Vera - 01.07.1990, Side 8

Vera - 01.07.1990, Side 8
bændum, og vegna vaxandi efna- mengunar andrúmsloftsins má búast við að æ færri verði óhultir fyrir ofnæmi í öndunarfærum. Ofnæmisumróti hefur verið skipt í 4 tegundir eftir því hvaða þættir ónæmiskerfisins virkjast og hvaða sjúkkenni koma fram. Mik- ilvægt er að hafa í huga að þótt ein tegund ofnæmisviðbragðs geti verið ríkjandi í hverju tilviki, má oft rekja heilsubrest ofnæmis- sjúklinga til blandaðra ofnæmis- viðbragða. Ofnæmistilhneiging gengur í erfðir, en það er mjög einstakl- ingsbundið gegn hverju ofnæmið er og hvernig það tjáir sig. f fimm manna systkinahópi geta t.d. ver- ið þrír ofnæmissjúklingar, en eng- ir tveir þurfa endilega að hafa of- næmi fyrir sömu efnunum. Onæmiskerfið er sístarfandi við að losa líkamann við framandi efni — örverur, sýkla og sameind- ir — sem berast inn með öndun og fæðu. Ef vel gengur verðum við ekki vör við þessa starfsemi, en þeir sem verða fyrir óþægind- um hafa ofnæmi. Ofnæmi gegn fæðuefnum greinist helst í börn- um, en hjá fullorðnum er oftast erfitt að tengja óþægindi eftir fæðuneyslu við starfsemi ónæm- iskerfisins. Þessir erfiðleikar stafa ma. af því að fæðan breytist við matreiðslu og meltingu, og því erfitt að ákveða hvað á að nota til að prófa ónæmisviðbrögð sjúkl- inganna. Svo má ekki gleyma þvf að fæðuval getur haft mikil áhrif á örverugróður í meltingarvegi, en þessar örverur framleiða sjálfar margvísleg framandi efni. Yfir- borð meltingarvegarins er á stærð við handboltavöll. Þar Iifa ógrynni örvera, margar tegundir af bakteríum en einnig sveppir. Þessar örverur mynda flókiö vist- kerfi, og þær hafa allar sín lífkerfi og mynda margvísleg efnasam- bönd. Það sem Helgi hefur hug á að rannsaka er það hvort röskun í þessu örveruvistkerfi og á þeim efnum sem örverurnar framleiða geti valdi óþoli, líkt og fæðuefnin sjálf. Örveruvistkerfi meltingar- vegarins hefur hingað til ekki ver- ið mikill gaumur gefinn í tengsl- um við rannsóknir á fæðuóþoli. Margar af þeim bakteríum sem lifa í görnunum eru gagnlegar lík- amanum og framleiða t.d. vítam- ín. En þar þrífst einnig gersvepp- ur sem er kallaður Candida albi- cans og á e.t.v. meiri þátt í óþols- sjúkdómum en nokkurn hefur ór- að fyrir. Þessi sveppur er „tæki- færissýkill“ þótt hann sé hluti af eðlilegu örveruvistkerfi slím- húða. Það er t.d. vel þekkt að can- dida sveppurinn getur valdið bólgu í munni og leggöngum þeg- ar fólk þarf að taka fúkkalyf, og reyndar er þessi sveppur mjög al- geng orsök slímhúðarbólgu í leg- göngum án þess að um neyslu tukkalyfja sé að ræða. Langvarandi slímhúðarbólgur af völdum þessa svepps valda slímhúðarrýrnum. Það er því auðvelt að gera sér í hugarlund að ofvöxtur hans í meltingarvegi trufli þekju og slímhúð meltingarvegarins og auki þar með gegndræpi hennar. Það getur svo leitt til þess að ó- eðlilega mikið af ónæmisvekjandi fæðu- og örveruafurðum kemst inn í líkamann. Þegar við tökum bakteríueyð- andi fúkkalyf, drepst mikið af bakteríum í görnunum, en þessi lyf eyða ekki candidasveppun- um. Neysla fúkkalyfja hefur þannig í för með sér verulega röskun á örveruvistkerfi garn- anna og leiðir meðal annars til of- vaxtar á gersveppum. Fúkkalyfin sem farið var að gefa upp úr stríði og íslendingar eru svo duglegir að taka, hafa því áreiðanlega haft mjög mikil áhrif í þessa veru, og vaxandi sykurneysla einnig, því að gersveppir eru mjög sykur- sólgnir. Hvað gerist t.d. þegar settur er sykur í hruggámu? Þá færist líf í gersveppina og hið sama gerist þegar candidagróður þarmanna fær sykur. Venjulegt bökunarger og ölger líkist can- didasveppunum það mikið að ónæmiskerfið greinir ekki alltaf milli þessara sveppa eða afurða þeirra. Meðferöin við meintu fæðuóþoli er m.a. fólgin í að reyna að leið- rétta misvægi í örveruvistkerfi garnanna, draga úr sveppavexti, en stuðla að viðgangi vinsamlegra baktería. Helgi hvetur því fólk til að borða mjólkursýrugerla, forð- ast sykur og kanna hvort það finnur til óþæginda eftir ger- neyslu. Stundum þarf líka að gefa lyf sem hemja vöxt gersveppa. Þetta er meginreglan, en hver og einn verður að finna hvað hon- um hentar og gera sér grein fyrir því hvort neysla ákveðinnar fæðutegundar tengist vanlíðan, þreytuköstum, kvíða, ristil- krömpum, vöðvabólgu eða höf- uðverk. Oft er erfitt að greina þetta samband því að óþægindin koma misjafnlega fljótt eftir neyslu fæðunnar. Það er ákaflega misjafnt hvernig gengur að fá fólk til að breyta neysluvenjum sínum og sumum veitist það mjög erfitt. Það er líka misjafnt hversu hár þröskuldur hvers og eins er. Kon- ur geta t.d. þolað mat í byrjun tíðahrings sem þær þola ekki undir lok tíðahringsins. Fjöldi manns þjáist af sjúkdómum sem ekki er búið að finna líffræðilegar orsakir fyrir. Samkvæmt tiltækum læknisrannsóknum teljast þeir fíl- hraustir, en geta þó verið allt að því öryrkjar vegna heilsubrests og líta aldrei glaðan dag. Segja má að þetta fólk hafi lent í ruslakistu læknavísindanna, sállíkamlegu deildinni og vanmáttur læknavís- indanna á þessu sviði hefur skap- að jarðveg fyrir ýmisskonar jaðar- lækningar og skottulækningar. — Ég skil vel að fólk haldi áfram að leita sér bata eftir árang- urslausar hringferðir milli lækna, segir Helgi. Hættan er hins vegar sú að lenda í höndum fúskara og braskara, sem hafa fólk að féþúfu. Ég vil hins vegar alls ekki kalla all- ar jaðarlækningar skottulækning- ar. Ég skynja ákveðið vandamál í dag. Annars vegar eru ákafir trú- boðar sem fullyrða eitt og annað án þess að það sé stutt marktæk- unt rannsóknum. Læknar sem vilja vinna fræðilega afgreiða þetta sem rugl. Því miður stunda of fáir jaðarlæknar rannsóknir til að korna kenningum sínum á fræðilegan grunn. Þarna eru sem sagt tveir hópar vart í kallfæri. Ég er sannfærður um að eitthvað er til í sumum kenningum jaðar- lækna og langar, ]'>egar tóm gefst til, að einbeita mér að því að kanna nánar þá tilgátu að „sállík- amlegar“ kvartanir geti átt rætur að rekja til ónæmisviðbragöa sem tengjast röskun á örveruvistkerfi í meltingarvegi! B.Á. 8

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.