Vera - 01.07.1990, Page 22

Vera - 01.07.1990, Page 22
ingalisti þar sem beðið var um al- mennar upplýsingar ásamt starfs- lýsingu og menntun. Þar var einn- ig listi yfir 38 málaflokka sem ætla má að spanni yfir flest þau svið sem fjölmiðlarnir fjalla um og var viðtakandi beðinn að merkja við þá flokka sem hann hefur reynslu af eða þekkingu á. Síðan var beð- ið um nöfn á konum sem viðtak- anda fannst að ætti erindi í nafna- bankann. Þetta sendi Ragnheiður til rúmlega 800 kvenna í öllum stéttar- og fagfélögum. „Þetta var eins og að kasta net- um án fiskileitartækja, þar sem hópurinn sem við leituðum til var svo breiður. Við vildum ekki ein- göngu fá þær langskólagengnu,“ segir Ragnheiður. Milli 20 og 30% kvennanna hafa nú svarað. Nokk- ur dreifing er á milli stétta, en þó eru það einkum konur með ein- hverja menntun sem svarað hafa. Ragnheiður telur þetta vera ágæt- an stofn í nafnabanka kvenna. Það er ekki endanlega ákveðið, hvernig miðlað verður úr bankan- um, en Ragnheiður telur líklegt að sent verði úr honum til fjöl- miðlanna og einnig verði hægt að komast í hann gegnum Jafnréttis- ráð. Hún telur einnig gott að hið opinbera hafi aðgang að honum, svo að það sjáist að ekki skorti konur þegar skipa á í nefndir, stjórnir og ráð. Til að fá innsýn í það hvernig fréttir verða til og hvers vegna eitt er frétt en annað ekki, ræddi Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir við fjóra fréttastjóra á fréttastof- um sjónvarps og blaða. Það voru þau Jónas Haraldsson fréttastjóri DV, Ágúst Ingi Jonsson fréttastjóri Morgunblaðsins, Sigurveig Jóns- dóttir aðstoðarfréttastjóri Stöðv- ar 2 og Helgi H. Jónsson vara- fréttastjóri Sjónvarpsins. „Það hefur nú vafist fyrir mönn- um að skilgreina hvað sé frétt og það er engin algild skilgreining til,“ segir Helgi aðstoðarfrétta- stjóri Sjónvarps. ,,Þó er e.t.v. hægt að segja sem svo, að frétt sé það sem víkur frá því vanalega. Gamli brandarinn um hundinn og manninn er óneitanlega orðinn dálítið þreyttur, en í honum er þó ákveðið sannleikskorn hvað þetta snertir. Hann er á þá lund, að það sé ekkifrétt, efhundurbítimann, en hins vegar sé það frétt, ef mað- ur bíti hund.“ „Konur eru mjög tregar til að koma í viðtöl og lóta at hendi þœr upplýs- ingar sem óskað er eftir. Ástœðan er kannski sú að konur eru vartœrnari við að tjó sig en karlar og hrœddari við gagnrýni eða hafa minnimáttarkennd." Sigurveig á Stöð 2 leggur áherslu á að atvinnulífið skapi fréttir og að frétt sé viðburður sem veki áhuga eða fólk hafi gagn af. „Fjölmiðlar búa jafnframt til fréttir telji þeir að fólk þurfi að vita um einhverja hluti.“ „Nálægð atburðarins og hverjir eiga hlut að máli skiptir líka miklu máli íþessu sambandi," segirjón- as fréttastjóri DV. Ágúst Ingi hjá Morgunblaðinu telur auk þessa sem hin hafa nefnt að allt það sem almennur áhugi sé á geti talist til frétta. Hvað er það þá sem ræður frétta- mati fjölmiðlafólks? Jónas og Sig- urveig svara því til að það ráðist af einstaklingnum sjálfum frekar en af kyni. Það sé því menntun, áhugamál og bakgrunnur hvers og eins sem skipti þar máli. Helgi telur að menntun, áhugamál og starfsreynsla skipti hér máli, en kyn geti líka ráðið fréttamati að einhverju leyti. Hann og Ágúst Ingi leggja áherslu á þær viðteknu venjur sem mótast hafi á fjölmiðl- unum. Ágúst Ingi lýsir því á eftir- farandi hátt: „Þegar blaðamenn byrja í starfi erfa þeir ákveðin sambönd frá þeim sem fyrir eru á fjölmiðlinum og nota vinnubrögð sem áður hafa gefið góða raun. Smátt og smátt eignast menn eig- in heimildamenn, þar sem byggt er á gagnkvæmu trausti.“ Fljóðafæð í fréttum telja þau að sé m.a. vegna þess hve fáar konur eru í lykilstöðum innan atvinnu- reksturs, stjórnmála og kjara- deilna. Þar hafi einfaldlega hlutur karla verið mun meiri, en það sé þó að breytast smátt og smátt. Helgi bætir við: „Fréttalega séð er oft best að snúa sér beint að þeim sem hæst trónir, því að hann eða hún hafa þá umboð til þess að tala um viðfangsefnið og vita mest um málið' ‘ Sigurveig leggur áherslu á að erfitt sé að fá konur í viðtöl. „Konur eru mjög tregar til að koma í viðtöl og láta af hendi þær upplýsingar sem óskað er eftir. Ástæðan er kannski sú að konur eru varfærnari við að tjá sig en karlar og hræddari við gagnrýni eða hafa minnimáttarkennd. Það að konur eru svona fáar í ábyrgð- arstöðum úti í samfélaginu er að- allega vegna þess að þær eru ekki tilbúnar til að axla þá ábyrgð og ómældu yfirvinnu sem þeim geta fylgt. Þær hreinlega taka fjöl- skylduna fram yfir frama sinn.“ Þegar nafnabanka Jafnréttisráðs ber á góma eru þau öll sammála um notagildi hans. Jónas segir að „allt sem gert er til að koma konum á framfæri er af hinu góða, en við tökum ekki viðtal við konu bara af því að hún er kona, heldur vegna þess að við- komandi hefur eitthvað fram að færa.“ „Mér líst vel á þennan nafna- banka þar sem hann vekur athygli á konum sem búa yfir upplýsing- um sem ekki er vitað um,“ segir Sigurveig. „En ef hann á í raun að breyta einhverju um hlut kvenna í fjölmiðlum verða þær konur sem þarna verða á skrá að vera tilbún- ar að gefa upplýsingar, og benda ekki á aðra sem oftast eru þá karl- menn, þegar leitað er til þeirra. Þetta er að sjálfsögðu ekki algilt en allof algengt. Það er að stórum hluta konum sjálfum að kenna að þær eru lítið í fjölmiðlum þar sem þær eru tregar til að koma í viðtöl. Þess vegna er það kvenna sjálfra að breyta um hugsunarhátt áður en hægt er að ætlast til að samfé- lagið geri það.“ „Jú, mér líst ágætlega á nafna- bankann,“ segir Ágúst Ingi. „En ég er hræddur um að fjölmiðla- menn noti hann bara fyrstu vik- urnar á meðan umræðan er í gangi og fái þá einhverjar hug- myndir út frá þeim nöfnum sem þar verða. Þegar nýjabrumið verður farið af honum er ég hræddur um að hann verði lítið notaður. Það tímaleysi sem fjölmiðla- fólk býr við setur þeim ákveðnar skorður við leit að viðmælend- um. Sá tími sem gefst til að skrifa frétt getur verið mjög skammur og þegar blaðamaður hefur ein- hvern aðila sem hægt er að ganga beint að þá veltir hann því ekki fyrir sér hvort það er karl eða kona.“ Ég tel að það sé þörf á svona nafnabanka, því að auðvitað þarf að auka hlut kvenna í fréttum, þó ekki væri nema til að gera þær fjölbreytilegri — og kannski skemmtilegri en þær stundum eru. Og auðvitað er þetta að vissu leyti spurning um jafnrétti,“ segir Helgi, en tekur jafnframt fram að fyrst og fremst verði þó að láta það ráða hvað teljist fréttnæmast. „í þessu efni er líka hollt að hafa 22

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.