Vera - 01.07.1990, Side 39
HEÐAN OG ÞAÐAIV
HEILBRIGÐI
FRÁ GETNAÐI
TIL GRAFAR
var yfirskrift tveggja daga ráð-
stefnu sjúkraþjálfara sem hald-
in var í vor. Megininntak þess-
arar ráðstefnu var það að hver
og einn ber ábyrgð á eigin lfk-
ama. Mikill fjöldi erinda var
fluttur og fjölluðu þau um lífið
og líkamann undir nær öllum
kringumstæðum frá getnaði til
grafar. Þar má nefna erindi um
fæðinguna og nýfædda barnið,
um íþróttir og skólakerfi,
vinnustaði og slitsjúkdóma,
reykingar, mataræði, geð-
heilsu, almenningsíþróttir og
efri árin. Ráðstefnan sem hald-
in var í tilefni af 50 ára afmæli
félags sjúkraþjálfara var mjög
vel sótt. Um 230 þátttakendur
voru skráðir, mest sjúkraþjálf-
arar og annað fólk úr heil-
brigðisstéttum, en einnig sáust
þarna einn og einn stjórnmála-
maður. Þótti Jiað vel við hæfi
því stjórnvöld stefna einmitt
að heilbrigði handa öllum árið
2000.
VIÐHORF
REYKVÍSKRA
FORELDRA
TIL DAGVISTUNAR
Undanfarna mánuði hafa For-
eldrasamtökin kannað viðhorf
foreldra í Reykjavík til nokk-
urra þátta dagvistaþjónustu.
Um er að ræða víðfeðma rann-
sókn sem tekur til flestra for-
eldra barna á aldrinum 1—5
ára. Fyrsti hluti rannsóknar-
innar fór fram í febrúar á þessu
ári og nú eru niðurstöður úr
þeim hluta ljósar.
Þessi fyrsti hluti rannsókn-
arinnar tekur til foreldra
tveggja ára barna. Alls náðu
Foreldrasamtökin sambandi
við 925 foreldra og reyndust
520 Jíeirra hafa reynslu af dag-
mæðraþjónustu og 314 þeirra
eða 60% lýstu þeirri reynslu
sem góðri eða rnjöggóðri. 388
sögðust nota þjónustu dag-
vistaheimila en 424 ekki. Ein-
ungis 578 vildu svara spurn-
ingunni um hvort sú þjónusta
væri fullnægjandi og töldu 263
eða 55% svo vera.
Foreldrarnir voru lfka
spurðir að því á hvaða aldri
barnsins J?eir myndu vilja
byrja að nýta sér dagvistarrými
og hve lengi dags þeir vildu
hafa börnin Jiar. Það vekur at-
hygli að meirihluti foreldra
(54.8%) vill ekki nema 4—5
tíma dagvistaþjónustu og jafn
stór hluti foreldra (55%) vill
ekki nota dagvistaheimili
nema frá 1.5—2.5 ára aldri
barnsins. Þess ber J?ó að geta
að oröalag spurninganna í
J^essum hluta rannsóknarinnar
er með Jieim hætti að svörin
gefa e.t.v. betri mynd af óskum
fólks en þörfum.
KYNJAMUNUR
Á HVÍTA
TJALDINU
Kvikmyndatónlist er tónlist
tilfinninganna. Hún segir okk-
ur hvað við eigum að sjá og
heyra og hvað okkur eigi að
finnast um J^að sem við sjáum
og heyrum á hvíta tjaldinu.
Tjáningaraðferð kvikmynda-
tónlistarinnar er svo stööluð
að til eru á skrám upptökur
meö sérstakri tilfinninga- eða
stemmningartónlist fyrir allar
aðstæður.
En hvaða stöðluðu ímyndir
eru notaðar til að lýsa körlum
og konum með kvikmynda-
tónlist? Tónlistarfræðingurinn
Philip Tagg segir að til séu þrjár
aðferðir til að lýsa konum:
Hinni ungu, mjúku og fögru
konu er lýst með einfaldri tón-
list. Þegar hún birtist á hvíta
tjaldinu heyrum við fallegar
laglínur spilaðar á flautu eða
píanó. Blóðsugur næturklúbb-
anna eru í fylgd hæggengra
jazztóna og saxófóns. En lang-
stærstur er hópur kvenna sem
birtast undir rómantísum að-
stæðum í rómantísu umhverfi.
Undir nærveru þeirra eru
leiknar mikilfenglegar rnelódí-
ur með rómantískum sam-
hljómum á strokhljóðfæri.
Karlhetjunum er yfirleitt
lýst með háværri tónlist. Þegar
hetjan birtist er spilað á tromp-
et eða horn sem hoppa yfir
heilu áttundirnar til að leggja
áherslu á Jiá spennu og kraft
sem býr með karljijóðinni.
Hornið er tákn karlmannlegs
hetjuskapar, jafnt í tónlist 19.
aldar sem í kvikmyndatónlist
nútímans.
KVENNA-
RANNSÓKNIR
í HÁSKÓLANUM
Dagana 26. aprfl til 4. maí sl.
var haldin smiðja (workshop) í
kvennafræðum og kvenna-
rannsóknum á vegum Áhuga-
hóps um íslenskar kvenna-
rannsóknir. Leiðbeinandi var
Margreat Stacey prófessor í
félagsfræði við Warwick há-
skólann í Bretlandi. Þátttak-
endur voru 20 úr ýmsum
fræðigreinum, s.s. sagnfræði,
guðfræði, félagsráðgjöf, hjúkr-
un, uppeldisfræði, stjórnmála-
fræði og félagsfræði. Rædd var
aðferða- og J?ekkingarfræði og
við vorum ekki á eitt sáttar um
hvort við getum notað hefð-
bundnar aðferðir fræðigreina
okkar, eða hvort við verðum
að þróa nýjar aðferðir og
leggja drög að nýrri þekkingar-
fræði J?egar við gerum kvenna-
rannsóknir. Nokkrir þátttak-
endur kynntu það helsta sem
um er að vera í kvennarann-
sóknum í fræðigreinum þeirra
og rætt var um hvað hægt er að
gera til aö efla íslenskar
kvennarannsóknir. Umræður
voru fjörugar og skemmtilegar
og kornið inn á margt. Að lok-
um ákváðum við að vinna
áfram sameiginlega í þverfag-
legu verkefni, hvert verkefniö
er kemur í ljós, en okkur vant-
ar bókmenntafræðing og list-
fræðing til liðs við okkur, svo
eitthvað sé nefnt.
Áhugahópur um íslenskar
kvennarannsóknir og Meg
Stacey prófessor eiga þakkir
skilið fyrir gott framtak.
VORHREINGERNINQ VERU
Um daginn réöust Verukonur í þaö stórvirki aö taka
til í kjallaranum. Nú liggja þar eintök af blaöinu frá
upphafi í snyrtilegum stöflum. Þessi blöö 42 aö tölu
fást á skrifstofu Veru aö Laugavegi M. Veröiö er aö-
eins 2500 krónur. Nú er tœkifœriö aö eignast allar
Verurnar.
39