Vera - 01.07.1990, Side 25

Vera - 01.07.1990, Side 25
Hildur Jónsdóttir, TS vinnustað til að fjölga konum í hópi viðmæknda í fréttum. Samt hef ég tekið eftir breytingu. Hún birtist helst í því að kvenfrétta- mennirnir leggja sig í líma viö aö finna konur til aö tjá sig og gefast ekki upp fyrr en þaö tekst. Oft þarf að leita lengi að jieim. Og oft yfirsést manni einhver tiltekin kona sem stöðu sinnar vegna er sérfræöingur um mál sem er til umfjöllunar, cn sem ekki er mjög sýnileg út á við eins og er algengt Sigrún Stefóndsdóttir Ljósmynd: Anna Fjóla 1 Magdalena Schram, um konur þrátt fyrir að þær séu í ábyrgðarstöðum. Veldi ég alltaf þá sem koma fyrst upj^ í hugann í tengslum við fréttir, væru við- mælendurnir allir karlar. Það þarf að leggja sig fram og það þarf að hafa tíma til þess, en sá tími er ekki alltaf fyrir hendi. í þeim til- vikum er einhverjum karli kippt upj) og hann spurður. Magdalena: Karlarnir eru yfir- leitt svo fljótir að koma. Það þarf aldrei að sannfæra þá um að þeir séu rétti aðilinn að tala við. Oft finnst konum að þær þurfi tíma til að undirbúa sig, en slík viðbrögð koma sjaldan frá körlum En þetta er oft notað sem réttlæting, sem lélegt skálkaskjól þegar gagnrýnt er til dæmis að engin kona sé meðal viðmælenda í heilu þátta- röðunum. Þá er sagt viðkomandi dagskrárgerðarmanni til afsökun- ar að hann hafi lagt sig í líma við að reyna að finna konur til að tala við en það hafi því miður ekki tekist. Þetta er ódýr afsökun sem ég trúi ekki á. Auðvitað kostar það aðeins meiri vinnu og aðeins meira hugmyndaflug ef fara á út fyrir þessar venjulcgu marg- troðnu brautir við leit aö viðmæl- endum, en þegar allt kemur til alls krefst það eingöngu frum- kvæðis og vilja. Sigrún: Undanfarin ár hafa konur haldið uppi stöðugum þrýstingi á fjölmiðla til að fá þá til að taka við sér íþessum efnum. Ég held að þessi þrýstingur sé farinn að skila sér. Meira að segja verð ég stundum vör við að strákarnir sem vinna með mér á fréttastof- unni leggja sig fram við að reyna að finna konur tl að tala við. Þeim finnst ekkert eðlilegt lengur að þær vanti. Þetta er þó nýtt. Fyrir nokkrum árum datt engum karli í hug að þetta væri vandamál. Þá reyndu þeir ekki einu sinni að breyta ástandinu og þrættu jafnvel fyrir að þess væri þörf. Mesta breytingin felst þó tvímælalaust í því að konum sem vinna á fjöl- miölunum hefur fjölgað. Þegar kominn er kjarni af konum sem vinna saman og styðja hver aðra er vígstaðan önnur. Það er svo erfitt að vera eina konan í hópn- um eða á vaktinni. Sú kona er oft ein að basla með mál sem henni finnst merkilegt og nauðsynlegt að fjalla um á meðan karlkyns kollegar hennar eru ekki bara annarrar skoðunar heldur gera kannski lítið úr viðkomandi konu 25

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.