Vera - 01.07.1990, Qupperneq 38
L.EIKL.IST
Sigrún Ástrós
Borgarieikhúsið
Höfundur: Willy Russel
Leikari: Margrét Helga
Jóhannsdóttir
Leikstjóri: Hanna María
Karlsdóttir
Leikmynd: Steinþór
Sigurösson
Þýöandi: Þrándur
Thoroddsen
Þegar ég fór aö sjá Sigrúnu Ást-
rós var hópur eldri borgara í
Borgarleikhúsinu. Ég heyrði á
tal þeirra á leiðinni út í rútu eft-
ir sýninguna.
— Jæja, Guðmundur minn,
sofnaðir eins og venjulega?
— Nei, ég sofnaði ekkert.
Þvílíkt úthald hjá leikkonunni!
Og að muna þetta allt saman!
Já, Margrét Helga Jóhanns-
dóttir vann mikið afrek í hlut-
verki Sigrúnar Ástrósar. Hún
stóð ein á sviðinu í tvo tíma og
skapaði hina eftirminnilegu
aðalpersónu leiksins. En hún
gerði meira en það. Ásamt höf-
undi og leikstjóra skapaði hún
líka fjölda aukapersóna. Þegar
ég hugsa um sýninguna eftirá,
hafa allar þessar manneskjur
sem aldrei birtust á sviðinu —
eiginmaður, börn, vinkonur,
bernskuvinir, sólarlandafarar
og fleiri — öðlast sjálfstætt líf í
huga mér. Ég sé þau ekki fyrir
mér í gervi Margrétar Helgu,
heldur í sinni eigin mynd sem
ég hef gefið þeim. Þess vegna
þori ég ekki að fara að sjá
myndina Shirley Valentine. Þó
að mér finnist efnið vel þess
virði að velta sér meira upp úr,
því ég er hrædd um að þessar
persónur verði teknar frá mér.
Einhvers staðar úti í heimi er til
leikkona sem fer með þessa
sýningu heim til fólks og notar
eldhúsinnréttingar þeirra fyrir
leikmynd. Mér flaug það svona
í hug þegar ég fór í fertugs-
afmæli um daginn að það hefði
verið gaman að fá Margréti
Helgu þar inn á gafl. Til þess að
komast í enn nánara samband
við hana. Þó varð sambandið
svo náið á litla sviðinu, að fólk
leyfði sér að tala upphátt. Þeg-
ar þessi perla hraut af vörum
Sigrúnar Ástrósar:
— Ég held að karlmenn
kunni ekkert að tala vð konur.
Maður segir kannski: Uppá-
haldsárstíðin mfn er haustið.
Og þá segja þeir: Nú, uppá-
haldsárstíðin mín er vorið. Og
svo halda þeir langan fyrirlest-
ur um það hvers vegna vorið sé
uppáhaldsárstíðin þeirra. En
maður var ekkert að tala um
vorið. Maður var að tala um
haustið.
Þá gat konan við hliðina á
mér ekki orða bundist.
— Jáááhhhhh, sagði hún.
Hún var um sextugt og sat
þarna í stórrósóttum kjól og
sagði svona á innsoginu í al-
gjörri innlifun ,,jááááhhhhh“,
eins og hún hefði skyndilega
uppgötvað að þau hjónin hafa
aldrei talað um sömu árstíðina.
Skyldi verða breyting á því úr
þessu?
Sigrún Ástrós er hætt að tala
við manninn sinn. Hún talar
oröið við afskaplega fáa nema
eldhúsvegginn og Jóhönnu,
vinkonu sína sem er rauðsokka
og les Veru og kennir karl-
mönnum um allt sem aflaga
fer. Sigrún er rúmlega fertug
og á tvö uppkomin börn. Hún
og hann Jói voru ástfangin og
lífsglöð hér áður fyrr, en nú er
bæði ástin og gleðin slokknuð.
Sigrún veit ekki hvenær þau Jói
hafa breyst svona, veit ekki
hvaða dag það gerðist, eða
viku, eða mánuð. Þau eru bara
orðin rígföst og flækt í hjóna-
bandinu. Jói segist samt elska
hana, en Sigrún hefur upp-
götvað merkingarleysi þeirra
orða. Sko, hann segist ekki
elska konuna í næsta húsi eða
kaupmanninn, en samt kemur
hann vel fram við þau. Hann
segist elska Sigrúnu, en virðist
hana þó ekki viðlits eða er
beinlínis vondur við hana. í
krafti þess að hann elskar
hana.
Sigrúnu hefur alltaf dreymt
að ferðast, en Jói er mjög vana-
fastur maður sem fær menn-
ingarsjokk þegar hann kernur
til Akureyrar. Þess vegna hafa
þau farið í frí til Vestmanna-
eyja síðustu tuttugu árin. Þau
taka Herjólf, því að Jói þolir
ekki að fljúga. Einn daginn
biður jóhanna rauðsokka Sig-
rúnu um að koma með sér til
grísku eyjanna. Sigrún þorir
ekki að minnsta á þetta við Jóa,
heldur undirbýr ferðina á laun.
Nær sér í gjaldeyri og passa og
eldar fjórtán kvöldmáltíðir í
frystinn fyrir Jóa. Mamma
hennar ætlar að koma og taka
þær út fyrir hann. Með heppni
tekur hann ekki eftir því að
mig vantar, segir Sigrún við
vegginn. Eitt andartak er hún
afskaplega örugg meö sig og
veit að hún er að gera rétt, í
næstu andrá er hún að því
komin að guggna. Margrét
Helga túlkar þetta meistára-
lega. Hún skrifar á miða: Fór til
Grikklands. Kem aftur eftir
hálfan mánuð.
Á meðan sviðinu er breytt í
sólarströnd er gert hlé. Eg hitti
kunningjakonu, sem nýlega
hafði staðið í sporum Sigrúnar.
— Ég valdi Myndlista- og
handíðaskólann í staðinn fyrir
Grikkland. Það var mín upp-
reisn. En þegar ég var farin að
hugsa sjálfstætt og finna sjálfa
mig voru mér settir afarkostir.
Annaðhvort verður þú eins og
þú átt að vera, eða ég skil við
þig, sagði hann. Og nú er ég
fráskilin. Oh, af hverju getur
fólk ekki bara gift sig og lifað
hamingjusamt til æviloka eins
og í ævintýrunum, sagði hún
svolítið bitur.
Sigrún Ástrós var ekki bitur.
Hún kenndi ekki Jóa um
hvernig komið var fyrir þeim.
En hún naut Iífsins til fullnustu
í sólinni og hitanum í landinu
þar sem vínberin vaxa — alein
vegna þess að Jóhanna náði sér
í gæja strax í flugvélinni. Hún
lenti að vísu í örlitlu ástarævin-
týri með innfæddum barþjóni,
sem talaði um haustið þegar
hún vildi tala um haustið. En
ástæðan fyrir því að Sigrún
varð um kyrrt í Grikklandi var
ekki ástarævintýri hennar með
Costas, heldur ástarævintýri
hennar með sjálfri sér. Allt í
einu uppgötvaði hún að hún
ólgaði af lífi og að jiað var svo
langt síðan að hún hafði notað
þessa lífsorku. Og hún situr á
ströndinni og segir okkur frá
þessari uppgötvun sinni. Nú
talar hún ekki lengur við vegg-
inn. Sigrún Ástrós talar við
okkur. Og Margrét Helga græt-
ur alvörutárum Ég fann hvern-
ig stíflurnar brustu í fólki allt í
kring um mig. Og í sjálfri mér
líka. Svona á leikhús að vera.
Eftir árangurslausar bréfa-
skriftir og hringingar ákveður
Jói að korna og sækja hana. Sig-
rún bíður eftir honum á
ströndinni. Hún hlakkar til að
sjá hann. Hún talar ekki um
framtíðina, en af fasi hennar
og undangenginni staðfestu
má ráða að Sigrún mun halda
áfram að lifa. Kannski bresta
stíflurnar í Jóa líka. Og mikið
var ég fegin að Jói kom. Af því
að það hefði verið allt of ódýr
lausn að bara losa sig við hann.
Björg Árnadóttir