Vera - 01.07.1990, Blaðsíða 6

Vera - 01.07.1990, Blaðsíða 6
IN/IIC^REN FÖTLUNSEMSKERÐIR LlFSGETU Rœtt við Helga Valdimarsson, prófessor í ónœmisfrœði Til eru tvenns konar sjúkdómar: þeir sem ógna lífi og þeir sem skerða lífsgetu án þess að ógna lífi. Mígren er ekki banvænn sjúk- dómur, heldur fötlun sem skerðir lífsgetu. Þar sem höfuðverkja- lækningar eru ekki sérgrein innan læknisfræðinnar, leita mígren- sjúklingar til ýmissa sérfræðinga. Einn þeirra er Helgi Valdimarsson prófessor í ónæmisfræði. Ljósmynd: Helgi var að koma af kóræfingu Anna Fjóla laugardagseftirmiðdaginn sem ég hitti hann á ónæmisfræðideild Landspítalans. Þar sem hann var að enda við að æfa Óðinn til gleð- innar leist honum vel á hugmynd mína að kalla greinaflokkinn um mígren Lofsöng til líkamans. — Jú, sjáðu til, mér finnst nefnilega æ mikilvægara að hver og einn læri á sinn eiginn líkama. Náttúrulækningastefnan með Jónas Kristjánsson í fararbroddi boðaði að menn yrðu níræðir ef þeir borðuðu rétt. En þá var gert ráð fyrir að það sama væri gott fyrir alla. Ég ólst upp við þetta, móðir mín lét mig borða arfa, njóla og krúsku. En manneskjur eru svo mismunandi. Ónæmis- fræðin fjallar öðrum þræði um margleitni mannsins og ólík við- brögð einstaklinga við áreiti að- steðjandi efna. Þannig getur holl- ustufæði fyrir einn verið hreint ómeti fyrir annan. Þess vegna þarf hver og einn að læra hvað honum hentar, segir Helgi. Hann talar yfirvegað og velur orð sín af varfærni. Starf hans að heilbrigð- ismálum er fjórþætt. Hann stund- ar rannsóknir og leitar þannig að nýrri læknisfræðilegri vitneskju. Hann kennir ónæmisfræði við Há- skólann og er forstöðulæknir ónæmisfræðideildar Landspítal- ans. Og þó að hann sé ekki skráð- ur læknir í símaskránni fer hluti af tíma hans í að reyna að hjálpa sjúklingum, eins og hann kallar það. Mín skoðun er sú að þeir sem stunda lækningar þurfi að geta varið a.m.k. þriðjungi af tíma sín- um til rannsókna og endurmennt- unar vegna þeirrar öru þróunar sem á sér stað í læknisfræði. Ég tel raunar að þess sé ekki langt að bíða að dilkadráttur í sjúkdóma- flokka hverfi að mestu og í þess stað fái sérhver sjúklingur um- önnun sem miðast við að hann sé einstakt og áhugavert líffræðilegt viðfangsefni, og þá undanskil ég vitaskuld ekki mannlega þáttinn. Helgi gerir greinarmun á of- næmis- og óþolssjúkdómum. Of- næmissjúkdómar orsakast af ó- eðlilegu umróti sem má rekja til misvægis í starfsemi ónæmiskerf- isins. Orsakir óþolssjúkdóma eru hins vegar í fæstum tilvikum þekktar, en kenningar hafa komið fram um að margir þeirra eigi einnig rætur að rekja til ónæmis- viðbragða gegn framandi efnum. Þessar hugmyndir eru það áhugaverðar, að ég tel nauðsyn- legt að sannleiksgildi þeirra verði kannað, segir Helgi. Hann telur að mígren geti að verulegu leyti verið óþolssjúk- dómur, en margir eru þó með óþolssjúkdóma án þess að hafa mígren. Hann skrifar í Fréttabréf Mígrensamtakanna árið 1988: „Undanfarin ár hefur athygli sumra ofnæmislækna beinst aö ákveðnu kvartanamynstri, sem til þessa hefur að verulegu leyti ver- ið talið eiga rætur að rekja til streitu og geðrænna vandamála. Um er að ræða margvísleg óþæg- indi, sem koma fram í mismun- andi mæli hjá hverjum einstökum sjúklingi. Einna algengust eru óþægindi frá ristli, vöðvabólga, þrekleysi og skert hæfni til ein- beitingar. Þannig eru t.d. flestir mígrensjúklingar slæmir af vöðva- bólgu og margir þeirra eiga einnig við að stríða andlega vanlíðan og truflaða ristilstarfsemi. Þessir sjúk- dómar hafa því verið kallaðir , ,sállíkamlegir‘ ‘ (psychosomatic), en ég mun einfaldlega nefna þá óþolssjúkdóma í þessari grein, þar sem ég held að geðræni þátt- urinn sé afleiðing en ekki orsök en jafnframt er ennþá allsendis óvíst hvort og að hve miklu leyti um ofnæmi er að ræða.“ Með þessari grein Helga fylgir listi yfir 6

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.