Vera - 01.07.1990, Side 33

Vera - 01.07.1990, Side 33
Kvennalistakonur leggja til aö kannað veröi hvernig tryggja megi aö fólk á vinnumarkaöinum þekki réttindi sín. í óbyggðum með því að samræma og setja regl- ur og lög eftir því sem við á og með því að skipuleggja fræðslu ráðgjöf og upplýsingar til ferðafólks. Tillagan var samþykkt í febrúar og voru meðflutningsmenn að tillögunni úr öllurn flokkum. Þá eru það loks tillögurnar tvær sem var vís- að til ríkisstjórnarinnar á síðustu dögum þings- ins. Það er annars vegar tillaga um réttindi og skyldur á vinnumarkaði þar sem lagt er til að fé- lagsmálaráðherra verði falið að skipa sérstaka nefnd er kanni ýmis atriði er varða hvernig tryggja megi að fólk á vinnumarkaðnum j->ekki réttindi sín og skyldur og hvernig tryggja megi einstaklingum er starfa sem verktakar sambæri- leg kjör og öðrum launþegum. Hins vegar var tillögu Kvennalistann um skipulega fræðslu og leiðsögn fyrir útlendinga sem taka sér búsetu á íslandi vísað til ríkistjórnarinnar sem Alþingi hefur þar með falið að sjá um að útlendingar sem taka sér búsetu á ísland hljóti skipulega fræðslu og leiðsögn m.a. um réttindi og skyldur íslenskra þjóðfélagsþegna og um íslenska þjóð- félagið og helstu stofnanir þess. Þar með er þessari yfirferð lokið og vonandi eru lesendur Veru einhverju nær um starfið á Alþingi sl. vetur ef frekari upplýsinga er vel- komið að leita til starfskvenna Kvennalistans. S.J. KVÓTIN N í VITLAUSRI HÖFN „Nytjastofnar á íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Mark- mið laga þessara er að stuðla að vernd- un og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Þannig hljómar 1. gr. laga um stjórn- un fiskveiða, sem samþykkt voru rétt fyrir þinglok í vor. Um þetta gátu menn orðið almennt sammála, en um leiðir að þessu göfuga markmiði eru heldur bet- ur skiptar skoðanir, og sú niðurstaða, sem birtist í lögunum, er því miður býsna langt frá hugmyndum Kvenna- listakvenna. Frá því í ágúst 1988 og allt til loka janúar á þessu ári vann fjölmenn nefnd fulltrúa þing- flokka og hagsmunaaðila í sjávarútvegi að til- lögum til breytinga á stjórnun fiskveiða. Þegar þessi stóra nefnd loks skilaði af sér fluttist rifr- ildið og togstreitan inn í þingsali og tók þar drjúgan tíma allt fram á síðasta dag þingsins. Og enn eina ferðina lenti kvótinn í vitlausri höfn að okkar dómi. Unnur Steingrímsdóttir var fulltrúi Kvenna- listans í ráðgjafanefndinni svokölluðu og Kristín Halldórsdóttir til vara. Þær skiluðu sér- áliti við starfslok nefndarinnar, þar eð hug- myndir og tillögur Kvennalistans náðu engan veginn fram að ganga. Þær fengu þó miklu betri undirtektir nú en síðast þegar stjórnun fisk- veiða var til umfjöllunar fyrir hálfu þriðja ári, enda afleiðingar hennar orðnar mörgum ljósar, þar sem fólk hefur víða mátt horfa á eftir at- vinnu sinni vegna geðþóttaákvarðana „eig- enda" kvótans. Kvennalistakonur unnu áfram með hug- myndir sfnar inni á Alþingi, en eins og lesendur ef til vill muna höfum við lagt áherslu á að ,, . . . rjúfa það óeðlilega samband, sem nú er milli skips og veiðiheimilda, að taka tillit til byggðasjónarmiða, að draga úr ofstjórn og miðstýringu, að efla rannsóknir, að hvetja til bættrar nýtingar og bættrar meðferðar sjávar- aflans og búa betur að fólki í sjávarútvegi“, svo að vitnað sé beint í nefndarálit Danfríðar Skarphéðinsdóttur við afgreiðslu málsins í efri deild. Kvennalistakonur lögðu fram endurbættar tillögur sínar til breytinga á frumvarpi ríkis- stjórnarinnar, felldu þær inn í frumvarpið og birtu sem fylgiskjal með nefndaráliti Danfríðar. Þar kemur því fram heilleg mynd af því, hvern- ig framkvæmd mála væri, ef tillögur okkar hefðu verið samþykktar. Þær sem vilja kynna sér hugmyndir okkar og tillögur betur ættu endilega að hafa samband við Sigrúnu eða Kristínu á þingflokksskrifstofunni í síma 91- 11560 og fá þetta þingskjal sent. K.H. BREIÐHOLTS r ÁLFABAKKA 12 APOTEK 33

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.