Vera - 01.07.1990, Page 21

Vera - 01.07.1990, Page 21
* I F'JOLIX/IIÐLUIVI Hvers vegna eru svona fáar konur í fréttunum? Gleyma fréttmenn konunum eða þora konur ekki, eða hvorki vilja né geta komið fram? Þrír nemar í fjölmiðlafræði í Háskólanum, hafa skrifað um þetta efni grein, sent þær nefna „Fljóðafæð í fjölmiðlum11. Þær Steinunn Halldórsdóttir, Guðrún Ág. Guðmundsdóttir og Sigrún Þorvaröardóttir hafa góðfúslega veitt Veru leyfi til að birta kafla úr greininni. I greininni segir frá ýmsum könn- unum sem gerðar hafa verið á hlut íslenskra kvenna í fréttum. í skýrslu dr. Sigrúnar Stefánsdóttur frá 1986 kemur fram að árin 1966—1986 er talað við karl- menn í 91.6% tilvika, en konur í 8.4% tilvika í fréttatíma Ríkis- sjónvarpsins. Fyrstu fimm ár fréttastofunnar var alls ekki talað við konur, en upp úr 1971 fara þær að birtast á skjánum. Flestar urðu konurnar árið 1986. Það ár voru 13% viðmælenda frétta- mannanna konur. Einnig kom í ljós í könnun Sigrúnar að vissir málaflokkar, s.s. orkumál, fisk- veiðar, iðnaður, fjármál, tækni- og utanríkismál, eru nær alveg kven- mannslausir í fréttunum. í nýlegri könnun dr. Sigrúnar Stefánsdóttur um viðhorf félaga í Blaðamannafélaginu kemur fram að stór hluti fréttafólks telur að rýr hlutur kvenna í ljósvakamiðl- unum geti komið þeim hugmynd- um inn hjá börnum að karlar séu hæfari þjóðfélagsþegnar en kon- ur og að karlar fengju þar með forskot í valdabaráttu daglegs lífs. Þessi könnun náði til um helm- ings félaga Blaðamannafélagsins. 70% aðspurðra voru karlar, 30% konur. Jafnréttisráð kannaði hlut kvenna í sjónvarpsfréttum í janú- ar og desember 1988. í þeirri könnun voru konur um 13% við- mælenda. Þá gerðu fóstrunemar nýlega könnun á hlut kvenna í umræðuþáttum Ríkissjónvarps- ins valin ár á tímabilinu 1971— 1988. Hlutur kvenna í umræðu- þáttunum reyndist vera 11% en komst hæst í 16% árið 1987. Af umsjónarmönnum þáttanna reynd- ust 13% vera konur. Skýringa á þessari fljóðafæð leita þær meðal annars hjá hinni reyndu blaðakonu Elínu Pálma- dóttur. Hún vill ekki kenna fjöl- miðlafólki um hversu lítið er leit- að til kvenna. „Konurnar eru bara ekki í toppstöðunum. Þær eru númer tvö allsstaðar. Maður verður að leita til toppanna til að fá staðfest svör. Hjá ráðuneytunum er það t.d. þannig að þó fólk viti hlutina vill það ekki láta hafa eftir sér. Það á jafnt við um bæði kynin. Konur eru því miður ekki nógu margar í toppstöðum í þjóðfélaginu og þó reynt sé að fá þær í viðtöl eru þær tregar til að láta hafa eitthvað eftir sér. Það þarf að ganga á eftir þeim. Við blaðamenn erum sífellt undir pressu og maður getur ekki verið að dekstra fólk í fréttavið- töl.“ Elín segir að fyrir fimmtán ár- um hafi hún trúað þvf að breyt- ingar á þessu sviði myndu gerast mjög hratt. „Ég hélt að konur kæmust í há- ar stöður og miklar breytingar ættu sér stað í þjóðfélaginu sam- fara því. En þetta gerist hægt, mjög hægt.“ Jafnréttisráð vinnur að undir- búningi nafnabanka með nöfnum kvenna sem vilja gefa álit sitt á ákveðnum málaflokkum í fjöl- miðlum. í júní 1989 skrifaði Ragnheiður Harðardóttir hjá Jafnréttisráði bréf, þar sem hún kynnti nafnabankann og bað um leyfi til að skrá þar nafn viðtak- anda. Með bréfinu fylgdi spurn- 21

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.