Vera - 01.07.1990, Qupperneq 20
Þegar Picasso mólaöi stól, þá málaöi hann stólinn
ekki eins og viö sjáum hann, Picasso vissi aö þaö
eru margar hliöar á einum stól, þó aö viö sjáum
bara eina eöa tvœr í einu. Þess vegna málaði
hann allar hliöar stólsins á sömu mynd,
í fjölmiðlum gilda lögmál kúbismans — aö sýna
allar hliöar málsins í einu. Þessi kúbismi er kallaður
hlutleysi. En hlutleysiö er blekking eins og kúbism-
inn. Þaöer nefnilega meö raunveruleikann einsog
meö fílinn sem blindu mennirnir fimm þreifuöu á.
Einn þreifaöi á rananum, annar á skottinu, hinn
þriöji á tönnunum, sá fjóröi á eyra og hinn fimmti á
fœti. Þaö gefur augaleiö aö lýsingar fimmmenn-
inganna á fílnum voru mjög ólíkar. Fjölmiölafólk
hlýtur aö lýsa þeim hluta veruleikans sem aö þeim
snýr. Hver og einn stendur á þeim sjónarhóli sem
kyn hans, menntun, aldur, þjóðfélagsstaöa og
húölitur hefur skapaö honum. Ýmislegt byrgir út-
sýniöfrá þessum sjónarhóli og einnig er margtsem
varnar uppgöngu á sjónarhóla annarra.
HLUTLEYSI FJÖLMIÐLA ER
Þess vegna geta fjölmiðlar ekki speglaö sam-
félagið eins og þaö er. Því er þó oft haldið fram aö
hlutverk fjölmiöla sé aö spegla. Þaö er ekki okkar
aö móta samfélagiö, segir margt fréttafólk. En ef
fréttirnar eru speglar samfélagsins, þá eru þœr
pínulitlir handspeglar. Handspeglar sem brugðiö
er fyrir andlit strákanna sem stjórna landinu. Á
fréttastofurnar vantar stóru speglana sem ná öllum
þjóðarlíkamanum.
Einn er sá hópur sem ekki er áberandi í hand-
speglum fréttastofanna. Þaö er konur. Enda hafa
þœr fátt afrekaö. Og vilja ekki tjá sig um þaö. Karl-
kyns viðmœlendur fréttamanna tala tceplega níu
af hverjum tíu mínútum. Á hinum Noröurlöndunum
er kynskiptingin svipuð og hér á landi. En þar eru
til almenningsútvarpsstöðvar þar sem hver og einn
getur fengiö aö láta Ijós sitt skína. Á þessum út-
varpsstöðvum þar sem fólk kemst aö hljóönemun-
um án þess aö fara í gegn um síu fréttamanna, er
kynjaskiptingin jöfn. Af þessu mœtti draga þá
ályktun aö fjölmiölafólkiö eigi einhverja sök á fjar-
veru kvenna í fjölmiðlum.
Á nœstu síðum er rœtt viö Sigrúnu Stefánsdóttur
og Magdalenu Schram um konur og fjölmiöla. Og
þrír nemendur í fjölmiðlafrœöi viö Háskóla íslands
gera úttekt á fljóöafœð í íslenskum fjölmiölum.
20