Vera - 01.07.1990, Side 30
peningunum ekki eytt í of mikinn mat.
Bíllinn ók hægt á brott. Bílstjóranum var
órótt innanbrjósts. Hann hristi það þó af
sér og taldi sér trú um að allt færi þetta vel.
Maðurinn lagði konu sína í rúmið. Losaði
um belti og settist hjá henni. Hann reyndi
að hugsa skýrt. Vildi hvorki vera fljótfær
né láta sér verða á í messunni. Hann leitaði
í vösum hennar og fann glas hálffullt af
töflum. Utaná glasinu stóð magnyl. Þetta
voru ekki magnyltöflur frekar en hann var
kennimaður. Möguleikarnir þutu um hug-
ann.
Djö... yrði hann heppinn ef hún dræp-
ist. Sælan — vera laus við allt tal um að
ræða málin og eignast allt draslið að auki.
Fólk myndi vorkenna honum. Hann yrði
meira að segja trúlega eftirsóttur ekkill.
Hvað tækju það þessar töflur langan
tíma að virka? Hann gæti ekki dregið of
lengi að hringja á sjúkrabíl. Kortér, í mesta
lagi hálftíma, gæti gengið. Var ekki alltaf
talað um að hver mínúta skipti sköpum? —
Bölvaður asni þessi bílstjóri, trúði honum
eins og nýju neti. Jæja, það kom sér vel.
Björt virtist vilja drepast hvort sem var.
Hann væri í raun aðeins að hjálpa henni.
Hún hafði ekkert að gera með að lifa leng-
ur. Var löngu hætt að brosa. Var í rauninni
hrútleiðinleg. Hvað hafði hún að gera með
að lifa lengur? Ekkert. Þetta væri það besta.
Lausn málanna.
Hann fór að leita að bréfi eöa einhverju
slíku. Það var nefnilega hugsanlegur
möguleiki að hún hefði komist að ein-
hverju sem kæmi sér illa fyrir hann. Hún
hafði þó ekki fundið út . . .
Honum brá talsvert þegar dyrabjallan
hringdi. Varð svo mikið um að hann
gleymdi að loka inn í svefnherbergið.
Opnaði.
Stór og þrekinn nágranninn stóð í dyr-
unum.
— Viltu ekki tæma með mér eina rauða,
ha? Þú sem ert svo helvíti skemmtilegur
þegar þú finnur á þér. Við skemmtum okk-
ur vel síðast, karlinn, manstu? Nágranninn
beið ekki eftir svari og gekk inn ganginn.
— Hva, varstu að koma inn? Hvar er
konuræfillinn? Hún hefur ekki veriö með
hýrri há upp á síðkastið. Hva, hún liggur
bara hér. Heyrið mig nú. Nágranninn starði
inn um svefnherbergisdyrnar, gékk að
konunni, lyfti augnlokunum og leit síðan
á manninn.
— Þótt ég sé búinn að dreypa á mig
nokkrum dropum, get ég séð að þú þarft
að hringja umsvifalaust á sjúkrabfl. Hér má
ekki tæpara standa.
Nágranninn varð skyndilega bláedrú og
leit út eins og hann vissi ekki hvað áfengi
var og hefði aldrei látið slíkan drykk inn
fyrir sínar varir.
Maðurinn gerði sér upp vælutón og
sagði dapurri röddu:
— Það er áreiðanlega of seint. Þetta er
svo skelfilegt. Eg get ekki trúað þessu ...
— Ég hlusta nú ekki á neitt andsk... væl,
sagði nágranninn, greip símann og valdi
númerið.
Björt hefði þurft að sjá til mannanna.
Ekki hafði hún alltaf verið hrifin af
nágranna sínum. En í þetta sinn hefði hún
vafalaust dáðst að framkvæmdasemi hans.
Hins vegar hefði komið henni á óvart
hversu aumlega bóndi hennar bar sig. Ekki
laust við að hún hefði þurft að sjá leikara-
skapinn.
Ekið var brott meö ljósum og sírenum á
fullu.
Vegfarendur hugsuðu sitt. Hráslaginn og
krapið var það sama.
Spurningin stóð um framtíðina. Hvernig
færi? Hvað gerðist næst? Honum var órótt.
Taugaspennan gerði hann stífan. Hann
liðkaði axlirnar og reyndi að slaka á. Það
gekk illa.
Sú skyldi fá að upplifa sektarkennd í
algleymingi eftir þetta tiltæki. Hann skyldi
sjá til þess. Það var auðvelt. Gera honum
annað eins og þetta. Var hún búin aö
gleyma sælustundunum og öllu sem hann
hafði gert fyrir hana? Hafði hann ekki
keypt rándýra saumavél? Nei, það yrði
ekki erfitt.
Nú yrði hann bara að bíða og sjá hvað
sæti. Starfsfólkiö yrði honum áreiðanlega
gott meðan á þessu stæði. Þær voru líka
fallegar margar hjúkkurnar.
Hann reisti sig upp þegar bíllinn stöðv-
aðist og sleppti ekki konu sinni úr augsýn
meðan dælt var upp úr henni og lífinu
smátt og smátt dælt aftur í þennan þreytta
líkama. Hann sat hjá henni með sorgar- og
þjáningarsvip og starfstúlkurnar skildu
ekkert í þessari konu að gera annað eins og
þetta. Eiga svona líka ljúfan og umhugsun-
arsaman eiginmann.
Björt lauk upp augunum og sá hann sitja
við rúmið. Hún elskaði hann. Það var eina
hugsunin sem komst að, yrði hennar aðal-
tilgangur með lífinu fyrst hún fékk ekki að
deyja, elska hann, vera honum góð.
Seinna sagði hann henni hversu uggandi
hann hefði verið og óttasleginn. Hún
kúrði sig í fangi hans og gat ekki skilið
hvað hefði komið yfir hana að gera aðra
eins vitleysu og þessa. Hann hafði bjargað
lífi hennar. Hún skyldi sannarlega lauma
honum lífgjöfina ríkulega.
\[ sMuuis’njTll | fSMlávní] | l f auiásT^l
ÍBÍÍiJjÍ
S
i
nýjum 125 gr umbúðum. Sex bragðtegundir
MUNDU EFTIR OSTINUM
&