Vera - 01.07.1990, Page 28

Vera - 01.07.1990, Page 28
HUGUR EINN ÞAÐ VEIT SMASAGA EFTIR SÓLVEIGU EINARSDÓTTUR A leið þeirra um bæinn tók Björt fleiri og fleiri töflur. Hún hafði tekið sumar ófrjálsri hendi ýmsum stöðum, aðrar fengið sjálf. Hafði safnað lengi. Hún tók um það bil tíu í einu, gat ekki kyngt fleirum í einni bunu. Hafði ekki gert sér grein fyrir að það væri svona óþægilegt að kyngja þessum óþverra. Hún hafði litla hugmynd um hversu margar hún hafði tekið í allt. Þrammaði bara áfram í krapinu og gustin- um. Fann enga breytingu. Skyldi hún hafa geymt þær of lengi? Skyldi hann gruna nokkuð? Hún sagðist þurfa að snýta sér þar sem snyrtiherbergi voru og var búin að fara ískyggilega oft. Hún sem var ekkert kvef- uð. Björt hugsaði sem allra minnst. Allt hafði mistekist, hún hafði gefist upp. Vildi fá frið fyrir hugsunum sem snérust í hringi. Hann vildi ekki ræða nein mál. Þagði bara eða sagði að ekkert kæmi út úr eilífum kjaftagangi. Að byrja nýtt líf án hans fannst henni ekki koma til greina. Ekkert hafði verið afgreitt og hún myndi bara sitja ein uppi með allt ruglið. Hafði reynt það einu sini. Þá var enginn friður fyrir honum. Hann hafði lofað öllu fögru, bót ogbetrun. Nei, ekkert hafði breyst. Best að afgreiða þetta í eitt skipti fyrir öll. Björt ætlaði að velja aðra leið núna. Undarlegt að það skyldi vera auðveldara að velja það hlutskipti að fórna lífinu en standa við val sem hafði í för með sér þrot- lausan andlegan sársauka fyrir utan alls kyns annan vanda. Hún hafði ekki verið viðbúin því þarna um árið. Nú hafði hún valið annan kost. Þau fóru inn í bókabúð. Dvöldu lengi. Hann virti hana ekki viðlits. Sá hana ekki. Horfði á bókatitlana. Las með áfergju aftan á nýja bók. Veitti því ekki athygli að hún gerðist æ fölari og sinnti engu um bækur. Hún gekk til hans og sagðist þurfa frískt loft. Honum háifbrá þegar hann sá að hún var reikul í spori. Leigubflstjórinn varð feginn að fá farþega. Það hafði verið lítið að gera. Hann virti parið fyrir sér. Skyldi konan vera drukkin? Hún var smekklega til fara og fönguleg, en slagaði. Maðurinn gekk nánast undir henni og kom henni fyrir í sætinu. Þegar leigubflstjórinn ók af stað og horfði á farþega sína í speglinum sá hann að maðurinn hélt utan um konuna og hún var með lokuð augun. Gat verið að hún væri meðvitundarlaus? — Er eitthvað að? spurði hann vin- gjarnlega. — Ja, ég veit það ekki — já, sagði mað- urinn vandræðalega. — Ég verð að komast með hana sem fyrst heim. Leigubflstjórinn, sem öllu var vanur, ók greiðlega, velti þó fyrir sér hvort ekki væri skynsamlegra að fara á slysavarðstofuna. Hann kærði sig samt ekki um að vera með of mikla afskiptasemi. Sagði ekki meira að svo stöddu. Ef til vill var þetta eitthvaö sem stundum gerðist, ef til vill átti konan meðöl heima. Hvað vissi hann svo sem, trúlega kom honum þetta ekkert við. Útvarpið var lágt stillt og nýjasta lag Syk- urmolanna hljómaði og minnti á glaunt og lífsgleði. — Slökktu á þessu gargi, sagði maður- inn hranalega. Hann var greinilega í upp- námi. Ef til vill var þetta uppákoma sem hann hafði ekki reiknað með og var lítt hrifinn af. Hafði í för með sér aukaútgjöld hvað þá annað. — Sjálfsagt, sagði bflstjórinn. Þögnin ríkti ein. Björt sem var náföl og utan þessa heims, skynjaði hvorki þögn né orð, hita né kulda þessa bfls né mannanna sem í honum voru. Vissi ekki að hún átti líf sitt undir því sem var að gerast í hugum þessara tveggja karl- manna. — Bara að hún vakni ekki upp og fari að æla, hugsaöi bílstjórinn. Honum datt ekki í hug að konan gæti dáið. Væri ef til vill þegar dáin í bflnum hans sem var vel þrif- inn og snyrtilegur í alla staöi. Hann ók ískyggilega greitt. Utan bflsins var annað líf, hávaði, ys og þys. Inni í bflnum ríkti þykk þögn. Svo þykk að bflstjóranum fannst hann verða að segja eitthvað. — Þeir halda áfram að ausa saltinu á göturnar, bölvaðir. Það er eins og þeim sé ekki sjálfrátt, sagði hann. Ekkert svar. Þaö rann upp fyrir honum að engin áfengislykt var af konunni. Engin slík lykt var íbflnum. Hún gat auðvitað hafa drukk- ið vodka eða annað sem var lyktarlítið. Maðurinn hristi konuna dálítið til en hún var máttvana. Nánast eins og tuska sem dustuð er út um glugga. — Heldurðu að þú náir ekki í lækni á þessum tíma dags? spurði bflstjórinn eins rólega og honum var unnt. Honum leist ekki meira en svo á þetta. — Þetta er ekkert mál, sagði maðurinn, hún á meðal við þessu. Þá lagast þetta fljót- lega. Auk þess er gott að ná í lækni núna eins og þú segir. Við erurn lfka rétt ókomin heim. Leigubflstjóranum létti. Hann gat ekki vitað að þetta var tóm lygi. Hvernig átti honum að detta slíkt í hug? Hvernig gat honum komið til hugar að manninum kæmi betur að þessi kona dræpist? Að þessi þokkalegi maður þyrfti tíma til þess að hugsa sig um og átta sig á aðstæðum. Þyrfti að hugsa um þá dásantlegu vorkunnsemi sem aðrar konur sýndu honum ef Björt dræpist núna. Þyrfti aö meta og vega allar aðstæöur. Þetta gat verið tvíeggjað. En spenna var einmitt það sem þessi maður vildi. Bíllinn nam staðar. Maðurinn borgaði. Höndin með peningaseðlinum skalf dálít- ið. Bflstjórinn spurði, hvort hann ætti að hjálpa honum að bera konuna inn. Nei, maðurinn sagðist geta borið konu sína sjálfur. Hann bar hana eins og poka yfir öxlina og fór létt með. Hún var ekki þung enda 28

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.