Vera - 01.07.1990, Blaðsíða 17

Vera - 01.07.1990, Blaðsíða 17
» V yffftrn í öðrum hluta kjallarans leigir Alþýðuleikhúsið aðstöðu sem nýtt hefur verið bæði til æfinga og geymslu. A fyrstu hæð bakhússins var kom- ið upp markaði í fyrra sumar þar sem listmunir kvenna eru seldir í umboðssölu. Þar er að finna margt fallegra muna og hafa á annað hundrað konur sett verk eftir sig á markaðinn. Á sömu hæð hefur verið komið upp lítilli kaffistofu sem nefnist Englakaffi. Er ástæða til að hvetja konur til að koma þangað í kaffi- sopa og kíkja í leiðinni í norræn kvenréttindablöð. Lítil bóksala er einnig á staðnum, þar fást er- lendar kvennabækur og nokkrar bækur eftir íslenskar konur. Með því að styrkja kaffistofu Hlað- varpans er stuðlað að uppbygg- ingu húsanna. Konur sem vilja enn láta draumana rætast ættu því að líta þar við þegar þær eiga leið um miðbæinn. Því meira líf og fjör, þess betra. A annarri hæð bakhússins er fundarsalur sem hefur mest verið nýttur af þeim hópum sem að- stöðu hafa í húsunum. Þar hafa einnig verið haldin námskeið og fyrirlestrar. Á hæðinni er eldhús sem þykir þó ekki nógu fullkomið til veitingareksturs, en hægt væri að lagfæra það ineð tiltölulega litlum kostnaði. Þennan sal er hægt að fá leigðan og nýting hans þyrfti að vera meiri. Þar ætla Hlaðvarpakonur að vera með kynningu í júní sem kallast , ,Grænir dagar í HlaðvarpanunV Þar veröa kynntar umhverfisvina- legar vörur sem fást í verslunum hér á landi. Hvernig væri að muna eftir þessum sal, næst þegar leitað er eftir sæmilega stóru húsrými til funda eða annarra samkvæma? Kvennaathvarfið hefur haft skrif- stofu og Iítið fundarherbergi frá upphafi starfseminnar á annarri hæð bakhússins. Kvennaráðgjöf- in hefur einnig tvö herbergi til umráða, en hún veitir ókeypis fé- lags- og lögfræðiráðgjöf fyrir konur og er opið þar á þriðju- dagskvöldum og fimmtudagseft- irmiðdögum, sími 21500. Skiln- aðarmál hafa verið þar mikið á dagskrá og hefur verið komið á fót sjálfshjálparhópum fyrir kon- ur eftir skilnaði. Þá er komið að framhúsinu sem stendur við Vesturgötuna. í kjall- ara þess og á fyrstu hæð eru leigö út verslunarrými og er það helsta tekjulind Hlaðvarpans. Á annarri hæð tóku nýlega til 17

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.