Vera - 01.07.1990, Blaðsíða 19

Vera - 01.07.1990, Blaðsíða 19
ÞAÐ ER HÆGT AÐ BREYTA STJÖRNUM STÉTTARFÉLAGA Spjallaö viö Sigríöi Kristinsdóttur, formann Starfs- mannafélags ríkis- stofnana Það er ekki algengt að boðið sé fram gegn sitjandi stjórnum verka- lýðsfélaga hér á landi, í raun alltof sjaldgæft, því með samhentri vinnu virðist vera hægt að ná fram breytingum. Það sannar kosning í stjórn Starfsmannafé- lags ríkisstofnana sem fram fór nýlega. Þegar uppstillingarnefnd hafði kynnt tillögu sína til stjórn- ar, ákvað hópur fólks innan fé- lagsins að koma með aðra tillögu og náðu allir frá þeim síðar- nefndu kosningu, utan einn. Hópurinn sem að þessu stóð er kunnugur málefnum félagsins og hafa sumir setið þar í stjórn. Það sem einnig heyrir til tíðinda varð- andi stjórnarkjörið í SFR er að þar var kona í fyrsta sinn kosin for- maður. Það er Sigríður Kristins- dóttir sjúkraliði sem hefur setið í varastjórn félagsins sl. fjögur ár. Sigrfður er nú í 60% starfi hjá fé- laginu og segist hafa notað þá tvo mánuði sem liðnir eru síðan hún var kosin til að kynnast starfinu sem snýst ekki eingöngu um kjaramál. Orlofshúsamál eru t.d. tímafrek á vorin og eins þarf að sinna málum félagsmanna sem vilja leita réttar síns. Við spurðum hana fyrst um ástæðu þess að hún bauð sig fram. ,,Ég held að konur þoli frekar að tapa en karlar. Ég bjóst alls ekki við að ná kjöri,“ sagði Sigríður. „Okkur fannst nauðsynlegt að einhver af fyrri stjórnarmönnum byði sig fram í formannssætið og það stóð þannig á hjá mér að ég taldi mig hafa tíma til að sinna starfinu. Við náðum upp góðri stemmningu í kosningabarátt- unni og fundum aö fólk vildi breytingar. Við lögðum áherslu á mál sem fólk er hlynnt, eins og t.d. að gera launamálaráð virkara. Það er 40 manna hópur sem kos- inn er af 280 manna trúnaðarráði og þar gefst fólki frá hinum ýmsu vinnustöðum færi á að koma fram með sín vandamál og upplýsinga- flæðið innan félagsins eykst. Okkur finnst einnig ástæða til að breyta kosningalögunum og gefa fólki á höfuðborgarsvæðinu tæki- færi til að kjósa í stjórn úti á vinnumarkaðnum, en ekki á ein- um stórum fundi eins og nú er. Þessu er hægt að breyta á aðal- fundi sem er haldinn árlega, en hins vegar er kosið í stjórn á tveggja ára fresti.“ Starfsmannafélag ríkisstofnana er tæplega 5000 manna félag starfsfólks ríkisstofnana um allt land sem ekki er háskólamennt- að. Konur eru 69% félagsmanna og eru sex konur í ellefumanna stjórn. Það er sama hlutfall og var í fyrri stjórn. Félaginu er skipt í þrjá meginhópa sem allir eiga fulltrúa í stjórn, þ.e. skrifstofu- hópur, tæknihópur og heilbrigð- ishópur. „Einnig eru starfandi nokkrar deildir starfsstétta innan félagsins og mætti gjarnan stofna fleiri slík- ar deildir," sagði Sigríður. „Með- allaun hjá BSRB eru 55 til 60 þús- und krónur á mánuði, sem eru auðvitað alltof lág laun. Það er full ástæða til að vinna að bótum á því sviði og þjappa fólki saman um launakröfur. Þegar launin eru þetta lág, neyðist fólk til að vinna yfirvinnu og þeirri þróun þarf að breyta svo fólk hafi einhvern frí- tíma.“ Að sögn Sigríðar eru félagar SFR lægra launaðir en ýmsir sam- bærilegir hópar, t.d. hjá sveitarfé- lögum, að Reykjavík undanskil- inni. Einnig er samanburður iðn- aðarmanna innan félagsins óhag- stæður miðað við þá sem vinna á almennum markaði. Sigríður er ekki óvön launabar- áttunni, hefur staðið íhenni sl. 20 ár og var m.a. formaður Sjúkra- liðafélagsins um tíma. Henni finnst launþegar vera skyldugir til að hafa áhuga á velferðarmálum sínum og megi ekki gefast upp þó baráttan virðist oft á tíðum von- laus. „Þeir sem hafa tækifæri til, fara oft að vinna hjá einkaaðilum sem borga betur, en ríkisstarfsmönn- um þykir mörgum vænt um vinnustaði sína og vilja vera í þjónustu ríkisins. Af þeirri ástæðu m.a. helst ríkinu á fólki þrátt fyrir að launin séu svona lág. En það er okkar verkefni að breyta því og mun ég ekki liggja á liði mínu í þeim efnum. Við erum nú með samninga sem eiga að gilda þar til í september 1991, ef ríkið stendur við sinn þátt hvað varðar verð- lagsþróun. Við munum fylgjast vel með því og verja þann kaup- mátt sem við nú höfum. Ef hann verður verri falla samningarnir úr gildi,“ sagði Sigríður að lokum. EÞ 19

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.