Vera - 01.07.1990, Side 23

Vera - 01.07.1990, Side 23
í huga að fréttamatið er breyting- um undirorpið — menn þurfa ekki að hugsa langt aftur í tímann til þess að sjá það. Þess vegna má ætla að með auknum ítökum kvenna í þjóðfélaginu kunni fréttamat líka að breytast. Viðjar vanans eru sterkar og svona nafnabanki gæti orðið til þess að losa um þær. Það er bara hollt. Oft er það þannig, að fréttamenn leita til sömu mannanna aftur og aftur, án þess að gefa sér tíma til þess að hugleiða hvort ekki mætti stöku sinnum leita annað. Tímapressa ræður auðvitað einhverju um þetta. Hér á Fréttastofu Sjón- varpsins ber þetta náttúrulega á góma, þegar menn ræða margvís- leg atriði í sambandi við öflun, vinnslu og meðferð frétta eins og gert er reglulega hér. En auðvitað er þjóðfélagið nú einu sinni þann- ig, að menn reka sig oft á að ekki er hægt aö leita til konu, því að í lykilstöðunum eru oftast karl- menn eins og málum er nú háttað.* ‘ Öll voru þau sammála um að fjöl- miðlar sýni raunveruleikann en Jónas og Helgi höfðu þó ákveðinn fyrirvara á þeim raunveruleika. , ,Við búum í samfélagi þar sem karlar eru ráðandi í áhrifastöðum og þar af leiðandi fjölmiðlaum- fjöllun um þá ráðandi,“ segir Jón- as. Helgi hafði mestan fyrirvara á því hvort fjölmiðlar sýni raun- veruleikann. ,,Ég held að það sé fullyrðing sem ekki fái staðist. Fjölmiðlar sýna bara hluta veru- leikans. Það á við í innlendum fréttum, en þó í enn ríkari mæli í erlendum fréttum. Sú heims- mynd sem við fáum frá þessum stóru alþjóðlegu fréttastofum er oft á tíðum mjög sérkennileg að mér finnst. Það er eins og í heilu heimsálfunum þar sem meirihluti mannkyns býr, gerist ekkert nema það verði stórslys, náttúru- hamfarir, óeirðir eða stríð eða einhver pótintáti úr heimspólitík- inni tylli þar niður tá. Þetta stenst auðvitað ekki.“ En hverjum þjóna þá fjölmiðl- ar? „Blaðamenn þjóna lesendum fyrst og fremst og reyna að gefa þeim sem réttasta mynd af því sem er að gerast hverju sinni,“ svarar Jónas. Ágúst Ingi og Sigurveig eru sammála þessu og Sigurveig bætir við: „Fjölmiðlar eru lausari við „En auövitað er þjóðfélagið nú einu sinni þannig, aö menn reka sig oft ó aö ekki er hœgt aö leita til konu, því aö í lykilstööunum eru oftast karlmenn eins og málum er nú háttaö." áhrif eigenda og stjórnvalda en áður var og þjóna þess vegna neytendum betur í dag. Helgi segir þetta ekki það ein- falt að hægt sé að setja alla fjöl- miðla undir einn hatt. „Sumir fjölmiðlar skreyta sig með full- yrðingum á borö við þær að þeir séu frjálsir eða óháðir eða eitt- hvað í þeim dúr. En að sjálfsögðu eru þessir miðlar háðir eigendum sínum. Sumir þessara sömu miðla — sem kalla sig frjálsa — reyna að láta líta svo út að andstæðan séu ríkisreknu miðlarnir, útvarp og sjónvarp. Þetta tel ég vera fjarri öllum sanni og fullyrði að séu ein- hverjir fjölmiðlar í þessu landi sem nálgist það að vera óháðir séu það ríkismiðlarnir, enda eru það einmitt þessir miðlar sem njóta mests trausts meðal al- mennings. Ég leyfi mér að ganga svo langt að segja, að ríkismiðl- arnir séu mikilvæg trygging fyrir tjáningarfrelsi í landinu og óvil- hallri og vandaðri umfjöllun. Þeir eru hlutlausir og þeim er skylt að sýna eftir mætti allar hliðar mála, þótt mannafli og fé setji því skorður hvað hægt er að gera. Ríkismiðlarnir eru því þjónar alls almennings. Sumum fjölmiðlum er beinlínis ætlað það hlutverk að reka áróður af einhverju tagi, móta skoðanir fólks, t.d. póli- tískt. Það er allt í lagi, svo lengi sem þeir reyni ekki að villa á sér heimildir.” Fjölmiðlar móta eða hafa áhrif á heimssýn fólks bæði stórt og smátt,“ segir Ágúst Ingi. „Þeir miðla upplýsingum til fólks og ég ætla rétt að vona að þær hafi ein- hver áhrif.“ Eins og sagt var í upphafi er ekk- ert eitt svar til við því hvers vegna konur eru fáséðar í fréttum. Frétt- ir ráðast af fréttamati fjölmiðla- fólks sem byggir á viöteknum ríkj- andi venjum sem aftur byggja á gildismati þeirra sem eru ráðandi í samfélaginu. Við búum við karl- veldi og þar af leiðandi eru karlar ráðandi í umfjöllun fjölmiðla. í ríkjandi kerfi verða því konur fyrst að komast í valdastöður áð- ur en þær teljast til mikilsverðra fréttauppsprettu eða gera sig gild- andi á einhvern annan hátt. Nafnabanki Jafnréttisráðs gæti því veitt fjölmiðlum aðgang að nýjum uppsprettum sem breytt gæti þeirri heimssýn sem nú er ráðandi í fjölmiðlum. HVERS VEGNA VERÐUR SVONA LÍTIÐ ÚR ÞEIM? „Eg hef ekkert á móti karl- mönnum! Karlmenn eru dá- samlegir! Karlmenn gætu gert hvað sem er, ef þeir fengju tækifæri til þess. En á sviði menningarmála eru þeir ekki langt komnir. Karlkyns skáld og listamenn gætu sjálfsagt náð konunum, ef þeir legðu sig eftir því að nálgast börnin og þroska til- finningar sínar. Það eru til miklir hæfileikakarlar sem hefðu getað auðgað mannkyn- ið, ef þeir hefðu fengið að þroskast sem karlmenn og feð- ur. Tökurn sem dæmi efnilega menn eins og van Gogh, Kafka, Baudelaire, Stagnelius, Dagermann og fleiri. Hvers vegna varð svona lítið úr þeim? Hvers vegna gáfust þeir upp eða stöðnuðu svona fljótt? Hvers vegna? Það er ekkert sem hindrar karlmenn í að ná jafn langt og konur. Það eina sem hindrar þá eru þeir sjálfir.' ‘ Eva Moberg. Úr safnritinu Pá pránt RÓTTÆKAR AÐGERÐIR Lögreglan í einu úthverfa New York-borgar hafði ítrekað hvatt konur til að halda sig inn- anhúss á næturnar til að kom- ast hjá árásum kynferðisaf- brotamanna. En einhver snjall og úrræðagóður einstaklingur kom auga á áhrifaríkari aðferð til að vernda konurnar og dreifði því plakötum með op- inberum stimpli borgaryfir- valda og eftifarandi áletrun: „Við setum útgöngubann á alla karlmenn eftir klukkan tíu á kvöldin. Karlar mega aðeins sjást utandyra í fylgd með tveimur eða fleiri kon- um.“ Fréttastofan Her Say 23

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.