nýta ónotaðan persónuafslátt barna sinna sem búa í heimahús- um vísað til ríkisstjórnarinnar. Vissulega hefð- um við kosið að frumvörpin þrjú hefðu einfald- lega verið samþykkt og orðið að lögum, en svo var ekki eins og fram hefur komið. Þá er komið að eina frumvarpi Kvennalistans sem var samþykkt sl. vetur, en það fjallar um ör- yggi á vinnustöðum og snertir fyrst og fremst öryggi barna og ungmenna. Samkvæmt lögum er nú bannað að ráða börn yngri en 14 ára til annarra starfa en þeirra sem teljast létt og hættulítil. Bannaðeraðlátabörnáaldrinum 14 og 15 ára, né heldur þau sem yngri eru vinna við hættulegar vélar og við hættulegar aðstæð- ur. Þingsályktunartillögur Þá eru það tillögurnar okkar, en alls fluttu þingkonur Kvennalistans 16 þingsályktunartil- lögur og eins og fram hefur komið |tá voru 9 Jteirra afgreiddar. Víkjum þá að samþykktu tillögunum sjö. Þar skal fyrst nefna tillögu um tæknifrjóvganir þar sem ríkisstjórninni er falið að leggja hið fyrsta fyrir Aiþingi frumvarp til laga um tæknifrjóvg- anir, m.a. að því er varðar réttarstöðu og trygg- ingamál þeirra sem hlut eiga að máli. Önnur tiliaga Kvennalistans sem var sam- þykkt fjallar um nýja atvinnumöguleika á landsbyggðinni Jtar sem sérstök áhersla yrði lögð á að nýta nútíma tölvu- og fjarskiptatækni. Lagt er til að sérstaklega verði kannaðir mögu- leikar á að nýta þessa tækni til að koma á lagg- irnar fjarvinnustofum úti um landið. Tillaga okkar unt endurskoðun á útreikningi þjóðhagsstærða var samþykkt með litlum breytingum þann 5. maí. Tillagan er svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta kanna aðferðir við útreikning þjóðhags- stærða þar sem tekið sé tillit til áhrifa fram- leiðslustarfsemi á umhverfi og náttúrulegar auðlindir. f þessu skyni verði komið skipulagi á hagskýrslugerð um umhverfismál og nýtingu auðlinda og fylgst með því sem er að gerast er- lendis á J^essu sviði." Tillagan heitir nú tillaga til þingsályktunar um nýjar aðferöir við út- reikning þjóðhagsstærða. Kvennalistakonur lögðu fram tillögu sl. vetur um könnun á ofbeldi í myndmiðlum og þann 26. apríl sl. var hún samj^ykkt með J:>ó nokkr- um breytingum og hljóðar nú svona: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina aö beita sér fyr- ir því að dregiö verði verulega úr Jtví otbeldi sem börnum og öðrum er sýnt í sjónvarpi, kvik- myndum og á myndböndum og að geröar verði nauðsynlegar kannanir í Jtessu skyni.“ í sam- ræmi við þær breytingar sem urðu á tillögunni breyttist nafn hennar og varð tillaga til þings- ályktunar urn að draga úr ofbeldi í myndmiðl- um. Danfríður Skarphéðinsdóttir var fyrsti flutn- ingsmaður tillögu um leiðsögumenn í skipu- lögðum hópferðum erlendra aðila á íslandi, en sú tillaga var samþykkt nokkuð breytt þann 23. apríl sl. Niðurstaðan varð að lagt er til að skip- uð verði nefnd sem eigi að endurskoða reglu- gerð um eftirlit með skipulögðum hópferðum erlendra aðila til íslands í atvinnuskyni. í nefndinni eigi sæti einn fulltrúi frá hverjum eft- irfarandi aðilunt: samgönguráðuneyti, um- hverfisráðuneyti, Félagi leiðsögumanna, Felagi íslenskra feröaskrifstofa og ferðafélögum áhugamanna. Nefndin á að hafa lokið störfum fyrir 1. janúar 1991. Meðflutningsmenn að til- lögunni komu úr öllum flokkum nema Sjálf- stæðisflokki. Tillaga Kvennalistans urn mötuneyti og heimavistir fyrir framhaldsskólanemendur var samþykkt með svolitlum orðalagsbreytingum þannig að eftir stendur að ríkisstjórninni er fal- iö að gera áætlun sem miði að Jivi' að leysa mötuneytis- og húsnæðisvanda framhalds- skólanema sem stunda nám fjarri sinni heima- byggð og ntarka stefnu unt framkvæmdir í þessu skyni. Það er ljóst að stór hópur fólks utan af landi þarf að sækja nám í ýmsa sérskóla á höfuðborgarsvæðinu fjarri heimahögum og fjölskyldu. Margir geta leigt eða dvalist hjá ætt- ingjum en alls ekki allir og það var ekki síst vegna þessa hóps sem þessi tillaga var lögð fram. Kristín Einarsdóttir var fyrsti flutningsntað- ur tillögu um öryggi í óbyggðaferðum Jiar sem lagt var til að ríkisstjórninni væri falið að gera ráðstafanir til að bæta öryggi þeirra sem ferðast 32

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.