Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 38
BÓKADÓMUR
ÞEGAR SALIN FERAKREIK
MINNINGAR SIGURVEIGAR
GUÐMUNDSDÓTTUR
Inqibiörq Sólrún Gísladóttir
Forlagið 1991
„Um Sigurveigu Guðmunds-
dóttur kennara í Hafnarfirði
mætti hæglega skrifa heila
bók...“ segir Elísabet Þorgeirs-
dóttir í inngangi sínum að
viðtali við Sigurveigu sem
birtist í VERU í október 1989.
Nú er sú bók komin út og hefur
Ingibjörg Sólrún Gisladóttir
skrásett. Undanfarin ár hefur
rignt yfir þjóðina ævisögum og
viðtalsbókum en magn og gæði
hafa ekki farið saman. Ævi-
saga Sigurveigar Guðmunds-
dóttur er kærkomin tilbreyt-
ing. í eftirmála höfundar segir
m.a. „Langt fram á nætur
drakk ég í mig frásagnir henn-
ar af sjálfri sér, umhverfi sínu
og samferðafólki. Ekki aðeins
vegna þess að ég hafði tekið að
mér að skrásetja þær, heldur
miklu fremur vegna hins, að ég
fékk þarna upp í hendurnar
ómetanlegt tækifæri til að
setjast við fótskör lærimóður
og nema hjá henni íslenska
menningarsögu þessarar ald-
ar.“ Þessari menningarsögu
kemur Ingibjörg Sólrún vel til
skila í einni skemmtilegustu -
og vönduðustu - minningabók
sem ég hef lesið.
Sigurveig fæddist í Hafnar-
firði árið 1909. Faðir hennar,
Guðmundur Hjaltason lýð-
skólafrömuður, kynnti hana
fyrir heimsmenningunni en
móðir hennar, Hólmfríður
Björnsdóttir, gaf henni innsýn
í þjóðtrúna og íslenska alþýðu-
menningu. Eldri systir hennar,
Margrét, kom síðan með nú-
tímann inn í uppeldið. Sigur-
veig talar ýmist um föður sinn
sem Guðmund eða pabba og
það ruglaði mig lítið eitt í rím-
inu uns það rann upp hvaða
„regla“ liggur að baki. Þegar
Guðmundur er í föðurhlut-
verkinu er hann alltaf kallaður
pabbi, en þegar Sigurveig segir
frá öðrum hlutverkum hans í
lífinu nefnir hún hann
með nafni. Lýsingin á
sambandi þeirra feðg-
ina er með því fallegra
sem ég hef lesið, kafl-
arnir Naður fránn frá
Niðafjöllum, Helgigöng-
ur í ríki skaparans og
Ógleymanlegar bæna-
stundir ættu að vera
skyldulesefni í uppeld-
isfræði og á námskeið-
um fyrir uppalendur.
Þar geta foreldrar m.a. fengið
hugmyndir um hvernig fræða
má börn um sögu og náttúru.
Sigurveig segir frá bernsku
sinni í Hafnarlirði á íyrstu
áratugum aldarinnar þegcir
lífshættir voru allt aðrir og líf,
leikir og störf barna þar af
leiðandi öðruvisi en við þekkj-
um sem erum fædd og uppalin
í þjóðfélagi eftirstríðsáranna.
Við kynnumst þéttbýlismenn-
ingu sem er að stíga sín fyrstu
spor og þar sem Sigurveig fór
einnig í sveit fá lesendur
innsýn í sveitamenningu þess
tíma.
Sigurveig fékk berkla 14
ára gömul og var spítalamatur
meira og minna í tíu ár. Fýrir
okkur sem þekkjum berkla-
veikina aðeins í gegnum róm-
ana og gamlar bíómyndir (þar
sem söguhetjan dettur gjarnan
niður eftir að hafa verið yfir-
gefin af elskhuganum, spýtir
blóði og deyr) er lýsing Sigur-
veigar á lífinu á Vífilsstöðum
ómetanleg. Við fáum sjónarhól
„stelpnanna" en í VERU-viðtali
við Rannveigu Löve í septem-
ber 1990 fengum við sjónarmið
giftu konunnar og móðurinn-
ar. Saman gefa þessar lýsingar
góða mynd af reynslu kvenna
af berklaveikinni og þeirri
einangrun og ótta sem henni
fylgdu. En jafnframt sjáum við
hve sterk vonin og lífskraft-
urinn eru, því á Vílilsstöðum
blómstraði ástin í skugga
dauðans og hælið var „aka-
demía öðrum þræði". Þegar
berklarnir voru sem skæðastir
á síðari hluta þriðja áratug-
arins dóu rúmlega 200 manns
á ári. Flestir sem smituðust af
berklum voru á aldrinum
15-30 ára. Veikin gat verið svo
hægfara að fólk varð að
dveljast mánuðum eða jafnvel
árum saman á hælum. „Þar
var gott atlæti, gnægð af
bókum og blöðum og óþrjót-
andi tími til alls sem þrekið réð
við. Hælin urðu að eins konar
lýðháskólum þar sem fólk úr
öllum landshornum hittist og
ræddi þindarlaust um bók-
menntir, landsmál og tilgang
lífsins." (8) Sigurveig útskrif-
aðist af hælinu eftir hálft ár,
gekk í Kvennaskólann í
Reykjavik og var síðan lögð inn
á hælið í Kópavogi þar sem
hún var rúmliggjandi í tvö ár
og gat hvorki hrært legg né lið.
Þegar hinn ytri heimur lokaðist
opnaðist hinn innri og sálin fór
á kreik. Lýsing Sigurveigar á
sambandi hennar við fram-
liðna er mjög skemmtileg, hún
stundaði andaglas og skrifaði
ósjálfráða skrift og fékk þannig
ýmis skilaboð að handan. Eins
og Sigurveig bendir réttilega á
gegnir trúin sífellt minna
hlutverki hjá nútímafólki og i
því ljósi er áhugavert að lesa
hugleiðingar hennar um
trúmál og hvers vegna hún
gekk til liðs við heilaga kirkju.
Sigurveig ætlaði sér að ganga í
klaustur til að komast í þann
útvalda kvennahóp og „mega
sitja í hugleiðingum og guð-
rækilegum umþenkingum".
(161) Veikindi hennar komu í
veg fyrir það. Sigurveig lauk
kennaraprófi og kenndi í átta
ár við skólann i Landakoti.
Frásögn hennar af starfi
kaþólskra þar og í Stykkis-
hólmi er bæði áhugaverð og
skemmtileg. Einnig er gaman
að lesa um árin hennar sem
eiginkona og móðir á Patreks-
firði en Sæmundur eiginmaður
hennar var frá Patreksfirði og
fylgdi hún honum þangað. Þar
bjuggu þau í sjö ár. Sigurveig
var „illa“ undir húsmóður-
staríið búin og fannst ekki
gaman að vera með óvitum
allan daginn en hún eignaðist
sjö börn á þrettán árum. Hún
var heimavinnandi í mörg ár
en tók svo til við kennsluna á
nýjan leik. Eftir að fjölskyldan
flutti aftur suður starfaði
Sigurveig um tíma með Sjálf-
stæðisflokknum í Hafnarlirði
og var virk í Kvenréttindafélagi
íslands frá 1959. Það hefði
óneitanlega verið fróðlegt að fá
nánari lýsingar á því hvað
KRFÍ var að gera á þessum
tíma sem oft er talað um sem
stöðnunarskeið í íslenskri
kvennabaráttu. Jákvæðni og
umburðarlyndi Sigurveigar
kemur berlega í ljós í lýsingum
hennar á Rauðsokkum en hún
og Anna Sigurðardóttir vildu
endilega fá þær inn í KRFÍ „en
við réðum því ekki einar“. Hér
vill forvitinn lesandi fá meira
að heyra. Hveijar voru á móti
þvi og hvers vegna? Hvaða
afleiðingar hafði það fýrir KRFÍ
og íslenska kvennábaráttu?
Sigurveig lýsir vitundar-
vakningu sinni, bæði hvernig
hún verður kaþólsk og kven-
réttindakona. Hún talar nokk-
uð opinskátt um líf sitt, hjóna-
band, trúarlíf og veru sína í
Sjálfstæðisflokknum og KRFÍ.
Þess vegna hnýtur lesandi um
þegar hún gefur eitt og annað í
skyn en ræðir ekki til hlítar.
Má þar nefna orð hennar um
Margréti systur sína bls 17.
Þar segir Sigurveig að sér hafl
alltaf fundist Margrét vera
prinsessa í álögum. „Það sem
mætti henni á lífsleiðinni var
alls ekki það sem sungið var
við hennar vöggu.“ Lesandi fær
hins vegar fátt að vita um það
sem mætti Margréti á lífsleið-
inni og hlýtur að velta því
töluvert fyrir sér eftir þessi orð
Sigurveigar. Annað dæmi er
þegar Jónas frá Hriflu kemur í
heimsókn á Vífllsstaði. Jónas
vék ráðskonunni, yfirhjúkrun-
arkonunni og skrifstofustjór-
anum úr starfl. „Allar voru
þessar konur miklar vinkonur
Sigurðar prófessors og hans
heimilis, og því létu margir
sjúklingar sér vel líka þessi
ráðstöfun Jónasar. ..." (114)
Hvað á hún við? Mér flnnst
liggja í orðunum að sjúkling-
um hafl verið illa við Sigurð og
viljað ná sér niðri á honum og
heimili hans, en við fáum
ekkert að vita meira um það.
Mörgum finnst óþægilegt að
ræða viðkvæm mál, einkum
sem koma öðrum við og þvi má
vera að Sigurveig hafi ekki
viljað fara nánar út í þá sálma.
Einnig hefði ég viljað fá nánari
38