Vera - 01.07.1990, Blaðsíða 4

Vera - 01.07.1990, Blaðsíða 4
LOFSONGUR TIL LÍKAMANS Ef mannkynið hefði sloppið við mígren — þá væri Lísa í Undra- landi ekki til. Breskur stærðfræð- ingur sem skrifaði skáldsögur undir nafninu Lewis Caroll þjáð- ist mjög af þessum kvilla. Höfuð- verkjaköstum hans fylgdu sjón- truflanir, sem gerðu það að verk- um að hann sá hluti stækka og minnka. Lísa í Undralandi stökk því fullsköpuð út úr höfði hans í lok eins kastsins. Mígrenköst geta verið mjög já- kvæð þegar þau eru gengin yfir. Þau veita oft langþráða hvfld. En þó að upprisan sé yndisleg, ákvað ég fyrir um það bil sjö árum að losa mig við mígrenið. Það er sagt að hugarfarsbreyting taki sjö ár. Jafnlangan tíma og það tekur frumur líkamans að endurnýjast. Og ég er svona um það bil orðin laus við óþægindin sem sjúk- dómnum fylgja, þó að ég viti að hann blundar enn innra með mér og bíður eftir tækifæri til að brjótast út. Ég var alltaf að heyra sögur um stórkostlegan bata. Ein hafði farið í nálarstungu og önnur hætt að borða ost og báðar höfðu lifað hamingjusamar til æviloka. Ég var alltaf að leita að hinni einu réttu lækningu. Ég reyndi allt — án ár- angurs. Eftir að hugarfarsbylting- in byrjaði hélt ég áfram að prófa allt. En ég bjóst ekki lengur við kraftaverkum, heldur áfangasigr- um. Nú vinn ég að margþættri og langvarandi rannsókn á starfsemi líkama mfns — rannsókn á sam- spili líkama og hugsana. Oþægindin byrjuðu þegar ég fór að vinna í fiski fjórtán ára. Síðan hef ég haft verki í öxlum og hnakka. Höfuðverkurinn fylgdi franskbrauði og rauðvíni á flakki um Frakkland sumarið sem ég var sautján. Hann stóð yfir í ein átta ár, með hléum vegna meðgangna. Hvorki læknar né skottulæknar gátu hjálpað mér. Með auknum þroska Iærðist mér ýmislegt, sem kom mér vel í baráttunni gegn mígreni. Ég sá að ég er ekki ómiss- andi, að ég þarf ekki að vera alls- staðar í einu og taka að mér allt sem gera þarf. í orðaforða minn bættist hið nytsama orð NEI. En orsakir mígrens eru líkam- legar. Það er engin lækning að læra að segja nei. Aukið sjálfs- traust er aðeins liður í því að halda sjúkdómnum í skefjum. En sjálfstraustið fæðir af sér vonina. Vonina um að eitthvað sé hægt að gera. Vissuna um að hægt sé að lækna sjálfa sig. Ég ferðaðist um sjúkdóminn á þessum nýfengna fararskjóta mínum og fann tvær leiðir sem örugglega lágu til heil- brigðis. Önnur var mataræðið, hin líkamsburðurinn. Þegar ég var barn var matur ann- aðhvort hollur eða óhollur. Síðar varð hann hollur og óhollur til skiptis, alltaf samkvæmt síðustu rannsóknum. Nú er allur matur meira eða minna óhollur, en mis- óhollur eftir því hverjir innbyrða hann. Ég hef það á langtímaáætlun- inni að finna út hvaða fæðuteg- undir henti mér best. Síðasta upp- götvun mín er fjallagrös. Ég sýð úr þeim lífselexír sem styrkir mig og gleður. Ég reyni að draga úr neyslu þess sem ég finn að fer illa með mig, en auka neyslu gleöi- gjafa í formi matar. Ég er að verða sannfærð um að guð býr í gæða- fæðu. Til dæmis í lýsi. Sumir erlendir vísindamenn segja að lýsi sé ekkert hollt. Það finnst mér vera guðlast. Mér finnst viss- ara að trúa bæði á guð og lýsið, svona til öryggis. Hugsið ykkur bara ef á hinsta degi reyndist guð vera til og lýsið hollt — og maður hefði ekki trúað á þetta. En trúarkenningar fæðuefna- fræðinnar verða stundum svo flóknar að þær draga úr mér allan mátt. Maturinn er fjölskyldumeð- limunum mishollur, það er ekki sama hvernig hann er matreiddur, hvaða fæðutegundir verða sam- ferða niður meltingarveginn og á hvaða árstíma þeirra er neytt. Maturinn sem ég kaupi í búðinni er skemmdur með meðhöndlun — það vantar í hann lífsorkuna, það vantar í hann guðið! Mér verður ljóst að mannkyn er á góðri leið með að fremja sjálfs- morð, ákveð að verða fyrri til og fylli mig af sjoppufóðri. En eftir slfkar hrasanir held ég áfram ferð- inni til heilbrigðis. Nú er ég byrjuð að sprikla og svitna niðri í skóla ásamt öðrum konum í hverfinu. Ég er sannfærð um að frúarleikfimi er sterkasta vopn kvennabaráttunnar. Hún gerir okkur hraustar og hressar og til í slaginn. Andinn er hnepptur í

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.