Vera - 01.07.1990, Blaðsíða 36
BÆKUR
Þórunn Valdimarsdóttir
Snorri ó Húsafelli —
saga frá 18. öld.
Almenna bókafélagiö
1989
Það er fátítt nú á dögum að
sagnfræðirit veki verulega at-
hygli annarra en fræðimanna.
Fyrir síðustu jól kom út bók
Þórunnar Valdimarsdóttur um
prestinn og rímnaskáldið
Snorra Björnsson á Húsafelli.
Vakti hún verðskuldaða hrifn-
ingu og komst meðal annars í
hóp þeirra bóka sem verðar
þóttu verðlauna. Það er eink-
um tvennt sem gerir bókina
spennandi að mínum dómi.
Hið fyrra er sagnfræðileg að-
ferð Þórunnar, þ.e. hvernig
hún nálgast viðfangsefniö,
rýnir í oft magrar heimildir og
leyfir sér að skálda í skörðin,
-Maísíoían
næ$íu
•rösum
VEGETARIAN
RESTAURANT
LAUGAVEGI 20B
OPIÐ
alla virka daga:
11:30-14:00
og
18:00-20:00
setur sig í spor Snorra og tíðar-
andans. Hitt atriöið er stíllinn,
sem er ólikur því sem við eig-
um að venjast hjá sagnfræðing-
um. Þórunn sleppir skáldfák
sínum lausum, sækir sér fang í
mál 18. aldar, beitir orðgnótt
og blæbrigðum nútímans á
áhrifaríkan hátt.
Saga Snorra á Húsafelli er
kannski ekki merkileg í sjálfu
sér. Hann fæddist árið 1710 og
dó 1803. Hann lifði langa ævi
og þar af leiðandi tímana
tvenna og þrenna. Snorri var
einn örfárra í hópi útvalinna
sem komst í skóla. Hann
stundaði nám í Skálholti og
lauk þaðan prófi. Fór síðan
heim í foreldragarð upp í Borg-
arfjörð, vann fyrir föður sinn
um hríð, en einnig þann fræga
Odd Sigurðsson sem á fyrri
hluta 18. aldar var einna að-
sópsmestur íslenskra valds-
manna og átti í mörgum og
margvíslegum málaferlum. Á
tímum Snorra voru fátækir
stúdentar sem þegið höfðu
námsstyrk (ölmusu) skikkaðir
til að taka viö fátæku og af-
skekktum prestaköllum. Snorra
var gert að flytja norður í Aðal-
vík á Hornströndum til eins
harðbýlasta héraðs á landinu.
Þótt hann væri tregur til varð
ekki undan vikist. í 16 ár þjón-
aði Snorri á hala veraldar og
bjó við afar erfið kjör, eins og
flestir íbúar þessa landshluta.
Fyrir vestan (norðan) kynntist
hann konu sinni prestsdóttur-
inni Hildi og átti með henni sín
fyrstu börn. Árið 1757 var
Snorri svo heppinn að hreppa
prestakallið Húsafell í Borgar-
firði, sem reyndar var ekki
mjög glæsilegt eða ábatasamt,
skárra þó en harðindaplássið
vestra. Til dauðadags bjó Snorri
á Húsafelli, eignaðist fleiri
börn, stritaði ásamt fjölskyldu
sinni, orti rímur og kvað niður
drauga.
Snorri prestur Björnsson á
Húsafelli var sem sagt einn
þeirra sem stóð ofar almúgan-
um á 18. öld. Hann varð frægur
fyrir kveðskap sinn og varð
meðal fyrstu rímnaskálda til
að sjá skáldskap sinn á prenti.
Snorri varð þjóðsagnaper-
sóna, annars vegar vegna mik-
illa likamsburða, hins vegar
vegna þess að sögur segja hann
hafa kveðið niður fjölda
drauga. Það geröist bæði vest-
ur á fjörðum þar sem ramm-
göldróttir karlar vildu klekkja
á presti og á Vesturlandi J?ar
sem alls konar ókindur ku hafa
verið á ferð. Frægur varð
Snorri einnig fyrir kveðskap
sinn sem mér þykir reyndar
vera heldur stirðlegur og á
köflum tyrfinn, en það var ein-
kenni rímna og skáldskapar
þess tíma sem Snorri liföi á.
Það sem mér þykir athyglis-
verðast við bókina er sú aðferð
að tengja saman sögu persón-
unnar Snorra og tímann sem
hann lifði á. Um leið og Þór-
unn segir sögu prestsins, segir
hún sögu aldarinnar. Þar finnst
mér henni takast vel upp. Les-
endur fá innsýn í verslun,
kirkjumál, veiðar og vinnu,
auk annars sem við sögu kem-
ur. Þaö leynir sér ekki að höf-
undurinn er kona, því víða
bendir Þórunn á að konur eru
hvergi nærri eða réttlausar, t.d.
þar sem hún lýsir kirkjunni á
Húsafelli. Á {?eim fræga stað
var kirkjan þiljuð þeim megin
sem karlar sátu, en kvenna-
megin skein í mold og torf.
Gott dæmi um mismunandi
mat þjóðfélagsins á konum og
körlum. Ég efast um að karl-
menn hefðu tekið eftir slíku
eða fundist J)ess virði að
nefna. Reyndar er aðferð Þór-
unnar mjög í anda þess sem
konur hafa verið að þróa m.a.
í sagnfræði, þ.e. að setja sig í
spor fólks, gera fræðin mann-
eskjulegri og mýkri. Það tekst
Þórunni.
Sú tæpa öld sem Snorri lifði
var einhver erfiöasti tími sem
íslenska þjóðin hefur gengið í
gegnum. Á síðari hluta 18. ald-
ar munaði minnstu að íslend-
ingar geispuðu endanlega gol-
unni, vegna gífurlegra náttúru-
hamfara sem yfir gengu. Áður
en jörð rifnaði og gaus ein-
hverju mesta hrauni sem um
getur í einu gosi og skalf svo
hressilega að biskupsstóllinn í
Skálholti hrundi til grunna,
dundi á bænum fjárkláði, fellir
og hungursneyð af völdum
harðinda. Öllu þessu kynntist
Snorri og bað ásamt sóknar-
börnum sínum um miskunn
guðs og betri tíð með blóm í
haga. Hann fæddist í þann
mund sem þeir Árni Magnús-
son og Páll Vídalín voru að
gera úttekt á ástandi lands og
lýðs sem reyndar leiddi ekki til
neinna úrbóta. Snorri var
prestur þegar Harboe kom til
landsins, en hann kannaði
ástand kristni og kirkju. í kjöl-
far heimsóknar hans var hert á
kröfum til kristindómsfræðslu,
sem m.a. leiddu til aukinnar
lestrarkunnáttu ílandinu. Píet-
isminn (hreintrúarstefna) nam
hér land á dögum Snorra og
undir lok aldarinnar reið upp-
lýsingastefnan húsum, Snorra
til lítillar gleði, en landsmönn-
um til nokkurs gagns.
Þannig fléttast saman saga
manns og lands. Ákvarðanir
danskra yfirvalda snertu
Snorra Björnsson rétt eins og
aðra, en um leið lifði hann sínu
lífi, gluggaði í fræði og sinnti
sínu sálusorgarastarfi. Líf ein-
staklingsins er hluti af lífi þjóð-
arinnar, líf þjóðarinnar hluti af
lífi einstakingsins.
Allur frágangur bókarinnar
er til fyrirmyndar og hún hin
skemmtilegasta lesning. Þó
verð ég að segja að mér finnst
Þórunn ekki ,,loka“ bókinni,
Ég hefði kosið að hún drægi
lærdóma í lokin það hefði ver-
ið svo innilega í anda þess tíma
sem hún er að fjalla um. Að
lokum smá hugleiðing. Þetta
er bók um frægan karl, sem
þegar betur er að gáö lifði ekki
svo ýkja sérstöku lífi. Hann
skrifaði reyndar fræðirit og
orti rímur, en J^að gerðu ýmsir
fleiri. Hann varð þjóðsagna-
persóna, en það urðu líka
fleiri. Hefði bók Þórunnar vak-
ið eins mikla hrifningu ef hún
heföi veriö að skrifa um norð-
lenska prestsmaddömu, jafn-
vel biskupsfrú? Ég veit ekki, en
hitt veit ég að vel er Þórunn að
lofinu komin. Aðferð hennar
og stfll ættu að verða öðrum
sagnfræðingum ögrun til af-
reka og landnáms í sagnfræði,
ekki síst konum, sem enn eiga
svo margt óritað.
Kristín Ástgeirsdóttir
36