Vera - 01.07.1990, Síða 13

Vera - 01.07.1990, Síða 13
í ljós, t.d. þegar börnin móta þekkt lög eftir eigin höfði og koma jafnvel með nýjan texta við jiau.“ Þetta skrifar Sigríður Pálmadóttir í blað Fóstrufélags íslands (1. tbl. 22. árg.). Rannveig og Brynja á kaffistofunni á Vestur- borg tala líka um börn sem aldrei syngja, en skyndilega er eins og söngurinn sé nógu þroskaður til að springa út og þá kunni þau öll lög og texta sem sungin hafa verið í hópnum. — Sum syngja kannski ekki upphátt, en syngja þó, segir Sigríður. Yngstu börnin á Vesturborg eru í leik að uppgötva frumþætti og eðli tónlistarinnar. Hjá þeim eru tímarnir frjálsir, þó að utan um þá sé viss umgjörð. Þeir enda til dæmis alltaf á sama hátt. Sigríður sest við hljómborðið og börnin á litla stóla og svo er sungið. Þegar börnin eldast eru gerðar meiri kröfur til að þau hlusti á aðra og taki leiðbeiningum. Þau greina harða og mjúka, langa og stutta, háa og lága tóna og læra þannig grundvallarhugtök tónlistarinn- ar. Út frá þessari hlustun kynnast Jjau nótnaskrift, þó ekki sé hún hefðbundin. En jiau læra að koma tónlengd, tónhæð og eðli tónanna á blaö. Á Vesturborg spratt upp blokkflautuáhugi. Flest eldri barnanna eiga blokkflautur og spila á J)au í tímunum. Nokkuð skiptar skoðanir eru meðal tón- listarkennara um ágæti notkunar blokkflautunnar fyrir forskóla- börn. — Ég er ekki hlynnt því að hún sé notuð sem hjálpartæki við kennsluna, heldur vil ég nota hana sem hvert annað hljóðfæri. Hafi kennari Jjekkingu til að Slgríöur kemur tvlsvar í viku í Vesturborg og þá er glatt á hjalla Ljósmynd: Anna Fjóla kenna á blokkflautu þá getur hún nýst vel í starfi með ungum börn- um, segir Sigríður. Hún er eins og flestar konur nú til dags á mjög óræðum aldri. Lítur út eins og stelpa, en á þó að baki heilt ævistarf sem tónlistarkenn- ari. Hún útskrifaðist frá Tóniistar- háskólanum í Köln árið 1963. Nám hennar þar miðaðist við kennslu í tónlistarskólum og eftir heimkomuna byrjaði hún að kenna við Barnamúsíkskólann í Reykjavík. Hann var á efstu hæð í Iönskólahúsinu og við krakkarnir sem þar stunduðum nám þurftum að ganga ujip ótal tröppur áður en við komumst upp í þessa háborg tónlistarinnar. Þar var lykt af bóni og innilokuðu lofti og á veggjun- um héngu cftirprentanir af hljóð- færaleikurum Picassos. Og út úr öllum litlu kennslustofunum bár- 13

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.